Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2016 07:00 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafnar því mati Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar, honum í hag. Þetta kom fram í viðtali hans við Chris Wallace á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær. Þá sagði hann einnig að Demókratar væru að reyna að gera sem mest úr málinu vegna þess að þeir skömmuðust sín fyrir stórt tap í kosningunum. „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtalinu. CIA tilkynnti fjölmiðlum um mat sitt á föstudaginn en rússnesk yfirvöld hafa endurtekið hafnað ásökunum Bandaríkjamanna. Trump viðurkenndi að það væri mögulegt að Rússar hafi staðið að baki tölvuárásum en bætti þó við: „Þeir hafa ekki hugmynd um hvort þetta séu Rússar, Kínverjar eða einhver sem situr á rúminu heima hjá sér.“ Þá tjáði Trump sig einnig um olíujöfurinn Rex Tillerson, sem talið er að verði utanríkisráðherra hans. „Hann er leikmaður í heimsklassa,“ sagði Trump um Tillerson, hinn 64 ára forstjóra ExxonMobil. Enn fremur tjáði hann sig um þá umdeildu ákvörðun að taka við símtali frá Tsai Ing-wen, forseta Taívans. Bandaríkin hafa til þessa fylgt stefnu um eitt og sameinað Kína en Taívan, sem opinberlega heitir Lýðveldið Kína, lítur á sig sem sjálfstætt ríki. Sagði Trump að hann myndi ekki fylgja sömu stefnu og forverar sínir nema Kínverjar samþykktu breytingar á viðskiptum milli ríkjanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafnar því mati Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar, honum í hag. Þetta kom fram í viðtali hans við Chris Wallace á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær. Þá sagði hann einnig að Demókratar væru að reyna að gera sem mest úr málinu vegna þess að þeir skömmuðust sín fyrir stórt tap í kosningunum. „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtalinu. CIA tilkynnti fjölmiðlum um mat sitt á föstudaginn en rússnesk yfirvöld hafa endurtekið hafnað ásökunum Bandaríkjamanna. Trump viðurkenndi að það væri mögulegt að Rússar hafi staðið að baki tölvuárásum en bætti þó við: „Þeir hafa ekki hugmynd um hvort þetta séu Rússar, Kínverjar eða einhver sem situr á rúminu heima hjá sér.“ Þá tjáði Trump sig einnig um olíujöfurinn Rex Tillerson, sem talið er að verði utanríkisráðherra hans. „Hann er leikmaður í heimsklassa,“ sagði Trump um Tillerson, hinn 64 ára forstjóra ExxonMobil. Enn fremur tjáði hann sig um þá umdeildu ákvörðun að taka við símtali frá Tsai Ing-wen, forseta Taívans. Bandaríkin hafa til þessa fylgt stefnu um eitt og sameinað Kína en Taívan, sem opinberlega heitir Lýðveldið Kína, lítur á sig sem sjálfstætt ríki. Sagði Trump að hann myndi ekki fylgja sömu stefnu og forverar sínir nema Kínverjar samþykktu breytingar á viðskiptum milli ríkjanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira