Íslendingar sólgnir í skyndibita á aðventunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. desember 2016 13:38 Töluvert er um að Íslendingar nýti sér næli sér í skyndibita í aðdraganda jólanna. Hér sést Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, gæða sér á einum slíkum. Vísir/GVA Eflaust reyna margir Íslendingar að auðvelda sér sporin á aðventunni og jólaundirbúningnum. Jafnvel vilja einhverjir forðast skötuna og gera hlé á steikinni. Vísir sló á þráðinn til þriggja skyndibitastaða á höfuðborgarsvæðinu og forvitnaðist um hversu sólgnir landsmenn eru í skyndibita í desember. Svo virðist sem mikið sé að gera allan daginn alla daga í desember. Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino‘s segir að desember sé alltaf stór mánuður hjá fyrirtækinu en að Íslendingar séu sérstaklega sólgnir í pítsur á Þorláksmessu og nýársdag. „Desember er alveg ágætlega stór mánuður hjá okkur. Í annríkinu leitar fólk til þess að geta fundið eitthvað þægilegt og þurfa ekki að pæla í matnum. Desember hefur alltaf verið stór svo eru líka próf og prófalok og það er svo margt sem fylgir þessu, en jú Þorláksmessa er alveg stór dagur hjá okkur, það er alveg þannig,“ segir Anna Fríða í samtali við Vísi.Er fólk mikið að leita sér að einhverju öðru en skötu á Þorláksmessu semsagt? „Einmitt, vill eitthvað betra en skötu. Þorláksmessa er alltaf mjög stórt kvöld hjá okkur. Svo ég tali ekki um nýársdag. Þá er sprenging í heimsendingum og við finnum alveg fyrir því að um tvö-leytið þá er fólk að vakna til lífsins og vill fá pitsu strax. En það er bara æðislegt og við skiljum það mjög vel. Það er gaman að við getum létt fólki aðeins lífið yfir hátíðarnar. Fólk vill eflaust líka taka sér pásu frá jólasteikinni.“Mikið að gera í allt haust Barbara Kristín Kristjánsdóttir, gæðastjóri KFC á Íslandi, tekur í sama streng og segir að desember sé annasamur og fólk sólgið í kjúkling ofurstans. „Það er náttúrulega mjög mikið að gera. Ég held það sé ekki endilega bara Íslendingar, það eru náttúrulega miklu fleiri túristar akkúrat núna. Þannig að við erum að finna fyrir því að það er mikið að gera og það hefur verið í allt haust, það hefur ekki komið nein lægð eins og var kannski fyrir einhverjum árum síðan. Þannig að það er bara gaman, mikið að gerast,“ segir Barbara í samtali við Vísi. Hún segir þó að þau finni fyrir mun í aðdraganda jólanna. „Það sem er í rauninni breytingin á milli þessa daga og hinna daganna er að flæðið er jafnt og þétt yfir allan daginn. Það er lengdur opnunartími verslana og það er engin ákveðin törn. Það er ekki bara milli 12 og eitt heldur líka um miðjan dag þá er fólk alltaf að koma inn.“Sushi vinsælt á áramótunum Daria Rudkova, starfsmanna- og gæðastjóri Tokyo Sushi býst við miklum viðskiptum í kvöld, en sushi virðist vera vinsælt hjá landsmönnum á Þorláksmessukvöldi. „Það hefur verið hjá okkur síðustu fjögur ár að það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur rétt fyrir jól. Eins og Þorláksmessa er í ár á föstudegi en eins og í fyrra og hitt í fyrra var þorláksmessukvöld eins og föstudagskvöld. Þannig að já, það er mikið a gera og fólk er að nýta sér að koma og fá sér sushi og fara heim.“Er líka mikil traffík milli jóla og nýárs? „Já það hefur líka verið að það sé meira að gera. Alltaf um áramótin er mikið að gera því það er vinsælast að fá sér sushi. En það er mikið að gera, en ekki eins mikið og fyrir jól.“ Jólafréttir Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Eflaust reyna margir Íslendingar að auðvelda sér sporin á aðventunni og jólaundirbúningnum. Jafnvel vilja einhverjir forðast skötuna og gera hlé á steikinni. Vísir sló á þráðinn til þriggja skyndibitastaða á höfuðborgarsvæðinu og forvitnaðist um hversu sólgnir landsmenn eru í skyndibita í desember. Svo virðist sem mikið sé að gera allan daginn alla daga í desember. Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino‘s segir að desember sé alltaf stór mánuður hjá fyrirtækinu en að Íslendingar séu sérstaklega sólgnir í pítsur á Þorláksmessu og nýársdag. „Desember er alveg ágætlega stór mánuður hjá okkur. Í annríkinu leitar fólk til þess að geta fundið eitthvað þægilegt og þurfa ekki að pæla í matnum. Desember hefur alltaf verið stór svo eru líka próf og prófalok og það er svo margt sem fylgir þessu, en jú Þorláksmessa er alveg stór dagur hjá okkur, það er alveg þannig,“ segir Anna Fríða í samtali við Vísi.Er fólk mikið að leita sér að einhverju öðru en skötu á Þorláksmessu semsagt? „Einmitt, vill eitthvað betra en skötu. Þorláksmessa er alltaf mjög stórt kvöld hjá okkur. Svo ég tali ekki um nýársdag. Þá er sprenging í heimsendingum og við finnum alveg fyrir því að um tvö-leytið þá er fólk að vakna til lífsins og vill fá pitsu strax. En það er bara æðislegt og við skiljum það mjög vel. Það er gaman að við getum létt fólki aðeins lífið yfir hátíðarnar. Fólk vill eflaust líka taka sér pásu frá jólasteikinni.“Mikið að gera í allt haust Barbara Kristín Kristjánsdóttir, gæðastjóri KFC á Íslandi, tekur í sama streng og segir að desember sé annasamur og fólk sólgið í kjúkling ofurstans. „Það er náttúrulega mjög mikið að gera. Ég held það sé ekki endilega bara Íslendingar, það eru náttúrulega miklu fleiri túristar akkúrat núna. Þannig að við erum að finna fyrir því að það er mikið að gera og það hefur verið í allt haust, það hefur ekki komið nein lægð eins og var kannski fyrir einhverjum árum síðan. Þannig að það er bara gaman, mikið að gerast,“ segir Barbara í samtali við Vísi. Hún segir þó að þau finni fyrir mun í aðdraganda jólanna. „Það sem er í rauninni breytingin á milli þessa daga og hinna daganna er að flæðið er jafnt og þétt yfir allan daginn. Það er lengdur opnunartími verslana og það er engin ákveðin törn. Það er ekki bara milli 12 og eitt heldur líka um miðjan dag þá er fólk alltaf að koma inn.“Sushi vinsælt á áramótunum Daria Rudkova, starfsmanna- og gæðastjóri Tokyo Sushi býst við miklum viðskiptum í kvöld, en sushi virðist vera vinsælt hjá landsmönnum á Þorláksmessukvöldi. „Það hefur verið hjá okkur síðustu fjögur ár að það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur rétt fyrir jól. Eins og Þorláksmessa er í ár á föstudegi en eins og í fyrra og hitt í fyrra var þorláksmessukvöld eins og föstudagskvöld. Þannig að já, það er mikið a gera og fólk er að nýta sér að koma og fá sér sushi og fara heim.“Er líka mikil traffík milli jóla og nýárs? „Já það hefur líka verið að það sé meira að gera. Alltaf um áramótin er mikið að gera því það er vinsælast að fá sér sushi. En það er mikið að gera, en ekki eins mikið og fyrir jól.“
Jólafréttir Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira