Kreditkortavelta Íslendinga erlendis í nóvember síðastliðnum var 25 prósentum meiri en í nóvember í fyrra og nam 9,6 milljörðum króna samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Spurnir eru af töluverðri aukningu í innkaupaferðum Íslendinga til útlanda fyrir þessi jól vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar og því má gera ráð fyrir að hluti af jólainnkaupunum fari þar fram.
Á móti þessari veltu kemur að greiðslukortavelta útlendinga hér á landi í nóvember nam 15,4 milljörðum króna sem er 68 prósenta aukning í kortaveltu frá nóvember í fyrra.
Jólaverslun fer af stað með krafti hér á landi. Sala á stórum raf- og heimilistækjum jókst um fjórðung frá sama mánuði í fyrra og var aukning í sölu minni raftækja, eins og sjónvörpum, um 15 prósent. Sala á húsgögnum var 17,3 prósent meiri en fyrir ári síðan. Sala á fötum og skóm tók svo mikinn kipp í nóvember.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Íslendingar versla mun meira erlendis fyrir jólin
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið

Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist
Viðskipti innlent


Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum
Viðskipti erlent

Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna
Viðskipti innlent

Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent
Viðskipti innlent

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent