Trump skýtur föstum skotum á Obama Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. desember 2016 22:18 Donald Trump og Barack Obama. Vísir/Getty Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefur sakað núverandi forseta – Barack Obama um að stilla upp vegatálmum til að gera honum erfiðara fyrir að taka við valdataumum landsins í janúar.Trump hafði nýlega sakað ríkisstjórn Obama um að koma fram við ríkisstjórn Ísraela af algjöru virðingarleysi en hann bað Ísraela um að þrauka þar til hann kæmist til valda í janúar.Sjá einnig: Trump biður Ísraela um að þrauka til 20.janúarÁsakanir Trump á hendur Obama birtust á Twitter síðu Trumps í dag, eins og raunar flestar skoðanir Trumps. Þar tók Trump þó ekki fram nákvæmlega hvernig Obama á að hafa lagt vegatálma fyrir valdaskiptum en Trump hafði þó áður látið í ljós pirring sinn yfir nýlegum ummælum Obama, þar sem hann sagði að hann hefði unnið ef hann hefði boðið sig fram aftur. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að Obama vekur mesta aðdáun Bandaríkjamanna en Trump einungis næst mestu. Það mun örugglega ekki verða til þess að lægja pirring Trump í garð forvera síns.Sjá einnig: „Ekki fræðilegur!“ Auk þess var Trump afar gagnrýninn á þá ákvörðun ríkisstjórn Obama að sitja hjá þegar öryggisráðið kaus að álykta gegn landnemabyggðum Ísraela í Palestínu og ljóst að þegar ríkisstjórn Trump tekur við mun verða algjör stefnubreyting hjá Bandaríkjamönnum í alþjóðamálum. Þá hefur Trump einnig farið mikinn á Twitter undanfarið þar sem hann hefur barið sér á brjóst fyrir mælingar sem sýna fram á að Bandaríkjamenn séu nú bjartsýnni en áður. Hingað til hefur Trump og starfsteymi hans að mestu leyti hrósað Obama fyrir stjórnarskiptaferlið og meðhöndlun hans á því en Obama hefur sjálfur sagt að það sé mikilvægt að valdaskiptin fari fram með friðsamlegum hætti.Doing my best to disregard the many inflammatory President O statements and roadblocks.Thought it was going to be a smooth transition - NOT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15 Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04 Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefur sakað núverandi forseta – Barack Obama um að stilla upp vegatálmum til að gera honum erfiðara fyrir að taka við valdataumum landsins í janúar.Trump hafði nýlega sakað ríkisstjórn Obama um að koma fram við ríkisstjórn Ísraela af algjöru virðingarleysi en hann bað Ísraela um að þrauka þar til hann kæmist til valda í janúar.Sjá einnig: Trump biður Ísraela um að þrauka til 20.janúarÁsakanir Trump á hendur Obama birtust á Twitter síðu Trumps í dag, eins og raunar flestar skoðanir Trumps. Þar tók Trump þó ekki fram nákvæmlega hvernig Obama á að hafa lagt vegatálma fyrir valdaskiptum en Trump hafði þó áður látið í ljós pirring sinn yfir nýlegum ummælum Obama, þar sem hann sagði að hann hefði unnið ef hann hefði boðið sig fram aftur. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að Obama vekur mesta aðdáun Bandaríkjamanna en Trump einungis næst mestu. Það mun örugglega ekki verða til þess að lægja pirring Trump í garð forvera síns.Sjá einnig: „Ekki fræðilegur!“ Auk þess var Trump afar gagnrýninn á þá ákvörðun ríkisstjórn Obama að sitja hjá þegar öryggisráðið kaus að álykta gegn landnemabyggðum Ísraela í Palestínu og ljóst að þegar ríkisstjórn Trump tekur við mun verða algjör stefnubreyting hjá Bandaríkjamönnum í alþjóðamálum. Þá hefur Trump einnig farið mikinn á Twitter undanfarið þar sem hann hefur barið sér á brjóst fyrir mælingar sem sýna fram á að Bandaríkjamenn séu nú bjartsýnni en áður. Hingað til hefur Trump og starfsteymi hans að mestu leyti hrósað Obama fyrir stjórnarskiptaferlið og meðhöndlun hans á því en Obama hefur sjálfur sagt að það sé mikilvægt að valdaskiptin fari fram með friðsamlegum hætti.Doing my best to disregard the many inflammatory President O statements and roadblocks.Thought it was going to be a smooth transition - NOT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15 Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04 Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
„Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15
Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04
Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23