Satt og logið: Nýjum lygum varpað fram Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2016 11:45 Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/EPA Þriðju og síðustu kappræðurnar á milli forsetaframbjóðendanna Donald Trump og Hillary Clinton fóru fram í Las Vegas í gær. Á einni og hálfri klukkustund lögðu frambjóðendurnir fram fjölmargar fullyrðingar og voru margar þeirra ekki sannleikanum samkvæmar. Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir fullyrðingar frambjóðenda og dregið sannleikann í ljós. Þar á meðal eru Washington Post, AP, CNN, Politico og New York Times. Hér að neðan verða helstu atriðin tekin fram. Margar lygar og ýkjur í nótt höfðu komið fram áður í fyrri kappræðum frambjóðendanna. Eins og í hinum tveimur kappræðunum var Donald Trump gómaður oftar við lygar og ýkjur en Hillary Clinton. Trump var spurður út í ummæli sín um að verið væri að svindla á kosningunum. Hann sagði milljónir atkvæða berast frá fólki sem gæti ekki kosið og vitnaði í skýrslu Pew Center um kosningasvindl í Bandaríkjunum. Hann sagði að milljónir kjósenda væru skráðir hjá yfirvöldum sem hefðu ekki rétt til að kjósa. Í skýrslunni sem er frá 2012, kemur fram að um 24 milljónir skráðir kjósendur voru ógildir eða skráningin ónákvæm. Þá voru 1,8 milljón skráðra kjósenda látnir. Hins vegar var ekki tekið fram í skýrslunni að þessi skráðu kjósendur hefðu kosið. Einnig sagði ekkert um að kosningasvindl væru eins umfangsmikil og Trump heldur fram.Laug um „ljúgandi“ konurTrump var spurður út í þær níu konur sem hafa stigið fram og sakað hann um að kyssa sig eða káfa á sér yfir margra ára tímabil. Hann sagði þær allar ljúga. Hann hefði ekki gert neitt rangt og að búið væri að sanna það í mörgum tilfellum. Það er ekki rétt. Ekkert málanna hefur hvorki verið sannað né afsannað.Trump neitaði einnig fyrir það að hafa sagt að konurnar væru ekki nógu aðlaðandi til að hann myndi leita á þær. Þó hann hafi ef til vill ekki beinlínis sagt það hefur Donald Trump ýjað að því margsinnis á kosningafundum sínum og víðar að konur sem hafa sakað hann um að brjóta gegn sér kynferðislega séu ekki nægilega aðlaðandi.Hillary Clinton hélt því fram að efnahagsáætlun hennar myndi ekki auka skuldir ríkisins. Það er ekki rétt. Samkvæmt nefndinni Responsible Federal Budget, sem stjórnandi kappræðnanna vitnaði í, myndi áætlun Clinton auka skuldir ríkisins um 200 milljarða dala á tíu árum. Sama nefnd spáir því að áætlun Trump myndi auka skuldir ríkisins um 5.300 milljarða á sama tímabili. Donald Trump veittist að Clinton vegna tölvupósta og einkavefþjóna hennar. Hann sagði að Clinton hefði „verið sek um mjög, mjög alvarlegan glæp“. Það er ekki rétt. Eftir árslanga rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna var ákveðið að ákæra Clinton ekki. Komist var að þeirri niðurstöðu að notkun hennar á einkavefþjónum hefði verið „gífurlega kærulaus“ en engar vísbendingar fundust um að glæpur hefði verið framinn.Clinton var spurð út í ræðu sem hún hélt fyrir starfsmenn banka í Brasilíu árið 2013. Þar kallaði hún eftir opnum landamærum. Í svari sínu sagðist hún hafa verið að tala um flutning orku en ekki fólks. Ljóst er að hún var ekki eingöngu að tala um orku. Hins vegar var hún ekki heldur að tala um galopin landamæri þar sem fólk gæti farið yfir að vild, eins og Trump hélt fram. Donald Trump sagði hvorki Clinton né yfirvöld Bandaríkjanna „hafa hugmynd“ um hvort Rússar eða aðrir hefðu gert tölvuárásir á samtök og stofnanir í Bandaríkjunum, þar á meðal á höfuðstöðvar Demókrataflokksins og framboð Clinton, til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Forsvarsmenn leyniþjónustna Bandaríkjanna segjast fullvissir um að Rússar hafi gert árásirnar og lekið gögnum til Wikileaks sem hafa birt þau á netinu. Bandaríkjamenn eru sannfærðir um að slíkar skipanir hefðu einungis geta komið frá efstu hæðum stjórnmála í Rússlandi og hafa heitið hefndaraðgerðum. Rússar neita ásökunum.Daniel Dale er blaðamaður Toronto Sun. Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Final fact-check totals for the three presidential debates: DONALD TRUMP: 104 false claimsHILLARY CLINTON: 13 false claims pic.twitter.com/FqFSPFoCx0— Daniel Dale (@ddale8) October 20, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Þriðju og síðustu kappræðurnar á milli forsetaframbjóðendanna Donald Trump og Hillary Clinton fóru fram í Las Vegas í gær. Á einni og hálfri klukkustund lögðu frambjóðendurnir fram fjölmargar fullyrðingar og voru margar þeirra ekki sannleikanum samkvæmar. Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir fullyrðingar frambjóðenda og dregið sannleikann í ljós. Þar á meðal eru Washington Post, AP, CNN, Politico og New York Times. Hér að neðan verða helstu atriðin tekin fram. Margar lygar og ýkjur í nótt höfðu komið fram áður í fyrri kappræðum frambjóðendanna. Eins og í hinum tveimur kappræðunum var Donald Trump gómaður oftar við lygar og ýkjur en Hillary Clinton. Trump var spurður út í ummæli sín um að verið væri að svindla á kosningunum. Hann sagði milljónir atkvæða berast frá fólki sem gæti ekki kosið og vitnaði í skýrslu Pew Center um kosningasvindl í Bandaríkjunum. Hann sagði að milljónir kjósenda væru skráðir hjá yfirvöldum sem hefðu ekki rétt til að kjósa. Í skýrslunni sem er frá 2012, kemur fram að um 24 milljónir skráðir kjósendur voru ógildir eða skráningin ónákvæm. Þá voru 1,8 milljón skráðra kjósenda látnir. Hins vegar var ekki tekið fram í skýrslunni að þessi skráðu kjósendur hefðu kosið. Einnig sagði ekkert um að kosningasvindl væru eins umfangsmikil og Trump heldur fram.Laug um „ljúgandi“ konurTrump var spurður út í þær níu konur sem hafa stigið fram og sakað hann um að kyssa sig eða káfa á sér yfir margra ára tímabil. Hann sagði þær allar ljúga. Hann hefði ekki gert neitt rangt og að búið væri að sanna það í mörgum tilfellum. Það er ekki rétt. Ekkert málanna hefur hvorki verið sannað né afsannað.Trump neitaði einnig fyrir það að hafa sagt að konurnar væru ekki nógu aðlaðandi til að hann myndi leita á þær. Þó hann hafi ef til vill ekki beinlínis sagt það hefur Donald Trump ýjað að því margsinnis á kosningafundum sínum og víðar að konur sem hafa sakað hann um að brjóta gegn sér kynferðislega séu ekki nægilega aðlaðandi.Hillary Clinton hélt því fram að efnahagsáætlun hennar myndi ekki auka skuldir ríkisins. Það er ekki rétt. Samkvæmt nefndinni Responsible Federal Budget, sem stjórnandi kappræðnanna vitnaði í, myndi áætlun Clinton auka skuldir ríkisins um 200 milljarða dala á tíu árum. Sama nefnd spáir því að áætlun Trump myndi auka skuldir ríkisins um 5.300 milljarða á sama tímabili. Donald Trump veittist að Clinton vegna tölvupósta og einkavefþjóna hennar. Hann sagði að Clinton hefði „verið sek um mjög, mjög alvarlegan glæp“. Það er ekki rétt. Eftir árslanga rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna var ákveðið að ákæra Clinton ekki. Komist var að þeirri niðurstöðu að notkun hennar á einkavefþjónum hefði verið „gífurlega kærulaus“ en engar vísbendingar fundust um að glæpur hefði verið framinn.Clinton var spurð út í ræðu sem hún hélt fyrir starfsmenn banka í Brasilíu árið 2013. Þar kallaði hún eftir opnum landamærum. Í svari sínu sagðist hún hafa verið að tala um flutning orku en ekki fólks. Ljóst er að hún var ekki eingöngu að tala um orku. Hins vegar var hún ekki heldur að tala um galopin landamæri þar sem fólk gæti farið yfir að vild, eins og Trump hélt fram. Donald Trump sagði hvorki Clinton né yfirvöld Bandaríkjanna „hafa hugmynd“ um hvort Rússar eða aðrir hefðu gert tölvuárásir á samtök og stofnanir í Bandaríkjunum, þar á meðal á höfuðstöðvar Demókrataflokksins og framboð Clinton, til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Forsvarsmenn leyniþjónustna Bandaríkjanna segjast fullvissir um að Rússar hafi gert árásirnar og lekið gögnum til Wikileaks sem hafa birt þau á netinu. Bandaríkjamenn eru sannfærðir um að slíkar skipanir hefðu einungis geta komið frá efstu hæðum stjórnmála í Rússlandi og hafa heitið hefndaraðgerðum. Rússar neita ásökunum.Daniel Dale er blaðamaður Toronto Sun. Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Final fact-check totals for the three presidential debates: DONALD TRUMP: 104 false claimsHILLARY CLINTON: 13 false claims pic.twitter.com/FqFSPFoCx0— Daniel Dale (@ddale8) October 20, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04