Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Þórgnýr Einar albertsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Tónlistarkonan Katy Perry söng fyrir viðstadda á kosningafundi Hillary Clinton í Pennsylvaníuríki um helgina. Nordicphotos/AFP Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, lét húshjálp á heimili sínu prenta út tölvupósta sína sem sumir hverjir innihéldu leynilegar upplýsingar sem varða þjóðaröryggi. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greindu frá þessu í gær en ef satt reynist er það ólöglegt þar sem húshjálpin, Marina Santos, hafði ekki leyfi til að meðhöndla slíkar upplýsingar. Í tölvupóstum sem utanríkisráðuneytið gerði opinbera nýverið sést að Clinton bað einn helsta aðstoðarmann sinn, Huma Abedin, um að láta Santos prenta slík skjöl. „Biddu Marinu um að prenta út fyrir mig,“ skrifar Clinton í einum póstinum. Forskot Clinton á mótframbjóðanda hennar, Repúblikanann Donald Trump, hefur minnkað undanfarið eftir að James Comey alríkislögreglustjóri tilkynnti að rannsókn á tölvupóstamáli Clinton væri hafin á ný.Varðar þjóðaröryggi Málið snýst um að hún hafi notað einkapóstþjón í stað opinbers póstþjóns í starfi sínu sem utanríkisráðherra og í gegnum hann hafi farið gögn er varða þjóðaröryggi. Þá pósta sagði hún ekki vinnutengda en í ljós hefur komið að vinnutengdir póstar voru þar á meðal. Comey tilkynnti um lok rannsóknarinnar í sumar og mælti ekki með ákæru en ný gögn fundust fyrir rúmri viku. Þá ákvörðun stendur hann enn við en í gærkvöldi gaf hann út tilkynningu þess efnis að ekki ætti að ákæra Clinton. Gögnin fundust á tölvu Abedin og eiginmanns hennar, fyrrverandi þingmannsins Anthonys Weiner, við rannsókn á máli Weiners sem sakaður er um að senda 15 ára stúlku nektarmyndir. Fjölmiðlar hafa greint frá því að á tölvunni hafi fundist 650 þúsund tölvupóstar. Þar af þúsundir sem tengjast máli Clinton með beinum hætti.Forskot Clintons hefur minnkað undanfarið.Grafik/IngóTíðindin hafa jafnað leikinn í kosningabaráttunni. Alls hyggjast 46,6 prósent Bandaríkjamanna kjósa Demókratann Hillary Clinton þegar nýr forseti verður valinn á morgun. Hins vegar segjast 44,8 prósent ætla að kjósa Repúblikanann Donald Trump. Vegna þessa litla munar er ljóst að kjörsókn getur ráðið úrslitum. Fyrir um tveimur vikum hafði Clinton nærri tíu prósentustiga forskot samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman. Forskot Clinton jókst hratt eftir að upptaka birtist af Trump tala á niðrandi hátt um kvenfólk en hefur eins og áður segir hríðfallið. Clinton og Trump eru hins vegar á fullri ferð um þau ríki Bandaríkjanna þar sem munur mælist hve minnstur til að tryggja sér sigurinn. Kosningakerfið virkar þannig að hvert fylki hefur yfir að ráða ákveðið mörgum kjörmönnum, til dæmis eru 29 kjörmenn frá Flórída. Frambjóðandi þarf 270 kjörmenn til að tryggja sér sigurinn og fær sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í hverju ríki fyrir sig alla kjörmenn viðkomandi ríkis. Á meðal helstu baráttufylkja nú eru Nevada, Flórída, Michigan, Pennsylvanía og Norður-Karólína. Frambjóðendur heimsækja nú þessi helstu fylki. Til að mynda hélt Trump fimm kosningafundi í fimm ríkjum í gær og Clinton einn. Í dag mun Trump koma fram á fimm kosningafundum í fimm ríkjum en Clinton tveimur í tveimur ríkjum. Auk þess mun Barack Obama Bandaríkjaforseti halda tvo kosningafundi fyrir Clinton.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, lét húshjálp á heimili sínu prenta út tölvupósta sína sem sumir hverjir innihéldu leynilegar upplýsingar sem varða þjóðaröryggi. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greindu frá þessu í gær en ef satt reynist er það ólöglegt þar sem húshjálpin, Marina Santos, hafði ekki leyfi til að meðhöndla slíkar upplýsingar. Í tölvupóstum sem utanríkisráðuneytið gerði opinbera nýverið sést að Clinton bað einn helsta aðstoðarmann sinn, Huma Abedin, um að láta Santos prenta slík skjöl. „Biddu Marinu um að prenta út fyrir mig,“ skrifar Clinton í einum póstinum. Forskot Clinton á mótframbjóðanda hennar, Repúblikanann Donald Trump, hefur minnkað undanfarið eftir að James Comey alríkislögreglustjóri tilkynnti að rannsókn á tölvupóstamáli Clinton væri hafin á ný.Varðar þjóðaröryggi Málið snýst um að hún hafi notað einkapóstþjón í stað opinbers póstþjóns í starfi sínu sem utanríkisráðherra og í gegnum hann hafi farið gögn er varða þjóðaröryggi. Þá pósta sagði hún ekki vinnutengda en í ljós hefur komið að vinnutengdir póstar voru þar á meðal. Comey tilkynnti um lok rannsóknarinnar í sumar og mælti ekki með ákæru en ný gögn fundust fyrir rúmri viku. Þá ákvörðun stendur hann enn við en í gærkvöldi gaf hann út tilkynningu þess efnis að ekki ætti að ákæra Clinton. Gögnin fundust á tölvu Abedin og eiginmanns hennar, fyrrverandi þingmannsins Anthonys Weiner, við rannsókn á máli Weiners sem sakaður er um að senda 15 ára stúlku nektarmyndir. Fjölmiðlar hafa greint frá því að á tölvunni hafi fundist 650 þúsund tölvupóstar. Þar af þúsundir sem tengjast máli Clinton með beinum hætti.Forskot Clintons hefur minnkað undanfarið.Grafik/IngóTíðindin hafa jafnað leikinn í kosningabaráttunni. Alls hyggjast 46,6 prósent Bandaríkjamanna kjósa Demókratann Hillary Clinton þegar nýr forseti verður valinn á morgun. Hins vegar segjast 44,8 prósent ætla að kjósa Repúblikanann Donald Trump. Vegna þessa litla munar er ljóst að kjörsókn getur ráðið úrslitum. Fyrir um tveimur vikum hafði Clinton nærri tíu prósentustiga forskot samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman. Forskot Clinton jókst hratt eftir að upptaka birtist af Trump tala á niðrandi hátt um kvenfólk en hefur eins og áður segir hríðfallið. Clinton og Trump eru hins vegar á fullri ferð um þau ríki Bandaríkjanna þar sem munur mælist hve minnstur til að tryggja sér sigurinn. Kosningakerfið virkar þannig að hvert fylki hefur yfir að ráða ákveðið mörgum kjörmönnum, til dæmis eru 29 kjörmenn frá Flórída. Frambjóðandi þarf 270 kjörmenn til að tryggja sér sigurinn og fær sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í hverju ríki fyrir sig alla kjörmenn viðkomandi ríkis. Á meðal helstu baráttufylkja nú eru Nevada, Flórída, Michigan, Pennsylvanía og Norður-Karólína. Frambjóðendur heimsækja nú þessi helstu fylki. Til að mynda hélt Trump fimm kosningafundi í fimm ríkjum í gær og Clinton einn. Í dag mun Trump koma fram á fimm kosningafundum í fimm ríkjum en Clinton tveimur í tveimur ríkjum. Auk þess mun Barack Obama Bandaríkjaforseti halda tvo kosningafundi fyrir Clinton.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira