Innsláttarvilla gerði rússneskum hökkurum kleift að nálgast tölvupósta demókrata Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2016 14:46 Hakkar komust inn í tölvupóst John Podesta sem sést hér við hliðina á Hillary Clinton. Vísir/Getty Rússneskir hakkarar gátu nálgast þúsundir tölvupósta á vegum háttsetts demókrata í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum samkvæmt rannsókn New York Times. Rússnesk yfirvöld eru sökuð um að hafa staðið að baki rússnesku hökkurunum. Bandaríska leyniþjónustan hefur borið kennsl á einstaklinga með tengsl við ríkisstjórn Rússlands sem létu uppljóstrarasíðunni Wikileaks í té þúsundir tölvupósta frá landstjórn Demókrataflokksins og kosningastjóra Hillary Clinton, John Podesta.Í rannsókn New York Times kemur fram að í aðdraganda kosninganna hafi Podesta fengið fjölda svokallaðra phishing-tölvupósta. Í þeim tilvikum fær grunlaus aðili tölvupóst um að hann eigi strax að fara á tiltekna síðu til að leiðrétta eitthvað með því að smella á tengil sem fylgir í póstinum. Oftar en ekki sendir þessi tengill viðkomandi á síðu sem lítur trúverðuglega en er í raun fölsk síða. Podesta fékk fjölda tölvupósta á hverjum degi og fóru starfsmenn hans yfir þá á hverjum degi. Svo virðist sem að einn af þeim hafi óvart beðið tæknimann um að fylgja leiðbeiningunum sem fylgdu einum af þeim fjölmörgu phishing-tölvupóstum sem Podesta tók á móti. Tölvupósturinn sem um ræðir og sjá má hér var látinn líta út fyrir að vera frá Google þar sem Podesta var varaður við því að einhver hefði nálgast lykilorð hans að Gmail-reikningi hans og nauðsynlegt væri að skipta um lykilorð. Starfsmaðurinn áttaði sig hins vegar á því að tölvupósturinn væri ekki ekta og lét tæknimann vita af því. Hann virðist þó hafa gert mistök því að hann sagði tæknimannum að pósturinn væri ekta og því þyrfti að breyta um lykilorð. Skrifaði hann að pósturinn væri „legitimate“ eða lögmætur þegar hann ætlaði sér að skrifa „illegitimate“ eða ólögmætur. Í viðtali við New York Times segir að þetta hafi nagað hann alla tíð síðan. Í grein New York Times segir að þessi villa hafi orðið til þess að rússneskir hakkarar fengu aðgang að tölvupóstum John Podesta. Sem fyrr segir hefur CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipst sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum en ekki aðeins til að draga úr tiltrú á bandaríska kosningakerfinu. Þessu hefur Donald Trump alfarið vísað á bug en háttsettir þingmenn úr röðum beggja flokka hafa kallað eftir því að málið verði rannsakað.Lesa má grein New York Times um málið hér. Donald Trump Tengdar fréttir Áhrifamenn í flokki Trump munu styðja rannsókn á meintum afskiptum Rússa Tveir áhrifamenn innan Repúplikanaflokksins segjast munu styðja rannsókn á meintum afskiptum rússneskra stjórnvalda á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 12. desember 2016 23:29 Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtali við Fox News. 12. desember 2016 07:00 CIA: Rússar skárust í leikinn til að koma Trump í forsetastól Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipst sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum 10. desember 2016 10:33 Teymi Trump hafnar ásökunum CIA um aðkomu Rússa Umbreytingateymi Donald Trump hafnar ásökunum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem halda því fram að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. 10. desember 2016 16:13 Trump „trúir ekki“ ásökunum um afskipti Rússa af forsetakosningunum og segir þær „fáránlegar“ Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, hefur enga trú á því að fregnir af því að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum með það að markmiði að koma honum til valda. 11. desember 2016 15:00 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Rússneskir hakkarar gátu nálgast þúsundir tölvupósta á vegum háttsetts demókrata í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum samkvæmt rannsókn New York Times. Rússnesk yfirvöld eru sökuð um að hafa staðið að baki rússnesku hökkurunum. Bandaríska leyniþjónustan hefur borið kennsl á einstaklinga með tengsl við ríkisstjórn Rússlands sem létu uppljóstrarasíðunni Wikileaks í té þúsundir tölvupósta frá landstjórn Demókrataflokksins og kosningastjóra Hillary Clinton, John Podesta.Í rannsókn New York Times kemur fram að í aðdraganda kosninganna hafi Podesta fengið fjölda svokallaðra phishing-tölvupósta. Í þeim tilvikum fær grunlaus aðili tölvupóst um að hann eigi strax að fara á tiltekna síðu til að leiðrétta eitthvað með því að smella á tengil sem fylgir í póstinum. Oftar en ekki sendir þessi tengill viðkomandi á síðu sem lítur trúverðuglega en er í raun fölsk síða. Podesta fékk fjölda tölvupósta á hverjum degi og fóru starfsmenn hans yfir þá á hverjum degi. Svo virðist sem að einn af þeim hafi óvart beðið tæknimann um að fylgja leiðbeiningunum sem fylgdu einum af þeim fjölmörgu phishing-tölvupóstum sem Podesta tók á móti. Tölvupósturinn sem um ræðir og sjá má hér var látinn líta út fyrir að vera frá Google þar sem Podesta var varaður við því að einhver hefði nálgast lykilorð hans að Gmail-reikningi hans og nauðsynlegt væri að skipta um lykilorð. Starfsmaðurinn áttaði sig hins vegar á því að tölvupósturinn væri ekki ekta og lét tæknimann vita af því. Hann virðist þó hafa gert mistök því að hann sagði tæknimannum að pósturinn væri ekta og því þyrfti að breyta um lykilorð. Skrifaði hann að pósturinn væri „legitimate“ eða lögmætur þegar hann ætlaði sér að skrifa „illegitimate“ eða ólögmætur. Í viðtali við New York Times segir að þetta hafi nagað hann alla tíð síðan. Í grein New York Times segir að þessi villa hafi orðið til þess að rússneskir hakkarar fengu aðgang að tölvupóstum John Podesta. Sem fyrr segir hefur CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipst sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum en ekki aðeins til að draga úr tiltrú á bandaríska kosningakerfinu. Þessu hefur Donald Trump alfarið vísað á bug en háttsettir þingmenn úr röðum beggja flokka hafa kallað eftir því að málið verði rannsakað.Lesa má grein New York Times um málið hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Áhrifamenn í flokki Trump munu styðja rannsókn á meintum afskiptum Rússa Tveir áhrifamenn innan Repúplikanaflokksins segjast munu styðja rannsókn á meintum afskiptum rússneskra stjórnvalda á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 12. desember 2016 23:29 Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtali við Fox News. 12. desember 2016 07:00 CIA: Rússar skárust í leikinn til að koma Trump í forsetastól Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipst sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum 10. desember 2016 10:33 Teymi Trump hafnar ásökunum CIA um aðkomu Rússa Umbreytingateymi Donald Trump hafnar ásökunum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem halda því fram að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. 10. desember 2016 16:13 Trump „trúir ekki“ ásökunum um afskipti Rússa af forsetakosningunum og segir þær „fáránlegar“ Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, hefur enga trú á því að fregnir af því að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum með það að markmiði að koma honum til valda. 11. desember 2016 15:00 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Áhrifamenn í flokki Trump munu styðja rannsókn á meintum afskiptum Rússa Tveir áhrifamenn innan Repúplikanaflokksins segjast munu styðja rannsókn á meintum afskiptum rússneskra stjórnvalda á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 12. desember 2016 23:29
Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtali við Fox News. 12. desember 2016 07:00
CIA: Rússar skárust í leikinn til að koma Trump í forsetastól Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipst sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum 10. desember 2016 10:33
Teymi Trump hafnar ásökunum CIA um aðkomu Rússa Umbreytingateymi Donald Trump hafnar ásökunum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem halda því fram að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. 10. desember 2016 16:13
Trump „trúir ekki“ ásökunum um afskipti Rússa af forsetakosningunum og segir þær „fáránlegar“ Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, hefur enga trú á því að fregnir af því að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum með það að markmiði að koma honum til valda. 11. desember 2016 15:00