Heimsbyggðin bíður úrslitanna í ofvæni Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. nóvember 2016 06:45 Stuðningsmenn Trumps á kosningafundi í Virginíu þar sem stóryrðin gagnvart Hillary Clinton voru ekki spöruð frekar en venjulega. vísir/afp Bandarískir kjósendur taka í dag af skarið um það hvort þeirra Hillary Clinton eða Donalds Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna. Clinton yrði fyrsta konan sem gegnir þessu valdamikla embætti, en Trump gæti orðið til alls vís. Hillary Clinton og Donald Trump hafa síðustu daga bæði verið á miklum þeytingi á milli kosningafunda, í von um að næla sér í sem allra flest atkvæði á lokametrunum í þeim ríkjum þar sem óvissan er einna mest.Í gær kom Clinton fram á kosningafundi í Michigan, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu en Trump notaði síðasta daginn til að heimsækja fjögur af ríkjum Bandaríkjanna: Flórída, Norður-Karólínu, Pennsylvaníu og New Hampshire. Barack Obama forseti hefur einnig blandað sér í kosningabaráttuna til stuðnings Clinton og stefndi á að koma fram á síðasta kosningafundi hennar í Pennsylvaníu. „Við erum á góðri ferð,“ sagði Clinton og hét því að unna sér ekki hvíldar fyrr en síðasta atkvæðið hefur verið talið. Kosið verður í dag en skoðanakannanir sýna að afar mjótt er á mununum, þótt Clinton hafi haft nokkurra prósenta forskot fram á síðasta dag. Mikil óvissa ríkir um það hvort yfirlýsingar alríkislögreglunnar FBI muni hafa frekari áhrif á fylgi frambjóðendanna. Aðeins tveimur dögum fyrir kosningadag kom nýjasta yfirlýsingin frá James B. Comey, yfirmanni FBI, þar sem hann segist ekki sjá neina ástæðu til að rannsaka tölvupóst Clinton frekar. Aðeins viku fyrr hafði hann skýrt frá því að í tengslum við rannsókn á fyrrverandi eiginmanni helstu aðstoðarkonu hennar hafi fundist tölvupóstsamskipti við Clinton sem hugsanlega gæti þurft að rannsaka frekar. Sú yfirlýsing virtist hafa merkjanleg áhrif á skoðanakannanir. Sigurlíkur Donalds Trump jukust töluvert, ekki reyndar vegna þess að fylgi Clintons hafi dalað neitt heldur var það fylgi Trumps sem jókst nokkuð hratt. Demókratar reiddust mjög þessari yfirlýsingu og hafa sumir sakað FBI um að draga taum Trumps, en þegar nýjasta yfirlýsingin kom sagði Trump ekkert að marka FBI: „Hillary Clinton er sek. Hún veit það. FBI veit það,“ sagði hann og sakaði FBI um að vera á hennar bandi. Síðustu dagana hefur bilið á milli þeirra staðið nokkurn veginn í stað og verið í kringum tvö prósent, sem þýðir að ekki þarf mikið til þess að Trump hrósi sigri þótt Clinton hafi vissulega vinninginn enn þá. Mestar líkur standa til þess að Clinton hafi sigur á Trump, líklega frekar nauman, en hvorki er hægt að útiloka að Trump vinni nauman sigur á henni né að Clinton sigri þegar allt kemur til alls með miklum yfirburðum. Þessir tveir óvæntu möguleikar eru báðir í raun vel mögulegir, miðað við skoðanakannanir síðustu daga og vikna. Venjulega taka úrslitin að skýrast á miðvikudagsmorgni, en það gæti dregist verulega ef litlu munar í einhverjum ríkjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Stuðningsmenn Hillary Clintons á útifundi í Flórída á sunnudag þar sem Barack Obama forseti kom fram.vísir/afp Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Bandarískir kjósendur taka í dag af skarið um það hvort þeirra Hillary Clinton eða Donalds Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna. Clinton yrði fyrsta konan sem gegnir þessu valdamikla embætti, en Trump gæti orðið til alls vís. Hillary Clinton og Donald Trump hafa síðustu daga bæði verið á miklum þeytingi á milli kosningafunda, í von um að næla sér í sem allra flest atkvæði á lokametrunum í þeim ríkjum þar sem óvissan er einna mest.Í gær kom Clinton fram á kosningafundi í Michigan, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu en Trump notaði síðasta daginn til að heimsækja fjögur af ríkjum Bandaríkjanna: Flórída, Norður-Karólínu, Pennsylvaníu og New Hampshire. Barack Obama forseti hefur einnig blandað sér í kosningabaráttuna til stuðnings Clinton og stefndi á að koma fram á síðasta kosningafundi hennar í Pennsylvaníu. „Við erum á góðri ferð,“ sagði Clinton og hét því að unna sér ekki hvíldar fyrr en síðasta atkvæðið hefur verið talið. Kosið verður í dag en skoðanakannanir sýna að afar mjótt er á mununum, þótt Clinton hafi haft nokkurra prósenta forskot fram á síðasta dag. Mikil óvissa ríkir um það hvort yfirlýsingar alríkislögreglunnar FBI muni hafa frekari áhrif á fylgi frambjóðendanna. Aðeins tveimur dögum fyrir kosningadag kom nýjasta yfirlýsingin frá James B. Comey, yfirmanni FBI, þar sem hann segist ekki sjá neina ástæðu til að rannsaka tölvupóst Clinton frekar. Aðeins viku fyrr hafði hann skýrt frá því að í tengslum við rannsókn á fyrrverandi eiginmanni helstu aðstoðarkonu hennar hafi fundist tölvupóstsamskipti við Clinton sem hugsanlega gæti þurft að rannsaka frekar. Sú yfirlýsing virtist hafa merkjanleg áhrif á skoðanakannanir. Sigurlíkur Donalds Trump jukust töluvert, ekki reyndar vegna þess að fylgi Clintons hafi dalað neitt heldur var það fylgi Trumps sem jókst nokkuð hratt. Demókratar reiddust mjög þessari yfirlýsingu og hafa sumir sakað FBI um að draga taum Trumps, en þegar nýjasta yfirlýsingin kom sagði Trump ekkert að marka FBI: „Hillary Clinton er sek. Hún veit það. FBI veit það,“ sagði hann og sakaði FBI um að vera á hennar bandi. Síðustu dagana hefur bilið á milli þeirra staðið nokkurn veginn í stað og verið í kringum tvö prósent, sem þýðir að ekki þarf mikið til þess að Trump hrósi sigri þótt Clinton hafi vissulega vinninginn enn þá. Mestar líkur standa til þess að Clinton hafi sigur á Trump, líklega frekar nauman, en hvorki er hægt að útiloka að Trump vinni nauman sigur á henni né að Clinton sigri þegar allt kemur til alls með miklum yfirburðum. Þessir tveir óvæntu möguleikar eru báðir í raun vel mögulegir, miðað við skoðanakannanir síðustu daga og vikna. Venjulega taka úrslitin að skýrast á miðvikudagsmorgni, en það gæti dregist verulega ef litlu munar í einhverjum ríkjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Stuðningsmenn Hillary Clintons á útifundi í Flórída á sunnudag þar sem Barack Obama forseti kom fram.vísir/afp
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45
Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30
Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00