Íslendingar í New York á kjördag: Stemning fyrir því í borginni að kona verði loksins forseti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 23:01 Hillary Clinton á kjörstað í New York í dag. vísir/getty Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, er stödd í New York ásamt fjölskyldunni sinni en þau komu gagngert til borgarinnar á sunnudag til að fylgjast með forsetakosningunum sem fram fara í dag. Inga Hrefna segir rosalega góða stemningu í borginni, svipaða og var í Chicago 2008 þegar Barack Obama var kjörinn forseti, en hún var einnig á staðnum þá enda mikil áhugamanneskja um bandarísk stjórnmál og kosningar almennt. Val bandarísku þjóðarinnar nú stendur á milli þeirra Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana. New York er heimavöllur beggja frambjóðendanna sem halda kosningavökur sínar þar í kvöld. Þrátt fyrir að Trump hafi saxað mjög á forskot Clinton síðustu daga er hún enn talin eiga meiri möguleika á sigri. Það er að minnsta kosti ljóst að bæði sigur og tap mun setja svip sinn á New York í kvöld. „Þetta er auðvitað algjör Hillary-borg og það er eiginlega bara verið að gera grín að Trump úti um allt. Við sáum til dæmis einn mann með Trump-húfu í morgun og okkur brá bara,“ segir Inga Hrefna í samtali við Vísi sem stefnir á að vera í námunda við kosningavöku Clinton í kvöld. Hún segir að þrátt fyrir að New York sé heimavöllur Trump þá virðist hann ekki njóta mikilla vinsælda í borginni. Nefnir Inga Hrefna mótmæli við Trump Tower í gær og í dag og svo þegar púað var á hann þegar hann fór að kjósa. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir vonast til að geta fagnað sigri Hillary Clinton í kvöld. „Óraunverulegt að vera í Chicago þegar Obama var kosinn“ Aðspurð hvort henni finnist mikill munur á stemningunni í New York í dag og í Chicago fyrir átta árum segir hún að í grunninn þyki henni munurinn ekki mikill. „Það var náttúrulega óraunverulegt að vera í Chicago þegar Obama var kosinn 2008 þar sem fólk grét og féllst í faðma vegna þess að svartur maður hafði verið kosinn í valdamesta embætti heims. Núna er það kona sem á möguleika á að verða forseti Bandaríkjanna og það er svona svipuð stemning út af því finnst mér. Maður vill auðvitað veg kvenna sem mestan, ekki bara í stjórnmálum heldur almennt, og ég ákvað það þegar ég var í Chicago 2008 að ég yrði að vera líka viðstödd þegar kona verður kosin. Maður vonar auðvitað að það verði núna,“ segir Inga Hrefna og bætir við að hún upplifi þá stemningu í New York að nú sé kominn tími til að kona verði forseti Bandaríkjanna. „Hvað gerist ef hið ómögulega gerist?“ Inga Hrefna segir þó að þrátt fyrir að það sé mikil stemning í borginni þá finni hún það einnig á þeim Bandaríkjamönnum sem hún ræði við að þeir séu orðnir þreyttir á kosningunum og geti einfaldlega ekki beðið eftir að úrslitin liggi fyrir. „Þeir segja að þetta sé búið að „pólarísera“ þjóðina svo mikið að þessu verði að fara að ljúka. Þetta eru svo miklar fylkingar og þó að maður upplifi það ekki beint hér í New York að þá segja þeir það sem eru ekki héðan að þetta sé algjörlega búið að „pólarísera“ þjóðina. Þá hafa menn líka miklar áhyggjur af því hvernig sá sem tapar muni taka þessu og það er það sem stressar líka fólk,“ segir Inga Hrefna. Hún segir að New York-búar séu sigurvissir fyrir hönd Clinton þó að það sé vissulega stress í fólki svona á lokametrunum. „Trump er náttúrulega alltaf að loka bilinu meira og meira. Fólk óttast það líka mjög mikið hvað gerist eiginlega ef hið ómögulega gerist? Mér finnst menn vera sigurvissir en það er líka svolítið svona „hvað ef?““ Nanna Elísa Jakobsdóttir verður í kosningapartýi í Meat Packing District í kvöld.mynd/sylvía briem Enginn kýs Trump en fólk samt gagnrýnið á Hillary Nanna Elísa Jakobsdóttir, meistaranemi í alþjóðasamskiptum við Columbia-háskóla í New York, segir að þrátt fyrir að lífið í borginni gangi sinn vanagang í dag á kjördegi þá sé einhver spenna í loftinu. Hún segir, líkt og Inga Hrefna, að margir Bandaríkjamenn í kringum séu mjög stressaðir fyrir úrslitum kosninganna. „Það eru allir að tala um þetta og fólk er misspennt en mér finnst sérstaklega Bandaríkjamenn vera mjög stressaðir. Það ætlar samt enginn í kringum mig að kjósa Trump þó að fólk sé líka mjög gagnrýnið á Hillary,“ segir Nanna Elísa í samtali við Vísi. Hún segir bandaríska samnemendur sína áhyggjufyllri en þá nemendur sem koma annars staðar frá enda telji þeir flestir útilokað að Trump nái kjöri. Sjálf telur hún líklegra að Hillary fari með sigur af hólmi. Frí í Columbia á kjördegi Columbia-háskóli gaf nemendum sínum frí á kjördegi í dag en Nanna Elísa er þó í skólanum að læra. Hún segir ekki endilega mikla stemningu akkúrat á því svæði en þó sé mikið verið að hvetja fólk til að kjósa og fólk sem kýs setur allt á sig límmiða sem á stendur „VOTED.“ Nanna Elísa ætlar í kosningapartý í Meat Packing District en margir sem hún þekkir hafa unnið fyrir Clinton og eru á leið í kosningavökuna hennar. „Það er mikil samkeppni um að komast þangað. Við erum til dæmis alltaf í lærdómshóp á þriðjudögum en við þurftum að flýta honum í dag því ein stelpan í hópnum ætlar að vera mætt í röð fyrir kosningavökuna hennar Hillary klukkan þrjú. Húsið opnar svo klukkan sex.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Kosningar í Bandaríkjunum Vísir mun greina frá öllu því helsta sem gerist í baráttunni um Hvíta húsið í dag. 8. nóvember 2016 10:45 Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Fyrstu tölur birtast í kringum miðnætti að íslenskum tíma, endanleg úrslit ættu að liggja fyrir um klukkan fjögur í nótt. 8. nóvember 2016 13:45 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, er stödd í New York ásamt fjölskyldunni sinni en þau komu gagngert til borgarinnar á sunnudag til að fylgjast með forsetakosningunum sem fram fara í dag. Inga Hrefna segir rosalega góða stemningu í borginni, svipaða og var í Chicago 2008 þegar Barack Obama var kjörinn forseti, en hún var einnig á staðnum þá enda mikil áhugamanneskja um bandarísk stjórnmál og kosningar almennt. Val bandarísku þjóðarinnar nú stendur á milli þeirra Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana. New York er heimavöllur beggja frambjóðendanna sem halda kosningavökur sínar þar í kvöld. Þrátt fyrir að Trump hafi saxað mjög á forskot Clinton síðustu daga er hún enn talin eiga meiri möguleika á sigri. Það er að minnsta kosti ljóst að bæði sigur og tap mun setja svip sinn á New York í kvöld. „Þetta er auðvitað algjör Hillary-borg og það er eiginlega bara verið að gera grín að Trump úti um allt. Við sáum til dæmis einn mann með Trump-húfu í morgun og okkur brá bara,“ segir Inga Hrefna í samtali við Vísi sem stefnir á að vera í námunda við kosningavöku Clinton í kvöld. Hún segir að þrátt fyrir að New York sé heimavöllur Trump þá virðist hann ekki njóta mikilla vinsælda í borginni. Nefnir Inga Hrefna mótmæli við Trump Tower í gær og í dag og svo þegar púað var á hann þegar hann fór að kjósa. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir vonast til að geta fagnað sigri Hillary Clinton í kvöld. „Óraunverulegt að vera í Chicago þegar Obama var kosinn“ Aðspurð hvort henni finnist mikill munur á stemningunni í New York í dag og í Chicago fyrir átta árum segir hún að í grunninn þyki henni munurinn ekki mikill. „Það var náttúrulega óraunverulegt að vera í Chicago þegar Obama var kosinn 2008 þar sem fólk grét og féllst í faðma vegna þess að svartur maður hafði verið kosinn í valdamesta embætti heims. Núna er það kona sem á möguleika á að verða forseti Bandaríkjanna og það er svona svipuð stemning út af því finnst mér. Maður vill auðvitað veg kvenna sem mestan, ekki bara í stjórnmálum heldur almennt, og ég ákvað það þegar ég var í Chicago 2008 að ég yrði að vera líka viðstödd þegar kona verður kosin. Maður vonar auðvitað að það verði núna,“ segir Inga Hrefna og bætir við að hún upplifi þá stemningu í New York að nú sé kominn tími til að kona verði forseti Bandaríkjanna. „Hvað gerist ef hið ómögulega gerist?“ Inga Hrefna segir þó að þrátt fyrir að það sé mikil stemning í borginni þá finni hún það einnig á þeim Bandaríkjamönnum sem hún ræði við að þeir séu orðnir þreyttir á kosningunum og geti einfaldlega ekki beðið eftir að úrslitin liggi fyrir. „Þeir segja að þetta sé búið að „pólarísera“ þjóðina svo mikið að þessu verði að fara að ljúka. Þetta eru svo miklar fylkingar og þó að maður upplifi það ekki beint hér í New York að þá segja þeir það sem eru ekki héðan að þetta sé algjörlega búið að „pólarísera“ þjóðina. Þá hafa menn líka miklar áhyggjur af því hvernig sá sem tapar muni taka þessu og það er það sem stressar líka fólk,“ segir Inga Hrefna. Hún segir að New York-búar séu sigurvissir fyrir hönd Clinton þó að það sé vissulega stress í fólki svona á lokametrunum. „Trump er náttúrulega alltaf að loka bilinu meira og meira. Fólk óttast það líka mjög mikið hvað gerist eiginlega ef hið ómögulega gerist? Mér finnst menn vera sigurvissir en það er líka svolítið svona „hvað ef?““ Nanna Elísa Jakobsdóttir verður í kosningapartýi í Meat Packing District í kvöld.mynd/sylvía briem Enginn kýs Trump en fólk samt gagnrýnið á Hillary Nanna Elísa Jakobsdóttir, meistaranemi í alþjóðasamskiptum við Columbia-háskóla í New York, segir að þrátt fyrir að lífið í borginni gangi sinn vanagang í dag á kjördegi þá sé einhver spenna í loftinu. Hún segir, líkt og Inga Hrefna, að margir Bandaríkjamenn í kringum séu mjög stressaðir fyrir úrslitum kosninganna. „Það eru allir að tala um þetta og fólk er misspennt en mér finnst sérstaklega Bandaríkjamenn vera mjög stressaðir. Það ætlar samt enginn í kringum mig að kjósa Trump þó að fólk sé líka mjög gagnrýnið á Hillary,“ segir Nanna Elísa í samtali við Vísi. Hún segir bandaríska samnemendur sína áhyggjufyllri en þá nemendur sem koma annars staðar frá enda telji þeir flestir útilokað að Trump nái kjöri. Sjálf telur hún líklegra að Hillary fari með sigur af hólmi. Frí í Columbia á kjördegi Columbia-háskóli gaf nemendum sínum frí á kjördegi í dag en Nanna Elísa er þó í skólanum að læra. Hún segir ekki endilega mikla stemningu akkúrat á því svæði en þó sé mikið verið að hvetja fólk til að kjósa og fólk sem kýs setur allt á sig límmiða sem á stendur „VOTED.“ Nanna Elísa ætlar í kosningapartý í Meat Packing District en margir sem hún þekkir hafa unnið fyrir Clinton og eru á leið í kosningavökuna hennar. „Það er mikil samkeppni um að komast þangað. Við erum til dæmis alltaf í lærdómshóp á þriðjudögum en við þurftum að flýta honum í dag því ein stelpan í hópnum ætlar að vera mætt í röð fyrir kosningavökuna hennar Hillary klukkan þrjú. Húsið opnar svo klukkan sex.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Kosningar í Bandaríkjunum Vísir mun greina frá öllu því helsta sem gerist í baráttunni um Hvíta húsið í dag. 8. nóvember 2016 10:45 Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Fyrstu tölur birtast í kringum miðnætti að íslenskum tíma, endanleg úrslit ættu að liggja fyrir um klukkan fjögur í nótt. 8. nóvember 2016 13:45 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Í beinni: Kosningar í Bandaríkjunum Vísir mun greina frá öllu því helsta sem gerist í baráttunni um Hvíta húsið í dag. 8. nóvember 2016 10:45
Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Fyrstu tölur birtast í kringum miðnætti að íslenskum tíma, endanleg úrslit ættu að liggja fyrir um klukkan fjögur í nótt. 8. nóvember 2016 13:45
Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56