Fjárframlög til Landspítala ekki í takti við aukna þjónustu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. október 2016 20:00 Viðbótarfjárþörf Landspítalans eru 11,7 milljarðar fyrir næsta ár en fjárframlög til spítalans eru ekki í takti við aukna þjónustu. Þetta segir forstjóri Landspítalans sem telur brýnt að minna á stöðuna nú að kosningum loknum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans segir fjárþörf spítalans vera töluverða. „Við metum það sem svo að á næsta ári þurfum við um það bil 11,7 milljarða til þess að geta veitt framúrskarandi þjónustu og byggt hana rétt um. Til viðbótar við fjármálaætlun fyrri ríkisstjórnar þá sýnist okkur við þurfa nálægt 66 milljörðum næstu fimm árin inn í Landspítalann,“ segir Páll og bætir við að samkvæmt fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar þá sé gert ráð fyrir tveimur milljörðum aukalega í sérhæfða spítalaþjónustu á árinu 2017. „Þetta er mjög fjarri því sem við teljum vera þörf spítalans. Við teljum brýnt að minna á þetta núna þegar menn eru að byrja að hugsa til framtíðar eftir kosningar,“ segir Páll. Af þeim rúmu 11,7 milljörðum sem spítalinn þurfi til viðbótar við fjárframlög þarf 400 milljónir í aukið framboð þjónustu til að stytta biðlista, rúma tvo milljarðar að lágmarki vegna viðhalds, rúmar 400 milljónir í lágmarksþörf vegna tækjakaupa og 400 milljónir í rekstur brjóstamiðstöðvar en stofnkostnaður hennar eru rúmar 550 milljónir. Þá segir Páll fjárframlög ekki vera í takti til aukna þjónustu en árleg aukning á eftirspurn vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar er 1,7 prósent. Þá hefur fjölgun ferðamanna hér á landi áhrif en 14.303 ferðamenn komu á Bráðamóttöku Landspítalans á árunum 2001-2014. „Ár frá ári þá eykst álagið gríðarlega vegna ferðamanna. Svo dæmi sé tekið þá eru 10 prósent sjúklinga á gjörgæsludeild spítalans síðasta árið erlendir ferðamenn,“ segir Páll Matthíasson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Viðbótarfjárþörf Landspítalans eru 11,7 milljarðar fyrir næsta ár en fjárframlög til spítalans eru ekki í takti við aukna þjónustu. Þetta segir forstjóri Landspítalans sem telur brýnt að minna á stöðuna nú að kosningum loknum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans segir fjárþörf spítalans vera töluverða. „Við metum það sem svo að á næsta ári þurfum við um það bil 11,7 milljarða til þess að geta veitt framúrskarandi þjónustu og byggt hana rétt um. Til viðbótar við fjármálaætlun fyrri ríkisstjórnar þá sýnist okkur við þurfa nálægt 66 milljörðum næstu fimm árin inn í Landspítalann,“ segir Páll og bætir við að samkvæmt fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar þá sé gert ráð fyrir tveimur milljörðum aukalega í sérhæfða spítalaþjónustu á árinu 2017. „Þetta er mjög fjarri því sem við teljum vera þörf spítalans. Við teljum brýnt að minna á þetta núna þegar menn eru að byrja að hugsa til framtíðar eftir kosningar,“ segir Páll. Af þeim rúmu 11,7 milljörðum sem spítalinn þurfi til viðbótar við fjárframlög þarf 400 milljónir í aukið framboð þjónustu til að stytta biðlista, rúma tvo milljarðar að lágmarki vegna viðhalds, rúmar 400 milljónir í lágmarksþörf vegna tækjakaupa og 400 milljónir í rekstur brjóstamiðstöðvar en stofnkostnaður hennar eru rúmar 550 milljónir. Þá segir Páll fjárframlög ekki vera í takti til aukna þjónustu en árleg aukning á eftirspurn vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar er 1,7 prósent. Þá hefur fjölgun ferðamanna hér á landi áhrif en 14.303 ferðamenn komu á Bráðamóttöku Landspítalans á árunum 2001-2014. „Ár frá ári þá eykst álagið gríðarlega vegna ferðamanna. Svo dæmi sé tekið þá eru 10 prósent sjúklinga á gjörgæsludeild spítalans síðasta árið erlendir ferðamenn,“ segir Páll Matthíasson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira