Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2016 18:00 Donald Trump segir Kínverja hafa stolið kafbátnum. Vísir/GETTY/AFP Kínverjar hafa sakað Bandaríkin um að bregðast allt of illa við atviki í Suður-Kínahafi. Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna á þriðjudaginn, þegar verið var að nota kafbátinn við rannsóknir á alþjóðlegu hafsvæði. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum fara fram á að kafbátnum verði skilað og hafa varað Kínverja við því að grípa aftur til svipaðra aðgerða. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja Kínverja ætla að skila kafbátnum en Kínverjar gagnrýndu Bandaríkin fyrir að gera allt of mikið úr atvikinu. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði tíst um málið skömmu fyrir tilkynningu Kínverja í dag. Sagði hann Kína hafa stolið kafbátnum með slíkum hætti sem ætti sér ekki nokkurt fordæmi. Trump hefur þegar valdið taugatitringi í Peking með viðhorfi sínu og ummælum gagnvart Taívan.China steals United States Navy research drone in international waters - rips it out of water and takes it to China in unprecedented act.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 17, 2016 Forsetinn verðandi hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir að hafa skrifað orðið „unprecedented“ vitlaust í tísti sínu, en hann hefur breytt tístinu. Herskip frá Kína tók kafbátinn um borð skammt undan ströndum Filippseyja, skömmu áður en áhöfn rannsóknaskipsins USNS Bowditch hafði tækifæri til þess á fimmtudaginn. Bandaríkin segja kafbátinn hafa verið greinilega merktan og vilja þau fá hann aftur. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nærri því alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt eyjur, flotastöðvar og flugvelli og þar að auki hefur eldflaugum og loftvarnabyssum verið komið fyrir á eyjum víða um hafið. Spenna á svæðinu er mikil. Sérfræðingar segja atvikið með kafbátinn vera mjög alvarlegt og að það muni koma til með að auka spennuna á svæðinu frekar. Donald Trump Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Kínverjar vígbúa eyjur sínar í Suður-Kínahafi Virðast hafa byggt umfangsmiklar loftvarnir á eyjum sem þeir byggðu á umdeildu hafsvæði. 15. desember 2016 17:00 Víetnamar vinna við umdeilt rif Kínverjar og Taívan gera einnig tilkall til rifsins sem er í Suður-Kínahafi. 8. desember 2016 14:45 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Kínverjar hafa sakað Bandaríkin um að bregðast allt of illa við atviki í Suður-Kínahafi. Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna á þriðjudaginn, þegar verið var að nota kafbátinn við rannsóknir á alþjóðlegu hafsvæði. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum fara fram á að kafbátnum verði skilað og hafa varað Kínverja við því að grípa aftur til svipaðra aðgerða. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja Kínverja ætla að skila kafbátnum en Kínverjar gagnrýndu Bandaríkin fyrir að gera allt of mikið úr atvikinu. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði tíst um málið skömmu fyrir tilkynningu Kínverja í dag. Sagði hann Kína hafa stolið kafbátnum með slíkum hætti sem ætti sér ekki nokkurt fordæmi. Trump hefur þegar valdið taugatitringi í Peking með viðhorfi sínu og ummælum gagnvart Taívan.China steals United States Navy research drone in international waters - rips it out of water and takes it to China in unprecedented act.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 17, 2016 Forsetinn verðandi hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir að hafa skrifað orðið „unprecedented“ vitlaust í tísti sínu, en hann hefur breytt tístinu. Herskip frá Kína tók kafbátinn um borð skammt undan ströndum Filippseyja, skömmu áður en áhöfn rannsóknaskipsins USNS Bowditch hafði tækifæri til þess á fimmtudaginn. Bandaríkin segja kafbátinn hafa verið greinilega merktan og vilja þau fá hann aftur. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nærri því alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt eyjur, flotastöðvar og flugvelli og þar að auki hefur eldflaugum og loftvarnabyssum verið komið fyrir á eyjum víða um hafið. Spenna á svæðinu er mikil. Sérfræðingar segja atvikið með kafbátinn vera mjög alvarlegt og að það muni koma til með að auka spennuna á svæðinu frekar.
Donald Trump Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Kínverjar vígbúa eyjur sínar í Suður-Kínahafi Virðast hafa byggt umfangsmiklar loftvarnir á eyjum sem þeir byggðu á umdeildu hafsvæði. 15. desember 2016 17:00 Víetnamar vinna við umdeilt rif Kínverjar og Taívan gera einnig tilkall til rifsins sem er í Suður-Kínahafi. 8. desember 2016 14:45 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18
Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07
Kínverjar vígbúa eyjur sínar í Suður-Kínahafi Virðast hafa byggt umfangsmiklar loftvarnir á eyjum sem þeir byggðu á umdeildu hafsvæði. 15. desember 2016 17:00
Víetnamar vinna við umdeilt rif Kínverjar og Taívan gera einnig tilkall til rifsins sem er í Suður-Kínahafi. 8. desember 2016 14:45
Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00