„Trumpbólga“ er yfirvofandi Lars Christensen skrifar 16. nóvember 2016 16:30 Fyrir tveimur vikum skrifaði ég í þessum dálki að ég teldi að við værum loksins farin að sjá heiminn fjarlægjast verðhjöðnunargildruna, en ég hef lagt áherslu á að ég byggist ekki við að verðbólga færi yfir tvö prósent í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu í náinni framtíð. Það var hins vegar áður en Donald Trump vann óvæntan sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðustu viku. Með Trump sem forseta Bandaríkjanna mun verðbólgan stefna hærra. Næstum öll stefnumál Donalds Trump munu ýta upp verðlagi í Bandaríkjunum – bæði frá framboðshliðinni (kostnaður) og frá eftirspurnarhliðinni. Ef við byrjum á framboðshliðinni þá munu fyrirætlanir Trumps um að herða innflytjendastefnuna, og jafnvel reka ólöglega innflytjendur úr landi, örugglega leiða til hækkunarþrýstings hvað launakostnað varðar. Auk þess mun afstaða Trumps til verndartolla hækka innflutningsverð. Sem betur fer virðist ekki vera meirihluti fyrir því að koma öllum stefnumálum Trumps hvað varðar innflytjendur og verndartolla í gegnum þingið en honum mun sennilega takast að koma einhverjum þeirra í gegn. Hvað eftirspurnarhliðina varðar hefur Trump sagst vilja „tvöfalda hagvöxt“ – við aðstæður þar sem vöxtur vergrar landsframleiðslu að raunvirði er sennilega nú þegar farinn að nálgast mögulegan vöxt. Hann hyggst auka hagvöxt með því sem best verður lýst sem gamaldags stefnu Keynes – miklum vanfjármögnuðum skattalækkunum og umfangsmiklum fjárfestingum í innviðum. Þetta mun örugglega auka heildareftirspurn í bandaríska hagkerfinu, en aðeins ef seðlabankinn spilar með, og miðað við viðbrögð markaðarins – mun hærri ávöxtun skuldabréfa og hærri verðbólguvæntingar markaðarins – þá er líklegt að seðlabankinn geri þetta að minnsta kosti að vissu marki. Raunar hafa nokkrir háttsettir embættismenn hjá Seðlabankanum kallað eftir fjármálastefnu stjórnvalda til að „styðja“ peningamálastefnu sem þrýstir verðbólgu upp í tveggja prósenta viðmið seðlabankans en á sama tíma að gera það mögulegt að hækka vexti. Janet Yellen seðlabankastjóri hefur jafnvel talað um að skapa „háþrýstingshagkerfi“ um tíma til að fá ónýttar auðlindir – sérstaklega þá sem hafa verið atvinnulausir til lengri tíma – aftur inn í bandaríska hagkerfið. Yellen hefur því – fyrir fram – í raun sagt að hún myndi sætta sig við það ef mikil fjárhagsleg örvun myndi um tíma valda því að verðbólgan færi upp fyrir tveggja prósenta markmið Seðlabankans. Að því sögðu gæti mikil eða langvarandi verðbólga yfir tveggja prósenta markmiðinu auðveldlega farið úr böndunum og það er því mjög líklegt að seðlabankinn þyrfti að stíga á bremsurnar – kannski jafnvel mjög harkalega. Þetta gæti orðið vettvangur átaka á milli Seðlabankans og ríkisstjórnar Trumps. Seðlabankinn myndi sennilega reyna að hemja verðbólguna með miklum vaxtahækkunum en Trump-stjórnin yrði því mótfallin þar sem Trump hefur lofað að auka hagvöxt og „skapa milljónir starfa“. Í þessu sambandi skal bent á að ráðningartími Yellen rennur út 2018 og að Trump sagði í kosningabaráttunni að hann vildi fá annan í stað Yellen þrátt fyrir að það sé löng hefð fyrir því að endurráða sitjandi seðlabankastjóra. Þetta, ásamt hugsanlegum deilum um framkvæmd peningastefnunnar, gæti vissulega skapað ástæðulausan óstöðugleika á mörkuðunum 2017 og 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Fyrir tveimur vikum skrifaði ég í þessum dálki að ég teldi að við værum loksins farin að sjá heiminn fjarlægjast verðhjöðnunargildruna, en ég hef lagt áherslu á að ég byggist ekki við að verðbólga færi yfir tvö prósent í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu í náinni framtíð. Það var hins vegar áður en Donald Trump vann óvæntan sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðustu viku. Með Trump sem forseta Bandaríkjanna mun verðbólgan stefna hærra. Næstum öll stefnumál Donalds Trump munu ýta upp verðlagi í Bandaríkjunum – bæði frá framboðshliðinni (kostnaður) og frá eftirspurnarhliðinni. Ef við byrjum á framboðshliðinni þá munu fyrirætlanir Trumps um að herða innflytjendastefnuna, og jafnvel reka ólöglega innflytjendur úr landi, örugglega leiða til hækkunarþrýstings hvað launakostnað varðar. Auk þess mun afstaða Trumps til verndartolla hækka innflutningsverð. Sem betur fer virðist ekki vera meirihluti fyrir því að koma öllum stefnumálum Trumps hvað varðar innflytjendur og verndartolla í gegnum þingið en honum mun sennilega takast að koma einhverjum þeirra í gegn. Hvað eftirspurnarhliðina varðar hefur Trump sagst vilja „tvöfalda hagvöxt“ – við aðstæður þar sem vöxtur vergrar landsframleiðslu að raunvirði er sennilega nú þegar farinn að nálgast mögulegan vöxt. Hann hyggst auka hagvöxt með því sem best verður lýst sem gamaldags stefnu Keynes – miklum vanfjármögnuðum skattalækkunum og umfangsmiklum fjárfestingum í innviðum. Þetta mun örugglega auka heildareftirspurn í bandaríska hagkerfinu, en aðeins ef seðlabankinn spilar með, og miðað við viðbrögð markaðarins – mun hærri ávöxtun skuldabréfa og hærri verðbólguvæntingar markaðarins – þá er líklegt að seðlabankinn geri þetta að minnsta kosti að vissu marki. Raunar hafa nokkrir háttsettir embættismenn hjá Seðlabankanum kallað eftir fjármálastefnu stjórnvalda til að „styðja“ peningamálastefnu sem þrýstir verðbólgu upp í tveggja prósenta viðmið seðlabankans en á sama tíma að gera það mögulegt að hækka vexti. Janet Yellen seðlabankastjóri hefur jafnvel talað um að skapa „háþrýstingshagkerfi“ um tíma til að fá ónýttar auðlindir – sérstaklega þá sem hafa verið atvinnulausir til lengri tíma – aftur inn í bandaríska hagkerfið. Yellen hefur því – fyrir fram – í raun sagt að hún myndi sætta sig við það ef mikil fjárhagsleg örvun myndi um tíma valda því að verðbólgan færi upp fyrir tveggja prósenta markmið Seðlabankans. Að því sögðu gæti mikil eða langvarandi verðbólga yfir tveggja prósenta markmiðinu auðveldlega farið úr böndunum og það er því mjög líklegt að seðlabankinn þyrfti að stíga á bremsurnar – kannski jafnvel mjög harkalega. Þetta gæti orðið vettvangur átaka á milli Seðlabankans og ríkisstjórnar Trumps. Seðlabankinn myndi sennilega reyna að hemja verðbólguna með miklum vaxtahækkunum en Trump-stjórnin yrði því mótfallin þar sem Trump hefur lofað að auka hagvöxt og „skapa milljónir starfa“. Í þessu sambandi skal bent á að ráðningartími Yellen rennur út 2018 og að Trump sagði í kosningabaráttunni að hann vildi fá annan í stað Yellen þrátt fyrir að það sé löng hefð fyrir því að endurráða sitjandi seðlabankastjóra. Þetta, ásamt hugsanlegum deilum um framkvæmd peningastefnunnar, gæti vissulega skapað ástæðulausan óstöðugleika á mörkuðunum 2017 og 2018.