Misráðnar umbætur - Opið bréf til borgarstjóra Grasrót kennara skrifar 21. nóvember 2016 06:30 Opið bréf til Dags B. Eggertssonar, Reykjavík, 20. nóvember 2016 Ágæti Dagur. Í vikupósti þínum þann 18. nóvember víkur þú máli þínu að ástandinu í grunnskólunum enda ekki auðvelt að komast hjá því eftir atburði liðinnar viku. Við fögnum því að þér sé ljóst hversu alvarleg staðan er, en jafnframt vekja eftirfarandi orð þín okkur nokkrar áhyggjur: „Ég legg áherslu á að nýr samningur verði liður í heildstæðri umbótaáætlun sem mótuð verði í samstarfi við kennara og annað fagfólk skólasamfélagsins, auk þess að bæta kjörin.“ Okkur langar að benda þér á að það er ekki hluti af kjörum kennara eða samningum þeirra að vinna að „heildstæðri umbótaáætlun“ fyrir skólana. Ein af ástæðunum fyrir því að staðan er komin í þann hnút sem raun ber vitni er að allt of oft hafa svokallaðar umbætur og/eða skipulagsbreytingar í skólunum verið fléttaðar saman við kjör kennara. Oftar en ekki hafa þessar skipulagsbreytingar verið illa hugsaðar og misráðnar, auk þess sem upptök þeirra virðast oftast liggja hjá samninganefnd sveitarfélaganna, en í gegnum tíðina hefur það virst aðaláhersla nefndarinnar þegar störf kennara og kjör eru annars vegar að troða skólastarfinu í Excel-skjalið sitt og láta kennara svo í raun greiða fyrir umbæturnar með meiri vinnu og smánarlegum launahækkunum sem oftast eru keyptar dýru verði af okkur kennurum sjálfum. Það að blanda „heildstæðri umbótaáætlun“ inn í þær viðræður sem nú eru í gangi er í besta falli misráðið og mjög líklega það sem mun koma í veg fyrir að samningar náist, ef áherslur samninganefndar sveitarfélaga liggja þar, enn eina ferðina. Öll börn eiga rétt á sömu menntun óháð efnahag og öðrum aðstæðum foreldra sinna, við getum öll verið sammála um það. En það er mikill munur á því hvort öll börn eigi rétt á „góðri menntun“ eða hvort alltaf eigi að miða við lægsta samnefnara þannig að enginn fái það sem er gott. Þið sem berið ábyrgð á skólunum verðið að átta ykkur á því að kennarar ætla ekki lengur að bera bæði ábyrgðina og kostnaðinn af því að dæmið gangi upp. Við munum aldrei aftur samþykkja breytingar á samningum sem eru gerðar í því skyni að þið fáið sem mest fyrir sem minnst eða jafnvel allt fyrir ekkert. Sá tími er endanlega liðinn. Kennarar hafa sýnt mikið langlundargeð en núna er það á þrotum. Við vitum ekki hvað er að gerast hjá samninganefndunum en innlegg þitt um „heildstæða umbótaáætlun“ er ekki til að vekja hjá okkur bjartsýni. Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær. Þú ert einn af þeim sem bera ábyrgð á því að það gerist. Enn er hugsanlega hægt að bæta þann skaða sem þegar er skeður en eftir þessa lotu er ekki víst að það verði lengur hægt. Á það að gerast á þinni vakt?Fyrir hönd grasrótar kennara,Ágúst Tómasson, VogaskólaÁsthildur Lóa Þórsdóttir, ÁrbæjarskólaBjarni Þórður Halldórsson, KlettaskólaEdda Sigrún Guðmundsdóttir, SelásskólaErla Karlsdóttir, ÁrbæjarskólaHlíf Magnúsdóttir, SelásskólaJóhanna Kristín Óskarsdóttir, SelásskólaRannveig Þorvaldsdóttir, ÁrbæjarskólaÞorgerður L. Diðriksdóttir, Grandaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Opið bréf til Dags B. Eggertssonar, Reykjavík, 20. nóvember 2016 Ágæti Dagur. Í vikupósti þínum þann 18. nóvember víkur þú máli þínu að ástandinu í grunnskólunum enda ekki auðvelt að komast hjá því eftir atburði liðinnar viku. Við fögnum því að þér sé ljóst hversu alvarleg staðan er, en jafnframt vekja eftirfarandi orð þín okkur nokkrar áhyggjur: „Ég legg áherslu á að nýr samningur verði liður í heildstæðri umbótaáætlun sem mótuð verði í samstarfi við kennara og annað fagfólk skólasamfélagsins, auk þess að bæta kjörin.“ Okkur langar að benda þér á að það er ekki hluti af kjörum kennara eða samningum þeirra að vinna að „heildstæðri umbótaáætlun“ fyrir skólana. Ein af ástæðunum fyrir því að staðan er komin í þann hnút sem raun ber vitni er að allt of oft hafa svokallaðar umbætur og/eða skipulagsbreytingar í skólunum verið fléttaðar saman við kjör kennara. Oftar en ekki hafa þessar skipulagsbreytingar verið illa hugsaðar og misráðnar, auk þess sem upptök þeirra virðast oftast liggja hjá samninganefnd sveitarfélaganna, en í gegnum tíðina hefur það virst aðaláhersla nefndarinnar þegar störf kennara og kjör eru annars vegar að troða skólastarfinu í Excel-skjalið sitt og láta kennara svo í raun greiða fyrir umbæturnar með meiri vinnu og smánarlegum launahækkunum sem oftast eru keyptar dýru verði af okkur kennurum sjálfum. Það að blanda „heildstæðri umbótaáætlun“ inn í þær viðræður sem nú eru í gangi er í besta falli misráðið og mjög líklega það sem mun koma í veg fyrir að samningar náist, ef áherslur samninganefndar sveitarfélaga liggja þar, enn eina ferðina. Öll börn eiga rétt á sömu menntun óháð efnahag og öðrum aðstæðum foreldra sinna, við getum öll verið sammála um það. En það er mikill munur á því hvort öll börn eigi rétt á „góðri menntun“ eða hvort alltaf eigi að miða við lægsta samnefnara þannig að enginn fái það sem er gott. Þið sem berið ábyrgð á skólunum verðið að átta ykkur á því að kennarar ætla ekki lengur að bera bæði ábyrgðina og kostnaðinn af því að dæmið gangi upp. Við munum aldrei aftur samþykkja breytingar á samningum sem eru gerðar í því skyni að þið fáið sem mest fyrir sem minnst eða jafnvel allt fyrir ekkert. Sá tími er endanlega liðinn. Kennarar hafa sýnt mikið langlundargeð en núna er það á þrotum. Við vitum ekki hvað er að gerast hjá samninganefndunum en innlegg þitt um „heildstæða umbótaáætlun“ er ekki til að vekja hjá okkur bjartsýni. Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær. Þú ert einn af þeim sem bera ábyrgð á því að það gerist. Enn er hugsanlega hægt að bæta þann skaða sem þegar er skeður en eftir þessa lotu er ekki víst að það verði lengur hægt. Á það að gerast á þinni vakt?Fyrir hönd grasrótar kennara,Ágúst Tómasson, VogaskólaÁsthildur Lóa Þórsdóttir, ÁrbæjarskólaBjarni Þórður Halldórsson, KlettaskólaEdda Sigrún Guðmundsdóttir, SelásskólaErla Karlsdóttir, ÁrbæjarskólaHlíf Magnúsdóttir, SelásskólaJóhanna Kristín Óskarsdóttir, SelásskólaRannveig Þorvaldsdóttir, ÁrbæjarskólaÞorgerður L. Diðriksdóttir, Grandaskóla
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun