Jon Stewart: „Enginn spurði Trump hvað gerir Bandaríkin frábær“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 16:41 Margir söknuðu Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna Vísir/Skjáskot Fyrrum spjallþáttastjórnandin Jon Stewart virðist, ótrúlegt en satt, vera hinn rólegasti yfir kjöri Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Jon Stewart stýrði spjallþættinum The Daily Show um árabil en lagðist í helgan stein á síðasta ári. Margir söknuðu raddar Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna. Stewart var í viðtali hjá Charlie Rose á CBS á dögunum. „Ég trúi ekki að við séum í grundvallaratriðum önnur þjóð í dag en fyrir tveimur vikum. Sama þjóð kaus Donald Trump og Barack Obama. Þessar kosningar eru frá mínum bæjardyrum séð bara framhald af lengra samtali sem við höfum staðið í frá því að landið var stofnað sem er: Hvað erum við?“ sagði Stewart.Hvað gerir Bandaríkin frábær? Hann sagðist undrast að enginn hefði krufið aðal slagorð Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“ (e: Make America great again). „Eitt af því sem mér fannst skrítið við þessar kosningar, og kannski fór það bara fram hjá mér, er að enginn spurði Donald Trump hvað gerir Bandaríkin frábær,“ sagði Stewart. „Hver er mælikvarðinn? Frá því sem ég hef heyrt hann segja virðist mælikvarðinn vera einhverskonar keppni. Og ég held að margir myndu segja að það sem gerir okkur frábært er að Bandaríkin eru einsdæmi í heiminum“ Trump útskýrði það raunar í viðtali við The New York Times í mars síðastliðnum hvað hann meinti með slagorðinu. Þá sagði hann að gullöld Bandaríkjanna hefði verið fimmti og sjötti áratugur síðustu aldar. Hann taldi að þá hefðu Bandaríkin ekki „látið ráðskast með sig.“Trump afneitun á Repúblikönum Stewart sagði jafnframt að sigur Trump væri ekki áfellisdómur á Demókrata, heldur einnig á Repúblikana. „Sigur Trump er ekki bara viðbragð við Demókrötum, heldur líka við Repúblikönum. Hann er ekki Repúblikani. Hann er afneitun á Repúblikönum. En þeir munu samt sem áður njóta ávaxtanna.“Brot úr viðtalinu við Stewart má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Fyrrum spjallþáttastjórnandin Jon Stewart virðist, ótrúlegt en satt, vera hinn rólegasti yfir kjöri Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Jon Stewart stýrði spjallþættinum The Daily Show um árabil en lagðist í helgan stein á síðasta ári. Margir söknuðu raddar Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna. Stewart var í viðtali hjá Charlie Rose á CBS á dögunum. „Ég trúi ekki að við séum í grundvallaratriðum önnur þjóð í dag en fyrir tveimur vikum. Sama þjóð kaus Donald Trump og Barack Obama. Þessar kosningar eru frá mínum bæjardyrum séð bara framhald af lengra samtali sem við höfum staðið í frá því að landið var stofnað sem er: Hvað erum við?“ sagði Stewart.Hvað gerir Bandaríkin frábær? Hann sagðist undrast að enginn hefði krufið aðal slagorð Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“ (e: Make America great again). „Eitt af því sem mér fannst skrítið við þessar kosningar, og kannski fór það bara fram hjá mér, er að enginn spurði Donald Trump hvað gerir Bandaríkin frábær,“ sagði Stewart. „Hver er mælikvarðinn? Frá því sem ég hef heyrt hann segja virðist mælikvarðinn vera einhverskonar keppni. Og ég held að margir myndu segja að það sem gerir okkur frábært er að Bandaríkin eru einsdæmi í heiminum“ Trump útskýrði það raunar í viðtali við The New York Times í mars síðastliðnum hvað hann meinti með slagorðinu. Þá sagði hann að gullöld Bandaríkjanna hefði verið fimmti og sjötti áratugur síðustu aldar. Hann taldi að þá hefðu Bandaríkin ekki „látið ráðskast með sig.“Trump afneitun á Repúblikönum Stewart sagði jafnframt að sigur Trump væri ekki áfellisdómur á Demókrata, heldur einnig á Repúblikana. „Sigur Trump er ekki bara viðbragð við Demókrötum, heldur líka við Repúblikönum. Hann er ekki Repúblikani. Hann er afneitun á Repúblikönum. En þeir munu samt sem áður njóta ávaxtanna.“Brot úr viðtalinu við Stewart má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira