Bálbreiði George í ham og lætur leikstjórnanda Portland heyra það Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2016 23:15 George Karl hefur stýrt liðum í 1999 leikjum í NBA-deildinni. vísir/getty George Karl, sem þjálfaði um þriggja áratuga skeið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skotið föstum skotum í allar áttir undanfarna daga. Karl er nú á fullu að auglýsa væntanlega ævisögu sína sem ber heitið Furious George: My Forty Years Surviving NBA Divas, Clueless GMs, and Poor Shot Selection. Fjölmiðlar vestanhafs hafa birt brot úr bókinni og þá hefur Karl farið í nokkur viðtöl þar sem hann er ófeiminn að láta menn heyra það. Karl hefur m.a. skotið á Damian Lillard, leikstjórnanda Portland Trail Blazers; leikmann sem hann þjálfaði aldrei.Lillard er aðalmaðurinn í liði Portland sem hefur valdið vonbrigðum í vetur.vísir/getty„Ég var að horfa á Portland spila og var að reyna að finna út hvað væri að þessu liði,“ sagði Karl í nýlegu viðtali við New York Magazine. Portland hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu og aðeins unnið 14 af 34 leikjum sínum. „Niðurstaða mín var að Damian Lillard fær of mikla athygli,“ sagði Karl um Lillard sem er í hópi skærustu stjarna deildarinnar. Lillard er mjög sýnilegur, ef svo má að orði komast, en hann er með styrktarsamninga við fyrirtæki á borð við Adidas og þá gaf hann nýlega út rappplötu. Terry Stotts, þjálfari Portland, var lengi aðstoðarmaður Karl hjá Seattle SuperSonics og Milwaukee Bucks. Hann var fljótur að koma Lillard til varnar. „Ég á George mikið að þakka. Ég byrjaði þjálfaraferilinn með honum og ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir hann. En þegar það kemur að mínu liði og mínum leikmönnum þarf hann að halda sig á mottunni,“ sagði Stotts um sinn gamla lærimeistara. „Hann þekkir ekki Damian Lillard. Hann veit ekki hvernig það er að þjálfa hann. Hann veit ekki hversu annt Damian er um að vinna og hversu mikilvægur hann er félaginu. Ég get ekki látið þessi ummæli, hversu vel þau voru meint, óátalin.“ Stotts kveðst ekki ætla að lesa bók Karls þegar hún kemur í búðir og segir að þessi reynslumikli þjálfari sé að skemma fyrir sjálfum sér. „Hann er farsæll þjálfari. Að því sögðu, ef hann vill skerða möguleika sína á að komast í Frægðarhöllina, fá þjálfarastarf í deildinni, jafna um gamlar syndir eða hvað sem er, þá er honum það frjálst,“ sagði Stotts. Karl hefur þjálfað Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle, Milwaukee, Denver Nuggets og nú síðast Sacramento Kings. Hann er einn níu þjálfara í sögu NBA sem hafa unnið yfir 1000 leiki í deildinni. NBA Tengdar fréttir George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00 Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
George Karl, sem þjálfaði um þriggja áratuga skeið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skotið föstum skotum í allar áttir undanfarna daga. Karl er nú á fullu að auglýsa væntanlega ævisögu sína sem ber heitið Furious George: My Forty Years Surviving NBA Divas, Clueless GMs, and Poor Shot Selection. Fjölmiðlar vestanhafs hafa birt brot úr bókinni og þá hefur Karl farið í nokkur viðtöl þar sem hann er ófeiminn að láta menn heyra það. Karl hefur m.a. skotið á Damian Lillard, leikstjórnanda Portland Trail Blazers; leikmann sem hann þjálfaði aldrei.Lillard er aðalmaðurinn í liði Portland sem hefur valdið vonbrigðum í vetur.vísir/getty„Ég var að horfa á Portland spila og var að reyna að finna út hvað væri að þessu liði,“ sagði Karl í nýlegu viðtali við New York Magazine. Portland hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu og aðeins unnið 14 af 34 leikjum sínum. „Niðurstaða mín var að Damian Lillard fær of mikla athygli,“ sagði Karl um Lillard sem er í hópi skærustu stjarna deildarinnar. Lillard er mjög sýnilegur, ef svo má að orði komast, en hann er með styrktarsamninga við fyrirtæki á borð við Adidas og þá gaf hann nýlega út rappplötu. Terry Stotts, þjálfari Portland, var lengi aðstoðarmaður Karl hjá Seattle SuperSonics og Milwaukee Bucks. Hann var fljótur að koma Lillard til varnar. „Ég á George mikið að þakka. Ég byrjaði þjálfaraferilinn með honum og ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir hann. En þegar það kemur að mínu liði og mínum leikmönnum þarf hann að halda sig á mottunni,“ sagði Stotts um sinn gamla lærimeistara. „Hann þekkir ekki Damian Lillard. Hann veit ekki hvernig það er að þjálfa hann. Hann veit ekki hversu annt Damian er um að vinna og hversu mikilvægur hann er félaginu. Ég get ekki látið þessi ummæli, hversu vel þau voru meint, óátalin.“ Stotts kveðst ekki ætla að lesa bók Karls þegar hún kemur í búðir og segir að þessi reynslumikli þjálfari sé að skemma fyrir sjálfum sér. „Hann er farsæll þjálfari. Að því sögðu, ef hann vill skerða möguleika sína á að komast í Frægðarhöllina, fá þjálfarastarf í deildinni, jafna um gamlar syndir eða hvað sem er, þá er honum það frjálst,“ sagði Stotts. Karl hefur þjálfað Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle, Milwaukee, Denver Nuggets og nú síðast Sacramento Kings. Hann er einn níu þjálfara í sögu NBA sem hafa unnið yfir 1000 leiki í deildinni.
NBA Tengdar fréttir George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00 Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00
Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15