FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2016 12:00 James Comey, Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/Getty Rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, á meðhöndlun Hillary Clinton á tölvupóstum hefur leitt til vandræða innan stofnunarinnar og opinberað innri deilur starfsmanna. FBI hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála en tvær óljósar yfirlýsingar vegna árslangrar rannsóknar á Clinton hefur dregið stofnunina inn í stjórnmálin svo um munar. James Comey, yfirmaður FBI, tilkynnti í gær að eftir að hafa skoðað nýja tölvupósta myndi stofnunin ekki leggja til að Clinton yrði ákærð. Málið á sér langan aðdraganda. Nú í júlí lauk FBI um rannsókn á tölvupóstum Clinton með því að stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin.Sjá einnig: Tölvupóstar Clinton enn til trafala Repúblikanar sökuðu rannsakendur FBI um að hafa ekki staðið að nægjanlega ítarlegri rannsókn og sögðu að þeir hefðu getað gengið harðar fram við rannsóknina. Á sama tíma gagnrýndu demókratar FBI og Comey fyrir að hafa opinberað of miklar upplýsingar um rannsóknina og niðurstöðuna. Við tilkynningu sína sagði Comey að Clinton og starfsfólk hennar hefðu ekki brotið lög, en þau hefðu verið „einkar kærulaus“ varðandi meðhöndlun sína á tölvupóstum þegar hún var utanríkisráðherra sem innihéldu opinber gögn og möguleg ríkisleyndarmál. Demókratar hafa gagnrýnt Comey harðlega fyrir þau orð. Þau eru sögð hafa svert Clinton í augum kjósenda, án þess að hún hefði fengið tækifæri til að svara fyrir sig. Sjálfur sagði Comey að hann hefði opinberað gögnin svo öllum yrði ljóst að rannsóknin hefði verið framkvæmd réttilega og án áhrifa úr röðum stjórnmálamanna.Rannsóknin opnuð afturUndir lok október tilkynnti Comey þingmönnum að rannsóknin hefði verið opnuð aftur eftir að tölvupóstar fundust á tölvu fyrrum þingmannsins og eiginmanns aðstoðarkonu Clinton Antony Weiner. Í kjölfar yfirlýsingarinnar varð Comey fyrir gífurlegri gagnrýni frá demókrötum. Yfirlýsing hans til þingmanna var mjög óljós kom hún á einkar óhentugum tíma fyrir Clinton sem var þá með mikið forskot í skoðanakönnunum. Verulega hefur dregið úr forskoti hennar síðan þá. Sérfræðingar telja jafnvel mögulegt að Comey hafi brotið lög.Tim Kaine, varaforsetaefni Clinton, sagðist þó telja að Comey væri ekki að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Hins vegar væri ljóst að innan FBI væru aðilar sem væru að að reyna að hjálpa Donald Trump. Lekar þeirra hefðu ollið verulegum skaða á trúverðugleika stofnunarinnar. Nú í gær tilkynnti hann að búið væri að skoða þá pósta sneru að Clinton og upprunalegri ákvörðun FBI frá því í sumar yrði ekki breytt.Sjá einnig: Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstannaComey hefur verið harðlega gagnrýndur af repúblikönum fyrir hafa komist að ótímabærri niðurstöðu. Newt Gingrich, einn af ráðgjöfum Trump, segir að Comey hafi látið undan þrýstingi og tilkynnt eitthvað sem hann geti ómögulega vitað fyrir víst.Trump hefur einnig gagnrýnt niðurstöðuna og segir ljóst að ekki væri hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum. Það er satt að um 650 þúsund tölvupóstar hafi fundist í tölvu Weiner, en FBI skoðaði einungis þá sem komu frá eða voru sendir til Hillary Clinton. Hópur rannsóknarmanna vann í málinu dag og nótt og komust að því að FBI hafði skoðað póstana áður eða þeir voru af persónulegu tagi. Sama hvort Clinton eða Trump verður forseti Bandaríkjanna er ljóst að Comey á eftir að þurfa að vinna með forseta sem hefur ítrekað dregið störf FBI í efa eða forseta sem var til rannsóknar hjá stofnuninni til langs tíma. Þá er ljóst að hann á eftir að þurfa að útskýra ákvarðanir sínar fyrir þinginu í Bandaríkjunum. Þingmenn beggja flokka hafa þegar farið fram á að hann verði kallaður fyrir þingið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, á meðhöndlun Hillary Clinton á tölvupóstum hefur leitt til vandræða innan stofnunarinnar og opinberað innri deilur starfsmanna. FBI hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála en tvær óljósar yfirlýsingar vegna árslangrar rannsóknar á Clinton hefur dregið stofnunina inn í stjórnmálin svo um munar. James Comey, yfirmaður FBI, tilkynnti í gær að eftir að hafa skoðað nýja tölvupósta myndi stofnunin ekki leggja til að Clinton yrði ákærð. Málið á sér langan aðdraganda. Nú í júlí lauk FBI um rannsókn á tölvupóstum Clinton með því að stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin.Sjá einnig: Tölvupóstar Clinton enn til trafala Repúblikanar sökuðu rannsakendur FBI um að hafa ekki staðið að nægjanlega ítarlegri rannsókn og sögðu að þeir hefðu getað gengið harðar fram við rannsóknina. Á sama tíma gagnrýndu demókratar FBI og Comey fyrir að hafa opinberað of miklar upplýsingar um rannsóknina og niðurstöðuna. Við tilkynningu sína sagði Comey að Clinton og starfsfólk hennar hefðu ekki brotið lög, en þau hefðu verið „einkar kærulaus“ varðandi meðhöndlun sína á tölvupóstum þegar hún var utanríkisráðherra sem innihéldu opinber gögn og möguleg ríkisleyndarmál. Demókratar hafa gagnrýnt Comey harðlega fyrir þau orð. Þau eru sögð hafa svert Clinton í augum kjósenda, án þess að hún hefði fengið tækifæri til að svara fyrir sig. Sjálfur sagði Comey að hann hefði opinberað gögnin svo öllum yrði ljóst að rannsóknin hefði verið framkvæmd réttilega og án áhrifa úr röðum stjórnmálamanna.Rannsóknin opnuð afturUndir lok október tilkynnti Comey þingmönnum að rannsóknin hefði verið opnuð aftur eftir að tölvupóstar fundust á tölvu fyrrum þingmannsins og eiginmanns aðstoðarkonu Clinton Antony Weiner. Í kjölfar yfirlýsingarinnar varð Comey fyrir gífurlegri gagnrýni frá demókrötum. Yfirlýsing hans til þingmanna var mjög óljós kom hún á einkar óhentugum tíma fyrir Clinton sem var þá með mikið forskot í skoðanakönnunum. Verulega hefur dregið úr forskoti hennar síðan þá. Sérfræðingar telja jafnvel mögulegt að Comey hafi brotið lög.Tim Kaine, varaforsetaefni Clinton, sagðist þó telja að Comey væri ekki að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Hins vegar væri ljóst að innan FBI væru aðilar sem væru að að reyna að hjálpa Donald Trump. Lekar þeirra hefðu ollið verulegum skaða á trúverðugleika stofnunarinnar. Nú í gær tilkynnti hann að búið væri að skoða þá pósta sneru að Clinton og upprunalegri ákvörðun FBI frá því í sumar yrði ekki breytt.Sjá einnig: Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstannaComey hefur verið harðlega gagnrýndur af repúblikönum fyrir hafa komist að ótímabærri niðurstöðu. Newt Gingrich, einn af ráðgjöfum Trump, segir að Comey hafi látið undan þrýstingi og tilkynnt eitthvað sem hann geti ómögulega vitað fyrir víst.Trump hefur einnig gagnrýnt niðurstöðuna og segir ljóst að ekki væri hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum. Það er satt að um 650 þúsund tölvupóstar hafi fundist í tölvu Weiner, en FBI skoðaði einungis þá sem komu frá eða voru sendir til Hillary Clinton. Hópur rannsóknarmanna vann í málinu dag og nótt og komust að því að FBI hafði skoðað póstana áður eða þeir voru af persónulegu tagi. Sama hvort Clinton eða Trump verður forseti Bandaríkjanna er ljóst að Comey á eftir að þurfa að vinna með forseta sem hefur ítrekað dregið störf FBI í efa eða forseta sem var til rannsóknar hjá stofnuninni til langs tíma. Þá er ljóst að hann á eftir að þurfa að útskýra ákvarðanir sínar fyrir þinginu í Bandaríkjunum. Þingmenn beggja flokka hafa þegar farið fram á að hann verði kallaður fyrir þingið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00
Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent