Trump reynir að friða alþjóðasamfélagið á lokametrunum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 22:59 Trump á frambjóðandafundi í Michigan í gær. Vísir/Getty Kosningateymi Donald Trump vinnur nú hörðum höndum við að bæta orðspor hans hjá alþjóðasamfélaginu á lokametrum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun og þá kemur í ljós hvort Trump eða Hillary Clinton hreppi Hvíta húsið. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Clinton með nokkurra prósentustiga forskot á Trump. Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump, sagði í samtali við BBC að andúð á Trump „endurspegli ekki hvers vegna Trump er í framboði og hvernig hann yrði á alþjóðasviðinu.“ Þá gagnrýndi hún einnig „ómerkilega og mislita“ tíð Clinton sem utanríkisráðherra. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa gagnrýnt framboð Trump. Þar á meðal er Francois Hollande, forseti Frakklands, sem sagði að Trump léti fólk „vilja æla.“ Þá hefur mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna sagt hann ógn við alþjóðasamfélagið.Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump.Vísir/GettyBandaríkin fyrst Í samtali sínu við BBC sagði Conway að neikvætt viðhorf alþjóðasamfélagsins gagnvart Trump trufli hana en að það renni stoðum undir áherslur Trump að setja Bandaríkin í fyrsta sæti. Hún sagði að þegar Trump segir „Bandaríkin fyrst þá meinar hann það,“ og nefndi ástæður þess, að vilja stöðva útflutning á vinnuafli, sjá til þess að allir bandamenn landsins, þar á meðal NATO, borgi sinn hlut og að endursemja um verslunarsamninga sem komi illa út fyrir Bandaríkin.Sjá einnig:Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Conway brást einnig við ummælum Barack Obama Bandaríkjaforseta að Trump væri ekki treystandi fyrir aðgangi að kjarnorkubúri Bandaríkjamanna. Obama sagði á fundi í Flórída á sunnudag að ef Trump væri ekki treystandi fyrir Twitter aðgangi sínum ætti hann ekki að hafa stjórn á kjarnorkuvopnum landsins. Þá þvertók Conway fyrir þær fregnir að Trump fengi ekki að sjá um Twitter aðgang sinn og sagði að Clinton hefði sjálf ekki sannað að henni væri treystandi fyrir vopnunum og vísaði þá til hinna margumræddu tölvupósta Clinton og að hún hafi ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Kosningateymi Donald Trump vinnur nú hörðum höndum við að bæta orðspor hans hjá alþjóðasamfélaginu á lokametrum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun og þá kemur í ljós hvort Trump eða Hillary Clinton hreppi Hvíta húsið. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Clinton með nokkurra prósentustiga forskot á Trump. Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump, sagði í samtali við BBC að andúð á Trump „endurspegli ekki hvers vegna Trump er í framboði og hvernig hann yrði á alþjóðasviðinu.“ Þá gagnrýndi hún einnig „ómerkilega og mislita“ tíð Clinton sem utanríkisráðherra. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa gagnrýnt framboð Trump. Þar á meðal er Francois Hollande, forseti Frakklands, sem sagði að Trump léti fólk „vilja æla.“ Þá hefur mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna sagt hann ógn við alþjóðasamfélagið.Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump.Vísir/GettyBandaríkin fyrst Í samtali sínu við BBC sagði Conway að neikvætt viðhorf alþjóðasamfélagsins gagnvart Trump trufli hana en að það renni stoðum undir áherslur Trump að setja Bandaríkin í fyrsta sæti. Hún sagði að þegar Trump segir „Bandaríkin fyrst þá meinar hann það,“ og nefndi ástæður þess, að vilja stöðva útflutning á vinnuafli, sjá til þess að allir bandamenn landsins, þar á meðal NATO, borgi sinn hlut og að endursemja um verslunarsamninga sem komi illa út fyrir Bandaríkin.Sjá einnig:Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Conway brást einnig við ummælum Barack Obama Bandaríkjaforseta að Trump væri ekki treystandi fyrir aðgangi að kjarnorkubúri Bandaríkjamanna. Obama sagði á fundi í Flórída á sunnudag að ef Trump væri ekki treystandi fyrir Twitter aðgangi sínum ætti hann ekki að hafa stjórn á kjarnorkuvopnum landsins. Þá þvertók Conway fyrir þær fregnir að Trump fengi ekki að sjá um Twitter aðgang sinn og sagði að Clinton hefði sjálf ekki sannað að henni væri treystandi fyrir vopnunum og vísaði þá til hinna margumræddu tölvupósta Clinton og að hún hafi ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45
Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30
Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00
Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00