Mótmælt fyrir utan Trump Tower: „Donald Trump er ekki minn forseti“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 19:42 Ljóst er að minnsta kosti hálf bandaríska þjóðin er í losti yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Una Sighvatsdóttir, fréttamaður 365, er stödd í New York þar sem fólk kom saman við Trump Tower í morgun til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Una tók mótmælendur tali, þar á meðal konu sem sagði Trump ekki vera sinn forseta. „Donald Trump er er ekki minn forseti. Hann er ekki maðurinn sem ég kaus. Og ég held að hann sé ekki maðurinn sem fólk heldur að hann sé, jafnvel þó það hafi kosið hann. Ég held að hann endurspegli ekki gildi þeirra. Og þær áherslur sem hann stendur fyrir eru ekki gildi sem við eigum að styðja sem þjóð.“ Hún taldi jafnframt að Trump geti ekki staðið við þau fyrirheit sem hann lofaði í baráttunni. „Margir kusu hann vegna þess að þau héldu að hann væri verkalýðshetja. Það er það sem ég held eftir samskipti mín við þá sem kusu hann. Þau héldu að hann væri maður sem myndi standa með þeim. Að hann myndi hjálpa verkalýðnum sem finnst hann vera jaðarsetturr. Að hann myndi hjálpa þeim við að ná árangri og finna tilgang í lífi sínu. Að hann myndi bjarga þeim og störfum þeirra. Hann hefur lofað því en ég er ekki viss um hvernig hann ætlar að fara að þvi. Ég held að hann muni bregðast þessu fólki vegna þess að hann hefur ekkir aunverulegar hugmyndir um hvernig hann ætlar að framkvæma það. Og ég tel að hann hafi ítrekað sýnt að honum sé í raun sama um verkalýðinn,“ sagði hún. „Hinn hópurinn kaus hann vegna gilda sem ameríska þjóðin ætti ekki að halda uppi, þetta hatur sem hann viðheldur. Mér finnst hann kærulaus með þetta hatur. Honum er sama hvern hann móðgar. Og við sem þjóð höfum valið að hleypa þessu hatri inn í líf okkar.“ Þá ræddi Una einnig við ungan mann, sem hafði miklar áhyggjur af ástandi fjölmiðla og hlutverki þeirra í kosningabaráttunni. „Þetta er augljóslega áfall. Mitt aðaláhyggjuefni núna eru fjölmiðlar. Hvernig gerðist þetta? Princeton sagði 99% líkur á að Clinton ynni. Huffington sagði 98% líkur. Mín skilaboð eru sú að kjósendum sem er skemmt eru ekki vel upplýstir kjósendur. Lýðræði er eitthvað sem þarf að vinna fyrir á hverjum degi og í allri umræðu. Raddir okkar hafa gengið kaupum og sölum, við þurfum að endurheimta þær. Þetta er ekki stjórnlaus aðgerðarstefna, þetta er það minnsta sem hægt er að gera sem borgari.“Myndband frá mótmælunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ljóst er að minnsta kosti hálf bandaríska þjóðin er í losti yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Una Sighvatsdóttir, fréttamaður 365, er stödd í New York þar sem fólk kom saman við Trump Tower í morgun til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Una tók mótmælendur tali, þar á meðal konu sem sagði Trump ekki vera sinn forseta. „Donald Trump er er ekki minn forseti. Hann er ekki maðurinn sem ég kaus. Og ég held að hann sé ekki maðurinn sem fólk heldur að hann sé, jafnvel þó það hafi kosið hann. Ég held að hann endurspegli ekki gildi þeirra. Og þær áherslur sem hann stendur fyrir eru ekki gildi sem við eigum að styðja sem þjóð.“ Hún taldi jafnframt að Trump geti ekki staðið við þau fyrirheit sem hann lofaði í baráttunni. „Margir kusu hann vegna þess að þau héldu að hann væri verkalýðshetja. Það er það sem ég held eftir samskipti mín við þá sem kusu hann. Þau héldu að hann væri maður sem myndi standa með þeim. Að hann myndi hjálpa verkalýðnum sem finnst hann vera jaðarsetturr. Að hann myndi hjálpa þeim við að ná árangri og finna tilgang í lífi sínu. Að hann myndi bjarga þeim og störfum þeirra. Hann hefur lofað því en ég er ekki viss um hvernig hann ætlar að fara að þvi. Ég held að hann muni bregðast þessu fólki vegna þess að hann hefur ekkir aunverulegar hugmyndir um hvernig hann ætlar að framkvæma það. Og ég tel að hann hafi ítrekað sýnt að honum sé í raun sama um verkalýðinn,“ sagði hún. „Hinn hópurinn kaus hann vegna gilda sem ameríska þjóðin ætti ekki að halda uppi, þetta hatur sem hann viðheldur. Mér finnst hann kærulaus með þetta hatur. Honum er sama hvern hann móðgar. Og við sem þjóð höfum valið að hleypa þessu hatri inn í líf okkar.“ Þá ræddi Una einnig við ungan mann, sem hafði miklar áhyggjur af ástandi fjölmiðla og hlutverki þeirra í kosningabaráttunni. „Þetta er augljóslega áfall. Mitt aðaláhyggjuefni núna eru fjölmiðlar. Hvernig gerðist þetta? Princeton sagði 99% líkur á að Clinton ynni. Huffington sagði 98% líkur. Mín skilaboð eru sú að kjósendum sem er skemmt eru ekki vel upplýstir kjósendur. Lýðræði er eitthvað sem þarf að vinna fyrir á hverjum degi og í allri umræðu. Raddir okkar hafa gengið kaupum og sölum, við þurfum að endurheimta þær. Þetta er ekki stjórnlaus aðgerðarstefna, þetta er það minnsta sem hægt er að gera sem borgari.“Myndband frá mótmælunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30
Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03