Efasemdarmaður um loftslagsbreytingar tekur við Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. desember 2016 23:45 Scott Pruitt í Trump Tower í gær. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Scott Pruitt muni taka við sem yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna. Pruitt er dómsmálaráðherra Oklahoma og er þekktur bandamaður olíuiðnaðarins. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í lögsóknum gegn reglugerðum stofnunarinnar gegn losun gróðurhúslofttegunda. Þá hefur hann einnig gagnrýnt stefnu Obama í loftslagsmálum. BBC greinir frá. Í tilkynningunni um ákvörðun sína sagði Trump að Umhverfisstofnunin hefði of lengi eytt skattpeningum Bandaríkjamanna í „stjórnlausa orkustefnu sem hefur rústað milljónum starfa.“ Þá sagði hann einnig að Pruitt myndi snúa þessari þróun við og „koma aftur á grunnstefnu umhverfisstofnunarinnar um að halda loftinu og vatninu okkar hreinu og öruggu.“Reglugerðir stofnaninnar óþarfi Pruitt hefur nokkrum sinnum höfðað mál gegn Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna, nú síðast vegna áætlana Obama ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum. Hann sagði áætlanirnar vera aðför alríkisstjórnarinnar að sjálfstæði ríkjanna í orkumálum í tilraun til þess að loka verksmiðjum knúnum áfram með kolum. Í yfirlýsingu sinni vegna tilnefningarinnar sagði Pruitt að Bandaríkjamenn væru „þreyttir á að sjá milljörðum dollara eytt í óþarfa reglugerðir Umhverfisverndarstofnunarinnar.“ Þá skrifaði hann grein í National Review í maí síðastliðnum þar sem hann sagði að umræðunni um loftslagsbreytingar væri síður en svo lokið. „Vísindamenn eru enn ósammála um hversu umsvifamikil hlýnun jarðar er og að hversu miklu leyti hún er af mannavöldum,“ skrifaði hann þá. Raunin hins vegar sú að meirihluti vísindamanna sem sérhæfir sig í loftslagsmálum er sammála um að kolefnislosun af mannavöldum sé einn af lykilvöldum loftslagshlýnunar og að áhrif loftslagsbreytinga verði alvarleg. Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar taka illa í áform Trumps "Ég vil ekki lenda í einhvers konar viðskiptastríði,“ segir Kevin McCarthy, leiðtogi þingmeirihluta Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna. 7. desember 2016 07:15 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Trump er manneskja ársins hjá TIME Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927. 7. desember 2016 12:38 Nýjasti liðsmaður Trump kemur úr glímuheiminum Donald Trump hefur fengið Linda McMahon til að stýra ríkisstofnun sem fer með málefni smærri fyrirtækja. 8. desember 2016 08:29 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Scott Pruitt muni taka við sem yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna. Pruitt er dómsmálaráðherra Oklahoma og er þekktur bandamaður olíuiðnaðarins. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í lögsóknum gegn reglugerðum stofnunarinnar gegn losun gróðurhúslofttegunda. Þá hefur hann einnig gagnrýnt stefnu Obama í loftslagsmálum. BBC greinir frá. Í tilkynningunni um ákvörðun sína sagði Trump að Umhverfisstofnunin hefði of lengi eytt skattpeningum Bandaríkjamanna í „stjórnlausa orkustefnu sem hefur rústað milljónum starfa.“ Þá sagði hann einnig að Pruitt myndi snúa þessari þróun við og „koma aftur á grunnstefnu umhverfisstofnunarinnar um að halda loftinu og vatninu okkar hreinu og öruggu.“Reglugerðir stofnaninnar óþarfi Pruitt hefur nokkrum sinnum höfðað mál gegn Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna, nú síðast vegna áætlana Obama ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum. Hann sagði áætlanirnar vera aðför alríkisstjórnarinnar að sjálfstæði ríkjanna í orkumálum í tilraun til þess að loka verksmiðjum knúnum áfram með kolum. Í yfirlýsingu sinni vegna tilnefningarinnar sagði Pruitt að Bandaríkjamenn væru „þreyttir á að sjá milljörðum dollara eytt í óþarfa reglugerðir Umhverfisverndarstofnunarinnar.“ Þá skrifaði hann grein í National Review í maí síðastliðnum þar sem hann sagði að umræðunni um loftslagsbreytingar væri síður en svo lokið. „Vísindamenn eru enn ósammála um hversu umsvifamikil hlýnun jarðar er og að hversu miklu leyti hún er af mannavöldum,“ skrifaði hann þá. Raunin hins vegar sú að meirihluti vísindamanna sem sérhæfir sig í loftslagsmálum er sammála um að kolefnislosun af mannavöldum sé einn af lykilvöldum loftslagshlýnunar og að áhrif loftslagsbreytinga verði alvarleg.
Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar taka illa í áform Trumps "Ég vil ekki lenda í einhvers konar viðskiptastríði,“ segir Kevin McCarthy, leiðtogi þingmeirihluta Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna. 7. desember 2016 07:15 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Trump er manneskja ársins hjá TIME Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927. 7. desember 2016 12:38 Nýjasti liðsmaður Trump kemur úr glímuheiminum Donald Trump hefur fengið Linda McMahon til að stýra ríkisstofnun sem fer með málefni smærri fyrirtækja. 8. desember 2016 08:29 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
Repúblikanar taka illa í áform Trumps "Ég vil ekki lenda í einhvers konar viðskiptastríði,“ segir Kevin McCarthy, leiðtogi þingmeirihluta Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna. 7. desember 2016 07:15
Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30
Trump er manneskja ársins hjá TIME Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927. 7. desember 2016 12:38
Nýjasti liðsmaður Trump kemur úr glímuheiminum Donald Trump hefur fengið Linda McMahon til að stýra ríkisstofnun sem fer með málefni smærri fyrirtækja. 8. desember 2016 08:29