Dósent í stjórnmálafræði: Í hendi Benedikts hvort það verður mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 17:45 Dósent í stjórnmálafræði segir formann Viðreisnar í lykilstöðu í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. vísir Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar í sterkustu stöðunni varðandi komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir að þó að það séu vissulega breyttir tímar í pólitíkinni þá sé það enn eins og svo gjarnan áður að miðjuflokkur sé í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn. „Þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hér á árum áður verið stór þá var hann ekki í þeirri stöðu að geta myndað ríkisstjórn einn heldur þurfti hann að fara með Framsókn eða Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn rann svo inn í Samfylkinguna sem í langan tíma var mótfallin því að vera í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn allt þar til að hún sá fram á að hún kæmist ekki í stjórn eftir öðrum leiðum því VG var ekki nógu stór á þeim tíma,“ segir Stefanía í samtali við Vísi.Megi gera ráð fyrir að ESB sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn Hún nefnir að Viðreisn hafi byrjað sem klofningur frá Sjálfstæðisflokknum, um eitt tiltekið málefni, það er áframhald viðræðna við ESB og vísar í loforð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 um að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Þannig að það má gera ráð fyrir því að þetta sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn, það er að vita hvort að það sé eitthvað framhaldslíf í þessari ESB-umsókn, og svo eitthvað takmarkað uppboð á aflaheimildum en ég held að það sé ekki neitt sem Sjálfstæðisflokkurinn sé spenntur fyrir. Þannig að ég býst við að nú taki við einhvers konar biðleikur,“ segir Stefanía. Þá bendir hún á að Benedikt geti síðan líka snúið sér til vinstri. Ef að Píratar og Samfylkingin færu ekki inn í slíka stjórn þá yrði um einhvers konar minnihlutastjórn að ræða með stuðningi þeirra en Stefanía bendir á að með sinn þingstyrk gætu Píratar haft slíka stjórn algerlega í hendi sér og stjórnað því hvaða mál færu í gegn og hvaða mál ekki.Afskrifar ekki að Bjarni geti myndað ríkisstjórn „En Benedikt er þarna á miðjunni og það er dálítið í hans hendi hvort það verði mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri.“ Stefanía afskrifar það ekki að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn og bendir á að sterkur meirihluti sé ekki endilega ávísun á það að ríkisstjórn lifi kjörtímabilið af. Í því samhengi bendir hún á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sem hafði ríflegan meirihluta á þingi en hrökklaðist frá í hruninu. Hún segir að staðan muni að öllum líkindum skýrast um helgina eða rétt eftir helgi. „Þá kemur í ljós hvort að einhverjir taka boði Bjarna um að hefja viðræður og ef að það fara formlegar viðræður í gang þá gæti alveg tekið einhvern tíma að ganga frá stjórnarsáttmálanum,“ segir Stefanía. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar í sterkustu stöðunni varðandi komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir að þó að það séu vissulega breyttir tímar í pólitíkinni þá sé það enn eins og svo gjarnan áður að miðjuflokkur sé í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn. „Þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hér á árum áður verið stór þá var hann ekki í þeirri stöðu að geta myndað ríkisstjórn einn heldur þurfti hann að fara með Framsókn eða Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn rann svo inn í Samfylkinguna sem í langan tíma var mótfallin því að vera í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn allt þar til að hún sá fram á að hún kæmist ekki í stjórn eftir öðrum leiðum því VG var ekki nógu stór á þeim tíma,“ segir Stefanía í samtali við Vísi.Megi gera ráð fyrir að ESB sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn Hún nefnir að Viðreisn hafi byrjað sem klofningur frá Sjálfstæðisflokknum, um eitt tiltekið málefni, það er áframhald viðræðna við ESB og vísar í loforð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 um að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Þannig að það má gera ráð fyrir því að þetta sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn, það er að vita hvort að það sé eitthvað framhaldslíf í þessari ESB-umsókn, og svo eitthvað takmarkað uppboð á aflaheimildum en ég held að það sé ekki neitt sem Sjálfstæðisflokkurinn sé spenntur fyrir. Þannig að ég býst við að nú taki við einhvers konar biðleikur,“ segir Stefanía. Þá bendir hún á að Benedikt geti síðan líka snúið sér til vinstri. Ef að Píratar og Samfylkingin færu ekki inn í slíka stjórn þá yrði um einhvers konar minnihlutastjórn að ræða með stuðningi þeirra en Stefanía bendir á að með sinn þingstyrk gætu Píratar haft slíka stjórn algerlega í hendi sér og stjórnað því hvaða mál færu í gegn og hvaða mál ekki.Afskrifar ekki að Bjarni geti myndað ríkisstjórn „En Benedikt er þarna á miðjunni og það er dálítið í hans hendi hvort það verði mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri.“ Stefanía afskrifar það ekki að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn og bendir á að sterkur meirihluti sé ekki endilega ávísun á það að ríkisstjórn lifi kjörtímabilið af. Í því samhengi bendir hún á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sem hafði ríflegan meirihluta á þingi en hrökklaðist frá í hruninu. Hún segir að staðan muni að öllum líkindum skýrast um helgina eða rétt eftir helgi. „Þá kemur í ljós hvort að einhverjir taka boði Bjarna um að hefja viðræður og ef að það fara formlegar viðræður í gang þá gæti alveg tekið einhvern tíma að ganga frá stjórnarsáttmálanum,“ segir Stefanía.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16
Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44
Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?