Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2016 14:00 Afar vinsælt er að eyða áramótunum hér á landi. vísir/vilhelm Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. „Áramótin eru alltaf vinsæl og það voru öll hótel hjá okkur uppbókuð þá fyrir frekar löngu síðan. Það jákvæða við þetta er að það er mjög nálægt því að vera uppbókað hjá okkur líka um jólin og það er nýtt þar sem við erum nú í fyrsta skipti með öll hótelin okkar opin yfir jólahátíðina. Við höfum undanfarin ár lokað þessum minni hótelum en eftirspurnin núna er þannig að við getum haft þau öll opin. Þá erum við líka með þrjá veitingastaði á þremur hótelanna sem verða opnir alla daga bæði um jól og áramót,“ segir Eva í samtali við Vísi. Alls eru 478 herbergi á sex hótelum Center hótela í Reykjavík. Eva segir að algengara sé að fólk komi hingað í frí annað hvort um jólin eða áramót þó alltaf séu einhverjir sem eru yfir allar hátíðarnar. Ekkert lát virðist því vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar og segir Eva að áramótin 2017/2018 séu strax orðin þéttbókuð hjá Center hótelum.Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela.Meðalverðið á AirBnb um áramót næstum 50 þúsund kall Yfir 3000 eignir eru skráðar til útleigu í Reykjavík á vefnum AirBnb. Ef slegnar eru inn dagsetningarnar 23. desember til 26. desember á vefinn kemur upp tilkynning um að lausar eignir (valið var „Allt heimilið“) í Reykjavík á þessum dagsetningum séu að fyllast hratt og að einungis 10 prósent eigna séu lausar yfir jólin. Verðið að meðaltali fyrir nóttina er 256 dollarar eða um 29 þúsund krónur. Miklu minna framboð er á eignum (valið var „Allt heimilið“) um áramót. Ef valdar eru dagsetningarnar 30. desember til 2. janúar kemur upp tilkynning um að aðeins tvö prósent heimila séu laus, eða 25 eignir. Meðalverðið fyrir nóttina er helmingi hærra en um jólin, eða 412 dollarar nóttin, sem gera um 48 þúsund krónur. Til samanburðar er meðalverðið fyrir nóttina eina helgi í Reykjavík í janúar ef leigt er í gegnum AirBnb 162 dollarar eða um 18 þúsund krónur. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. „Áramótin eru alltaf vinsæl og það voru öll hótel hjá okkur uppbókuð þá fyrir frekar löngu síðan. Það jákvæða við þetta er að það er mjög nálægt því að vera uppbókað hjá okkur líka um jólin og það er nýtt þar sem við erum nú í fyrsta skipti með öll hótelin okkar opin yfir jólahátíðina. Við höfum undanfarin ár lokað þessum minni hótelum en eftirspurnin núna er þannig að við getum haft þau öll opin. Þá erum við líka með þrjá veitingastaði á þremur hótelanna sem verða opnir alla daga bæði um jól og áramót,“ segir Eva í samtali við Vísi. Alls eru 478 herbergi á sex hótelum Center hótela í Reykjavík. Eva segir að algengara sé að fólk komi hingað í frí annað hvort um jólin eða áramót þó alltaf séu einhverjir sem eru yfir allar hátíðarnar. Ekkert lát virðist því vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar og segir Eva að áramótin 2017/2018 séu strax orðin þéttbókuð hjá Center hótelum.Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela.Meðalverðið á AirBnb um áramót næstum 50 þúsund kall Yfir 3000 eignir eru skráðar til útleigu í Reykjavík á vefnum AirBnb. Ef slegnar eru inn dagsetningarnar 23. desember til 26. desember á vefinn kemur upp tilkynning um að lausar eignir (valið var „Allt heimilið“) í Reykjavík á þessum dagsetningum séu að fyllast hratt og að einungis 10 prósent eigna séu lausar yfir jólin. Verðið að meðaltali fyrir nóttina er 256 dollarar eða um 29 þúsund krónur. Miklu minna framboð er á eignum (valið var „Allt heimilið“) um áramót. Ef valdar eru dagsetningarnar 30. desember til 2. janúar kemur upp tilkynning um að aðeins tvö prósent heimila séu laus, eða 25 eignir. Meðalverðið fyrir nóttina er helmingi hærra en um jólin, eða 412 dollarar nóttin, sem gera um 48 þúsund krónur. Til samanburðar er meðalverðið fyrir nóttina eina helgi í Reykjavík í janúar ef leigt er í gegnum AirBnb 162 dollarar eða um 18 þúsund krónur.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15