„Endurtalningin er bara leið fyrir Jill Stein, sem fékk minna en eitt prósent atkvæða, til að fylla á peningakistil sinn. Mikill hluti peningana sem hún hefur safnað mun aldrei verið notaður í þessa fáránlegu endurtalningu.” Segir Trump í tilkynningu vegna málsins enn CNN greinir frá þessu.
Greint var frá því á Vísi í gær að Wisconsin fylki í Bandaríkjunum undirbyggi nú endurtalningu allra atkvæða í fylkinu vegna mögulegs kosningasvindls. Stefnt er á að hefja endurtalninguna í næstu viku. Það var Jill Stein, frambjóðandi Græningja í forsetakosningunum, sem sendi beiðnina en hún hefur einnig lagt það til að atkvæði frá Michigan og Pensilvaníu verði endurtalin.
Stein hefur nú þegar tekist að afla 5,6 milljónum bandaríkjadala en það dugar til endurtalningar í Wisconsin og Pensilvaníu. Enn vantar um það bil 2 milljónir bandaríkjadala upp á til að hægt sé að telja aftur í Michigan að auki. Kosningateymi Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, hefur gefið það út að það sé hlynnt endurtalningunni.
The Green Party scam to fill up their coffers by asking for impossible recounts is now being joined by the badly defeated & demoralized Dems
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016