Vill hefja stjórnarmyndunarviðræður í næstu viku Höskuldur Kári Schram skrifar 3. nóvember 2016 19:12 Bjarni Benediktsson fundaði með forystumönnum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar í Ráðherrabústaðnum í dag. Fundur Bjarna með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, stóð í tvær klukkustundir og einnig fundur hans með formönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni fundaði með forystumönnum Pírata í rúma klukkustund en fundur hans með Loga Einarssyni formanni Samfylkingar tók hálftíma. „Þessi dagur var ágætur til þess að spjalla við forystu allra flokka um stöðuna. Mér fannst mikið gagn af því fyrir mig upp á framhaldið. Ég er enn vongóður um að það sé hægt að mynda hér sterka ríkisstjórn en við höfum ekki hafið stjórnarmyndunarviðræður við neinn,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum fundarhöldum í dag. „Við höfum átt mest málefnalegar viðræður við Framsóknarflokkinn í fyrsta lagi, Viðreisn og Bjarta framtíð í öðru lagi og Vinstri græna í þriðja lagi. Auðvitað er það ljóst í viðræðum við Vinstri græna að það ber langmest í milli. En ég hef verið að velta því upp hvort að þau atriði þar sem mest ber í milli séu þau mál sem helst verði á dagskrá á næstu árum. Það er ekki endilega augljóst,“ segir Bjarni. Hann er vongóður um að hægt verði að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í byrjun næstu viku. „Ég ætla að gera forseta Íslands grein fyrir því hver staðan er. Ég mun ræða málin við þingflokkinn. Ég verð að gefa mér einhverja daga kannski helgina aðeins til þess að hugsa. Mögulega eiga einhver samtöl. Svo eftir helgi væri þá orðið tímabært að láta reyna á það hvort menn vilja taka samtalið eitthvað lengra. Þá á enn eftir að taka málefnalega ágreininginn allan og slípa það niður og sjá hvort eitthvað gott kemur út úr því,“ segir Bjarni. Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fundaði með forystumönnum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar í Ráðherrabústaðnum í dag. Fundur Bjarna með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, stóð í tvær klukkustundir og einnig fundur hans með formönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni fundaði með forystumönnum Pírata í rúma klukkustund en fundur hans með Loga Einarssyni formanni Samfylkingar tók hálftíma. „Þessi dagur var ágætur til þess að spjalla við forystu allra flokka um stöðuna. Mér fannst mikið gagn af því fyrir mig upp á framhaldið. Ég er enn vongóður um að það sé hægt að mynda hér sterka ríkisstjórn en við höfum ekki hafið stjórnarmyndunarviðræður við neinn,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum fundarhöldum í dag. „Við höfum átt mest málefnalegar viðræður við Framsóknarflokkinn í fyrsta lagi, Viðreisn og Bjarta framtíð í öðru lagi og Vinstri græna í þriðja lagi. Auðvitað er það ljóst í viðræðum við Vinstri græna að það ber langmest í milli. En ég hef verið að velta því upp hvort að þau atriði þar sem mest ber í milli séu þau mál sem helst verði á dagskrá á næstu árum. Það er ekki endilega augljóst,“ segir Bjarni. Hann er vongóður um að hægt verði að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í byrjun næstu viku. „Ég ætla að gera forseta Íslands grein fyrir því hver staðan er. Ég mun ræða málin við þingflokkinn. Ég verð að gefa mér einhverja daga kannski helgina aðeins til þess að hugsa. Mögulega eiga einhver samtöl. Svo eftir helgi væri þá orðið tímabært að láta reyna á það hvort menn vilja taka samtalið eitthvað lengra. Þá á enn eftir að taka málefnalega ágreininginn allan og slípa það niður og sjá hvort eitthvað gott kemur út úr því,“ segir Bjarni.
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?