Í frétt CNN segir að McMahon sé fyrrverandi framkvæmdastjóri fjölbragðaglímusamtakanna World Wrestling Entertainment (WWE).
„Linda er með stórkostlegan bakgrunn og er af mörgum talin vera fremsti kvenkynsstjórnandinn sem ráðleggur fyrirtækjum víðs vegar um heim,“ sagði Trump í yfirlýsingu.
Sagði Trump að McMahon hafi átt þátt í því að gera WWE að því sem það er í dag, með um 800 starfsmenn á skrifstofum um allan heim.
McMahon stofnaði WWE ásamt eiginmanni sínum Vince McMahon árið 1979. Hún lét af störfum árið 2009 og bauð sig fram til að gegna embætti öldungadeildarþingmanns Connecticut fyrir Repúblikana árið 2010 og 2012, en laut í bæði skiptin í lægra haldi fyrir frambjóðanda Demókrata.
Hún lagði sex milljónir Bandaríkjadala til forsetaframboðs Donald Trump í haust.
Honored to be appointed by President-Elect @realDonaldTrump to serve as head of @SBAgov advocating for our small businesses & entrepreneurs!
— Linda McMahon (@Linda_McMahon) December 7, 2016