Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2016 14:51 Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það hafi hvergi komið til tals að setja lög á verkfall sjómanna sem skall á í gær. Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. Verkfall sjómanna, sem nær til um 3.500 sjómanna, hófst klukkan 23 í gær eftir að upp úr slitnaði í samningaviðræðum sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Formaður Sjómannafélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að engin lausn væri í sjónmáli. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað deiluaðila að samningsborðinu á ný. Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár og fóru síðast í verkfall árið 2001. Eftir að verkfallið hafði staðið yfir í sjö vikur greip ríkið inn í deiluna með lagasetningu. Fór kjaradeilan að lokum fyrir gerðardóm. „Ég hugsa að menn fari ekki í að setja lög á þetta verkfall eins og staðan er í dag. Það yrði þá að vera algjör sátt um slíkt og það hefur hreinlega hvergi verið rætt. Þetta hefur bara ekki komið upp á borðið,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi aðspurður hvort að rætt hafi verið um að setja lög á verkfallið.Sjá einnig: Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Sátt náðist í viðræðum á milli deiluaðila um ýmis deilumál á borð við fiskverð, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti en strandaði að lokum á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. Sjómenn segja að of langt hafi verið gengið í fækkun sjómanna á undanförnum árum. Gunnar Bragi segist vonast til þess að deiluaðilar ræði áfram saman, það sé ekki gott þegar einn helsti atvinnuvegur þjóðarinn stöðvist af völdum verkfalls. „Við vonumst til þess að menn haldi áfram að tala saman og finna lausn sem að hentar báðum. Það er aldrei gott þegar einhver fer í verkfall, sérstaklega þegar um er að ræða einn af okkar stærstu atvinnuvegum.“ Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það hafi hvergi komið til tals að setja lög á verkfall sjómanna sem skall á í gær. Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. Verkfall sjómanna, sem nær til um 3.500 sjómanna, hófst klukkan 23 í gær eftir að upp úr slitnaði í samningaviðræðum sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Formaður Sjómannafélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að engin lausn væri í sjónmáli. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað deiluaðila að samningsborðinu á ný. Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár og fóru síðast í verkfall árið 2001. Eftir að verkfallið hafði staðið yfir í sjö vikur greip ríkið inn í deiluna með lagasetningu. Fór kjaradeilan að lokum fyrir gerðardóm. „Ég hugsa að menn fari ekki í að setja lög á þetta verkfall eins og staðan er í dag. Það yrði þá að vera algjör sátt um slíkt og það hefur hreinlega hvergi verið rætt. Þetta hefur bara ekki komið upp á borðið,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi aðspurður hvort að rætt hafi verið um að setja lög á verkfallið.Sjá einnig: Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Sátt náðist í viðræðum á milli deiluaðila um ýmis deilumál á borð við fiskverð, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti en strandaði að lokum á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. Sjómenn segja að of langt hafi verið gengið í fækkun sjómanna á undanförnum árum. Gunnar Bragi segist vonast til þess að deiluaðilar ræði áfram saman, það sé ekki gott þegar einn helsti atvinnuvegur þjóðarinn stöðvist af völdum verkfalls. „Við vonumst til þess að menn haldi áfram að tala saman og finna lausn sem að hentar báðum. Það er aldrei gott þegar einhver fer í verkfall, sérstaklega þegar um er að ræða einn af okkar stærstu atvinnuvegum.“
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48
Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30