Þegar líður að jólum – Hugleiðing í skammdeginu Sigríður Ásta Olgeirsdóttir skrifar 9. desember 2016 00:00 Um þessar mundir er jólaundirbúningurinn í fullum gangi á flestum íslenskum heimilum. Annar sunnudagur í aðventu liðinn og sá þriðji rétt handan við hornið. Æ fleiri jólaseríum er stungið í samband og margir farnir að huga að jólasteikinni. Börnin föndra jólaskraut í skólanum og innan skamms kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. En hvað eru þessi jól og til hvers höldum við upp á þau? Við höldum upp á jólin í svartasta skammdeginu, þegar sólin og sumarið er eins langt frá okkur og það getur orðið. Í heiðnum sið héldu menn stórar jólaveislur með mat og drykk og voru þær hugsaðar til að létta biðina eftir vori og lífga sálaryl. Ekki svo vitlaust. Þegar ég var barn héldum við upp á jólin til að fagna fæðingu frelsarans. Það er svolítið tabú viðhorf í íslensku samfélagi í dag. Skólarnir eiga helst að sleppa því að fara með börnin í kirkju fyrir jólin þar sem við erum jú mistrúuð og í hinum ýmsu trúfélögum. En hvað gerist þegar við förum í kirkju? Margir upplifa sérstakt andrúmsloft sem gæti stafað af því að í kirkjum er yfirleitt hátt til lofts og vítt til veggja enda hannaðar með ákveðið hlutverk í huga. Aðrir heillast af arkitektúrnum. Enn öðrum finnst gaman að syngja og ganga þess vegna í kirkjukórinn. Svo eru aðrir sem fara í kirkju til að fá tækifæri til að ræða við hinn heilaga anda. Það er kannski bara svolítið ævintýri að fá að koma inn í kirkju. Hvað gerum við þegar við förum til útlanda? Við förum meðal annars að skoða kirkjurnar og trúarhofin sama hverrar trúar við erum því það er eitthvað við þessar byggingar sem heillar okkur hvort sem það er skrautið, stóru rýmin, athafnirnar eða hvað sem er annað. Við skiptum hins vegar fæst snarlega um trú við eina heimsókn í kirkju eða annars konar trúarhof.Hollt að læra um sem flest trúarbrögð Trúin er yfirleitt eitthvað sem við fáum með uppeldinu og finnum svo einhvern tíma á lífsleiðinni hvort hún á við okkur eða ekki. Það er voðalega erfitt að fá einhvern sem trúir til að hætta að trúa og eins að fá einhvern sem ekki trúir til að trúa. Enda þó trúarbrögð hafi í gegn um tíðina oft verið notuð til misjafnra verka og valdið allt of mörgum stríðum og hörmungum þá eru þau í grunninn ekkert nema hjálpartæki einstaklingsins. Við höfum öll val, enginn veit hvort þú trúir nema þú og það kemur heldur engum við. Ég tel að það sé hollt að læra um sem flest trúarbrögð og kynnast boðskap þeirra og menningu. Við ættum þess vegna að velta því fyrir okkur hvort þessar kirkjuheimsóknir eru trúboð eða kannski bara eitt lítið jólaævintýri sama hvort við höldum upp á jólin til að stytta biðina eftir vori, fagna fæðingu frelsarans eða nýtum tækifærið til að fá frí frá vinnu eða skóla. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er jólaundirbúningurinn í fullum gangi á flestum íslenskum heimilum. Annar sunnudagur í aðventu liðinn og sá þriðji rétt handan við hornið. Æ fleiri jólaseríum er stungið í samband og margir farnir að huga að jólasteikinni. Börnin föndra jólaskraut í skólanum og innan skamms kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. En hvað eru þessi jól og til hvers höldum við upp á þau? Við höldum upp á jólin í svartasta skammdeginu, þegar sólin og sumarið er eins langt frá okkur og það getur orðið. Í heiðnum sið héldu menn stórar jólaveislur með mat og drykk og voru þær hugsaðar til að létta biðina eftir vori og lífga sálaryl. Ekki svo vitlaust. Þegar ég var barn héldum við upp á jólin til að fagna fæðingu frelsarans. Það er svolítið tabú viðhorf í íslensku samfélagi í dag. Skólarnir eiga helst að sleppa því að fara með börnin í kirkju fyrir jólin þar sem við erum jú mistrúuð og í hinum ýmsu trúfélögum. En hvað gerist þegar við förum í kirkju? Margir upplifa sérstakt andrúmsloft sem gæti stafað af því að í kirkjum er yfirleitt hátt til lofts og vítt til veggja enda hannaðar með ákveðið hlutverk í huga. Aðrir heillast af arkitektúrnum. Enn öðrum finnst gaman að syngja og ganga þess vegna í kirkjukórinn. Svo eru aðrir sem fara í kirkju til að fá tækifæri til að ræða við hinn heilaga anda. Það er kannski bara svolítið ævintýri að fá að koma inn í kirkju. Hvað gerum við þegar við förum til útlanda? Við förum meðal annars að skoða kirkjurnar og trúarhofin sama hverrar trúar við erum því það er eitthvað við þessar byggingar sem heillar okkur hvort sem það er skrautið, stóru rýmin, athafnirnar eða hvað sem er annað. Við skiptum hins vegar fæst snarlega um trú við eina heimsókn í kirkju eða annars konar trúarhof.Hollt að læra um sem flest trúarbrögð Trúin er yfirleitt eitthvað sem við fáum með uppeldinu og finnum svo einhvern tíma á lífsleiðinni hvort hún á við okkur eða ekki. Það er voðalega erfitt að fá einhvern sem trúir til að hætta að trúa og eins að fá einhvern sem ekki trúir til að trúa. Enda þó trúarbrögð hafi í gegn um tíðina oft verið notuð til misjafnra verka og valdið allt of mörgum stríðum og hörmungum þá eru þau í grunninn ekkert nema hjálpartæki einstaklingsins. Við höfum öll val, enginn veit hvort þú trúir nema þú og það kemur heldur engum við. Ég tel að það sé hollt að læra um sem flest trúarbrögð og kynnast boðskap þeirra og menningu. Við ættum þess vegna að velta því fyrir okkur hvort þessar kirkjuheimsóknir eru trúboð eða kannski bara eitt lítið jólaævintýri sama hvort við höldum upp á jólin til að stytta biðina eftir vori, fagna fæðingu frelsarans eða nýtum tækifærið til að fá frí frá vinnu eða skóla. Gleðileg jól!
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun