Vistvæna bullið Jóhannes Gunnarsson skrifar 2. desember 2016 07:00 Í september 2003 vöktu Neytendasamtökin athygli yfirvalda á því að engar sérstakar kröfur eða skilyrði væru gerð til framleiðenda sem notuðu heitið „vistvænt“ fyrir framleiðsluvörur sínar. Við bentum á að það stæði í raun ekkert á bak við þetta og þessi markaðssetning væri andstæð samkeppnislögum. Hún væri villandi og gæfi í skyn framleiðsluferli sem væru ekki til staðar. Í maímánuði 2004 vísuðu yfirvöld kvörtun Neytendasamtakanna frá og töldu ekki ástæðu til aðgerða þrátt fyrir að viðurkennt væri að engar sérstakar kröfur væru gerðar til framleiðenda sem notuðu merkinguna vistvænt. Einn mikilvægasti réttur neytenda er rétturinn til að fá réttar og góðar upplýsingar um þá vöru sem hann veltir fyrir sér að kaupa. Við í stjórn Neytendasamtakanna bentum því ítrekað á það í ræðu og riti allt frá árinu 2004 eða í rúman áratug að þessi skilgreining „vistvænn“ væri einskis virði og vöruðum neytendur við og gerðum athugasemdir við að þessar vörur væru markaðssettar sem sérstakar hollustuvörur og frábrugðnar öðrum venjulegum matvörum sem væru ekki merktar með þessu heiti. Ítrekað kvartað án árangurs Ítrekað var kvartað yfir þessu við yfirvöld sem sáu enga ástæðu til aðgerða og höfnuðu því að notkun ákveðinna framleiðenda á hugtakinu „vistvænt“ væri brot á samkeppnislögum. Það er ekki nýtt að yfirvöld hafni ábendingum frá neytendum og meti meira hagsmuni framleiðenda og seljenda en neytenda. Þannig var það jafnan meðan ríkiseinokun var á ákveðinni þjónustu. Þá stóðu stjórnvöld alltaf með einokunarfyrirtæki ríkisins gegn réttmætum kröfum neytenda og engu skipti þó framleiðendurnir og/eða seljendurnir væru á svokölluðum frjálsum markaði. Stjórnvöld stóðu alltaf með framleiðendum og seljendum í stað þess að vinna að eðlilegri uppbyggingu samkeppni og góðrar þjónustu á sanngjörnu verði. Þjóðinni var brugðið þegar Kastljós Sjónvarpsins afhjúpaði hvers konar svikastarfsemi hefur viðgengist um árabil í sambandi við framleiðslu ákveðins eggjaframleiðanda. Eggjaframleiðandinn hafði um árabil markaðssett vöru sína sem „vistvæna“ og stjórnvöld höfðu ekkert aðhafst jafnvel þó að eftirlitsaðilum væri fullkunnugt um það um árabil að þetta væri rangt og þessi merking og markaðssetning væri notuð fyrst og fremst í þeim tilgangi að selja neytendum vöru á fölskum forsendum á hærra verði en samkeppnisaðilinn gerði. Fölskum forsendum sem voru í raun blessuð af stjórnvöldum sem neituðu að aðhafast nokkuð í málinu til að tryggja eðlilega og sanngjarna samkeppni og gæta öryggis neytenda og þess að ekki væri okrað á þeim. Nú þegar dapurlegar staðreyndir liggja fyrir um svikastarfsemi Brúneggjaframleiðandans þá stoðar lítt fyrir Matvælastofnun og landbúnaðarráðuneyti að telja sig ekki bera neina ábyrgð á því að neytendur skyldu vera blekktir svo árum skiptir og narraðir til að kaupa verstu vöruna á markaðnum á yfirverði á þeim forsendum að við framleiðslu viðkomandi eggja væri beitt betri aðferðum og farið betur með dýrin en hjá samkeppnisaðilum. Spurning er hvaða ábyrgð eiga yfirvöld að bera í þessu sambandi. Eiga þau að hafa frumkvæðisskyldu til að koma í veg fyrir svikastarfsemi og okur á neytendum viti þau af því? Að sjálfsögðu eiga þau að gera það. Nágrannalönd standa með neytendum Í nágrannalöndum okkar bera stjórnvöld meiri virðingu fyrir því að rétt og lögleg markaðsstarfsemi fari fram og standa venjulega með neytendum gegn hagsmunum framleiðenda sé spurning um markaðssetningu, öryggi, verðlagningu og fullnægjandi upplýsingar. Af þeim sökum er framleiðsla nágrannaþjóða okkar viðurkennd gæðavara á sama tíma og á það skortir að vöruvöndun hér á landi sé með sama hætti. Nú hefur verið afhjúpað hvernig framleiðendur og eftirlitsaðilar hafa brugðist neytendum og í raun svikið þá og okrað á þeim. Til að neytendavernd verði virk þá þurfum við ekki bara á vakandi stjórnvöldum að halda sem standa með neytendum. Við þurfum öll að vera á verði og gæta þess að láta vita ef við teljum að verið sé að hafa rangt við. Við erum öll neytendur og það skiptir máli að við eigum kost á bestu þjónustunni, bestu framleiðslunni og besta verðinu hverju sinni. Það getum við fengið með samstöðu um eðlilega samkeppni og eftirlit. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Neytendur Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Í september 2003 vöktu Neytendasamtökin athygli yfirvalda á því að engar sérstakar kröfur eða skilyrði væru gerð til framleiðenda sem notuðu heitið „vistvænt“ fyrir framleiðsluvörur sínar. Við bentum á að það stæði í raun ekkert á bak við þetta og þessi markaðssetning væri andstæð samkeppnislögum. Hún væri villandi og gæfi í skyn framleiðsluferli sem væru ekki til staðar. Í maímánuði 2004 vísuðu yfirvöld kvörtun Neytendasamtakanna frá og töldu ekki ástæðu til aðgerða þrátt fyrir að viðurkennt væri að engar sérstakar kröfur væru gerðar til framleiðenda sem notuðu merkinguna vistvænt. Einn mikilvægasti réttur neytenda er rétturinn til að fá réttar og góðar upplýsingar um þá vöru sem hann veltir fyrir sér að kaupa. Við í stjórn Neytendasamtakanna bentum því ítrekað á það í ræðu og riti allt frá árinu 2004 eða í rúman áratug að þessi skilgreining „vistvænn“ væri einskis virði og vöruðum neytendur við og gerðum athugasemdir við að þessar vörur væru markaðssettar sem sérstakar hollustuvörur og frábrugðnar öðrum venjulegum matvörum sem væru ekki merktar með þessu heiti. Ítrekað kvartað án árangurs Ítrekað var kvartað yfir þessu við yfirvöld sem sáu enga ástæðu til aðgerða og höfnuðu því að notkun ákveðinna framleiðenda á hugtakinu „vistvænt“ væri brot á samkeppnislögum. Það er ekki nýtt að yfirvöld hafni ábendingum frá neytendum og meti meira hagsmuni framleiðenda og seljenda en neytenda. Þannig var það jafnan meðan ríkiseinokun var á ákveðinni þjónustu. Þá stóðu stjórnvöld alltaf með einokunarfyrirtæki ríkisins gegn réttmætum kröfum neytenda og engu skipti þó framleiðendurnir og/eða seljendurnir væru á svokölluðum frjálsum markaði. Stjórnvöld stóðu alltaf með framleiðendum og seljendum í stað þess að vinna að eðlilegri uppbyggingu samkeppni og góðrar þjónustu á sanngjörnu verði. Þjóðinni var brugðið þegar Kastljós Sjónvarpsins afhjúpaði hvers konar svikastarfsemi hefur viðgengist um árabil í sambandi við framleiðslu ákveðins eggjaframleiðanda. Eggjaframleiðandinn hafði um árabil markaðssett vöru sína sem „vistvæna“ og stjórnvöld höfðu ekkert aðhafst jafnvel þó að eftirlitsaðilum væri fullkunnugt um það um árabil að þetta væri rangt og þessi merking og markaðssetning væri notuð fyrst og fremst í þeim tilgangi að selja neytendum vöru á fölskum forsendum á hærra verði en samkeppnisaðilinn gerði. Fölskum forsendum sem voru í raun blessuð af stjórnvöldum sem neituðu að aðhafast nokkuð í málinu til að tryggja eðlilega og sanngjarna samkeppni og gæta öryggis neytenda og þess að ekki væri okrað á þeim. Nú þegar dapurlegar staðreyndir liggja fyrir um svikastarfsemi Brúneggjaframleiðandans þá stoðar lítt fyrir Matvælastofnun og landbúnaðarráðuneyti að telja sig ekki bera neina ábyrgð á því að neytendur skyldu vera blekktir svo árum skiptir og narraðir til að kaupa verstu vöruna á markaðnum á yfirverði á þeim forsendum að við framleiðslu viðkomandi eggja væri beitt betri aðferðum og farið betur með dýrin en hjá samkeppnisaðilum. Spurning er hvaða ábyrgð eiga yfirvöld að bera í þessu sambandi. Eiga þau að hafa frumkvæðisskyldu til að koma í veg fyrir svikastarfsemi og okur á neytendum viti þau af því? Að sjálfsögðu eiga þau að gera það. Nágrannalönd standa með neytendum Í nágrannalöndum okkar bera stjórnvöld meiri virðingu fyrir því að rétt og lögleg markaðsstarfsemi fari fram og standa venjulega með neytendum gegn hagsmunum framleiðenda sé spurning um markaðssetningu, öryggi, verðlagningu og fullnægjandi upplýsingar. Af þeim sökum er framleiðsla nágrannaþjóða okkar viðurkennd gæðavara á sama tíma og á það skortir að vöruvöndun hér á landi sé með sama hætti. Nú hefur verið afhjúpað hvernig framleiðendur og eftirlitsaðilar hafa brugðist neytendum og í raun svikið þá og okrað á þeim. Til að neytendavernd verði virk þá þurfum við ekki bara á vakandi stjórnvöldum að halda sem standa með neytendum. Við þurfum öll að vera á verði og gæta þess að láta vita ef við teljum að verið sé að hafa rangt við. Við erum öll neytendur og það skiptir máli að við eigum kost á bestu þjónustunni, bestu framleiðslunni og besta verðinu hverju sinni. Það getum við fengið með samstöðu um eðlilega samkeppni og eftirlit. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun