Óhætt er að segja að tímamótin beri upp á athyglisverðri dagsetningu, 9. nóvember en áður hafa orðið mikil tímamót í sögu mannkyns á þessum degi. Standa þar upp úr árin 1938 og 1989.

Þann 9. nóvember árið 1989 var opnað fyrir frjálsa umferð fólks á milli vestur- og austurhluta Berlínarborgar eftir 28 ár þar sem 168 kílómetra langi múrinn skipti borginni í tvennt. Múrinn var áberandi tákn um skiptingu Þýskalands og Kalda stríðið. Talið er að á annað hundrað manns hafi látið lífið við að komast yfir múrinn í trússi við yfirvöld.
Fleiri sögulegir viðburðir urðu þennan dag. Má þar nefna fyrstu opinberu heimsókn Bandaríkjaforseta út fyrir landsteinana, fyrsta tölublað tónlistartímaritsins Rolling Stone kom í verslanir og Garry Kasparov varð yngsti heimsmeistari sögunnar í skák, 22 ára, eftir sigur á landa sínum Anatoly Karpov.
Lesa má nánar um sögulega viðburði sem gerðust þann 9. nóvember hér.