Ísraelska stjórnarandstaðan gagnrýnir Netanyahu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. desember 2016 16:41 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/EPA Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa gagnrýnt forsætisráðherra landsins, Benjamín Netanyahu harðlega undanfarna daga fyrir viðbrögð sín við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í ályktun öryggisráðsins var uppbygging landnemabyggða Ísraela á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar gagnrýnd. Segja leiðtogar stjórnarandstöðunnar að Netanyahu hafi skaðað hagsmuni landsins með ofsafengnum viðbrögðum sínum undanfarna daga. Síðan ályktunin var samþykkt hefur ríkisstjórn Netanyahu unnið að því að skera niður samvinnu í utanríkismálum milli Ísraels og þeirra landa sem fulltrúa eiga í öryggisráðinu. Þá hefur Ísrael kallað sendiherra sína heim frá Nýja-Sjálandi og Senegal. Einnig hafa yfirvöld í Ísrael stöðvað þróunarsamvinnuverkefni sem Ísrael átti með Senegal og þá hefur Netanyahu heitið því að draga úr fjárstuðningi Ísraela við hinar ýmsu stofnanir innan Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa sagt að hér sé ekki um neina ákveðna utanríkisstefnu að ræða heldur hreinlega ofsafengin viðbrögð sem ráðist af tilfinningum. Hafa þeir bent á að Ísrael eigi nú þegar nóg af andstæðingum sem vilji einangra landið á alþjóðlegum vettvangi, það sé algjör óþarfi að þarlend stjórnvöld taki þátt í því líka. Netanyahu hefur varið aðgerðir ríkisstjórnar sinnar og sagt að einu viðbrögðin sem ríkið geti sýnt við ályktuninni séu hörð viðbrögð, einfaldlega vegna þess að framtíð Ísraels sé í húfi. Tengdar fréttir Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem. 24. desember 2016 09:44 Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða Þetta er í fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn beita ekki neitunarvaldi sínu gegn ályktunum sem gagnrýna Ísraela. 23. desember 2016 21:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa gagnrýnt forsætisráðherra landsins, Benjamín Netanyahu harðlega undanfarna daga fyrir viðbrögð sín við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í ályktun öryggisráðsins var uppbygging landnemabyggða Ísraela á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar gagnrýnd. Segja leiðtogar stjórnarandstöðunnar að Netanyahu hafi skaðað hagsmuni landsins með ofsafengnum viðbrögðum sínum undanfarna daga. Síðan ályktunin var samþykkt hefur ríkisstjórn Netanyahu unnið að því að skera niður samvinnu í utanríkismálum milli Ísraels og þeirra landa sem fulltrúa eiga í öryggisráðinu. Þá hefur Ísrael kallað sendiherra sína heim frá Nýja-Sjálandi og Senegal. Einnig hafa yfirvöld í Ísrael stöðvað þróunarsamvinnuverkefni sem Ísrael átti með Senegal og þá hefur Netanyahu heitið því að draga úr fjárstuðningi Ísraela við hinar ýmsu stofnanir innan Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa sagt að hér sé ekki um neina ákveðna utanríkisstefnu að ræða heldur hreinlega ofsafengin viðbrögð sem ráðist af tilfinningum. Hafa þeir bent á að Ísrael eigi nú þegar nóg af andstæðingum sem vilji einangra landið á alþjóðlegum vettvangi, það sé algjör óþarfi að þarlend stjórnvöld taki þátt í því líka. Netanyahu hefur varið aðgerðir ríkisstjórnar sinnar og sagt að einu viðbrögðin sem ríkið geti sýnt við ályktuninni séu hörð viðbrögð, einfaldlega vegna þess að framtíð Ísraels sé í húfi.
Tengdar fréttir Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem. 24. desember 2016 09:44 Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða Þetta er í fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn beita ekki neitunarvaldi sínu gegn ályktunum sem gagnrýna Ísraela. 23. desember 2016 21:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem. 24. desember 2016 09:44
Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða Þetta er í fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn beita ekki neitunarvaldi sínu gegn ályktunum sem gagnrýna Ísraela. 23. desember 2016 21:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent