Lucas Perez skoraði markið eftir stoðsendingu frá Kieran Gibbs en áður höfðu Arsenal-menn sundur spilað svissneska liðið.
Opta-tölfræðiþjónustan vakti athygli á því í kvöld að markið hans Lucas Perez hafi komið eftir 33 sendingar en boltinn byrjaði hjá David Ospina í markinu.
Ekkert mark í Meistaradeildinni á þessu tímabili hefur komið eftir fleiri sendingar innan liðs.
Hér fyrir neðan má sjá mynd frá Opta af aðdraganda þessa flotta marks.
33 - There were 33 passes before Lucas Perez's second goal v Basel, no goal in the @ChampionsLeague has seen more passes this season. Move. pic.twitter.com/GLPqzHbajt
— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2016