Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 22:36 Kjöri Trump var mótmælt í Boston í dag sem og í New York þar sem þessi mynd var tekin. vísir/getty Halla Hrund Logadóttir, sem stundar nám og störf við Kennedy-skólann í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, líkir stemningunni í skólanum við jarðarför daginn eftir að bandaríska þjóðin kaus Donald Trump sem forseta. Þannig hafi forseti skólans ávarpað nemendur í dag þar sem margir hafi verið með tárin í augunum yfir úrslitunum og við lok ræðunnar hafi allir sungið saman sálminn Amazing Grace. Halla segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna en á meðal þess sem forseti skólans minnti nemendur á var að Trump stæði ekki fyrir gildi stofnunarinnar og nú biði hennar það verkefni að hjálpa til við að breyta bandarísku samfélagi. Halla býr nú í annað skiptið í Boston en hún var einnig við nám í borginni á árunum 2010 til 2012. Hún segir að þó að flestir hafi gert sér grein fyrir að afar mjótt yrði á mununum þá hafi það komið stuðningsfólki Hillary Clinton á óvart að Trump skyldi sigra með yfirburðum. „Það kemur fólki svo ótrúlega á óvart að Trump skuli vinna með svona miklum mun. Auðvitað Massachusetts vígi Demókrata svo flestir voru á bandi Hillary enda eru mótmæli hér núna gegn Trump,“ segir Halla í samtali við Vísi.Halla Hrund LogadóttirHalla tók þátt kosningabaráttu Hillary Clinton og gekk hús úr húsi einn daginn í sveifluríkinu New Hamsphire. Clinton hafði nauman sigur í ríkinu þar sem aðeins munaði 0,2 prósentum á henni og Trump. „Þegar maður fer svona hús úr húsi þá fær maður lista yfir þau hús sem maður á að heimsækja. Maður er aðallega að fá fólk til að kjósa og benda því á hvar og hvenær það getur kosið. Á listanum sem við fengum átti meirihlutinn að vera Demókratar en þegar við fórum svo af stað kom í ljós að það voru miklu fleiri Repúblikanar þarna en við áttum von á. Maður sá reglulega skilti í garðinum hjá fólk sem stóð á „Hillary for Prison“ en svo í næsta húsi var kannski fjölskylda sem var öll búin að kjósa Hillary, sem sýnir hversu ólík viðhorfin eru,“ segir Halla. Hún segir að auðvitað eigi stuðningsmenn Hillary erfitt með að sætta sig við úrslitin og finnist niðurstaðan enn verri í ljósi þess að Repúblikanar eru einnig með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þá óttast fólk þá djúpu gjá sem er til staðar hjá bandarísku þjóðinni og úrslit kosninganna endurspegla. „Það sem mér finnst sjálfri erfiðast við kosningabaráttuna og svo þessi úrslit er að sjá að það sé allt leyfilegt til þess að komast í Hvíta húsið. Þetta var barátta á kostnað kvenna og minnihlutahópa og að mörgu leyti siðlaus og fólk óttast hvaða afleiðingar þessi barátta hans muni hafa, bæði hér og annars staðar því Bandaríkin eru jú áhrifamikið ríki. Hvernig tilvonandi forseti hagar orðræðu sinni skiptir máli því það setur tóninn fyrir það hvernig íbúar samfélagsins geta leyft sér að koma fram við hvorn annan. Eflaust á hann eftir að breyta áherslum sínum í embætti en spurningin er kannski hvaða kröfu um heiðarleika við viljum geta sett fram í kosningabaráttu eða hvort allt er leyfilegt til ná kjöri í valdamesta embætti heims?“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir, sem stundar nám og störf við Kennedy-skólann í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, líkir stemningunni í skólanum við jarðarför daginn eftir að bandaríska þjóðin kaus Donald Trump sem forseta. Þannig hafi forseti skólans ávarpað nemendur í dag þar sem margir hafi verið með tárin í augunum yfir úrslitunum og við lok ræðunnar hafi allir sungið saman sálminn Amazing Grace. Halla segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna en á meðal þess sem forseti skólans minnti nemendur á var að Trump stæði ekki fyrir gildi stofnunarinnar og nú biði hennar það verkefni að hjálpa til við að breyta bandarísku samfélagi. Halla býr nú í annað skiptið í Boston en hún var einnig við nám í borginni á árunum 2010 til 2012. Hún segir að þó að flestir hafi gert sér grein fyrir að afar mjótt yrði á mununum þá hafi það komið stuðningsfólki Hillary Clinton á óvart að Trump skyldi sigra með yfirburðum. „Það kemur fólki svo ótrúlega á óvart að Trump skuli vinna með svona miklum mun. Auðvitað Massachusetts vígi Demókrata svo flestir voru á bandi Hillary enda eru mótmæli hér núna gegn Trump,“ segir Halla í samtali við Vísi.Halla Hrund LogadóttirHalla tók þátt kosningabaráttu Hillary Clinton og gekk hús úr húsi einn daginn í sveifluríkinu New Hamsphire. Clinton hafði nauman sigur í ríkinu þar sem aðeins munaði 0,2 prósentum á henni og Trump. „Þegar maður fer svona hús úr húsi þá fær maður lista yfir þau hús sem maður á að heimsækja. Maður er aðallega að fá fólk til að kjósa og benda því á hvar og hvenær það getur kosið. Á listanum sem við fengum átti meirihlutinn að vera Demókratar en þegar við fórum svo af stað kom í ljós að það voru miklu fleiri Repúblikanar þarna en við áttum von á. Maður sá reglulega skilti í garðinum hjá fólk sem stóð á „Hillary for Prison“ en svo í næsta húsi var kannski fjölskylda sem var öll búin að kjósa Hillary, sem sýnir hversu ólík viðhorfin eru,“ segir Halla. Hún segir að auðvitað eigi stuðningsmenn Hillary erfitt með að sætta sig við úrslitin og finnist niðurstaðan enn verri í ljósi þess að Repúblikanar eru einnig með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þá óttast fólk þá djúpu gjá sem er til staðar hjá bandarísku þjóðinni og úrslit kosninganna endurspegla. „Það sem mér finnst sjálfri erfiðast við kosningabaráttuna og svo þessi úrslit er að sjá að það sé allt leyfilegt til þess að komast í Hvíta húsið. Þetta var barátta á kostnað kvenna og minnihlutahópa og að mörgu leyti siðlaus og fólk óttast hvaða afleiðingar þessi barátta hans muni hafa, bæði hér og annars staðar því Bandaríkin eru jú áhrifamikið ríki. Hvernig tilvonandi forseti hagar orðræðu sinni skiptir máli því það setur tóninn fyrir það hvernig íbúar samfélagsins geta leyft sér að koma fram við hvorn annan. Eflaust á hann eftir að breyta áherslum sínum í embætti en spurningin er kannski hvaða kröfu um heiðarleika við viljum geta sett fram í kosningabaráttu eða hvort allt er leyfilegt til ná kjöri í valdamesta embætti heims?“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11
Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14
Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40