Trump reiður út í Meryl Streep Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2017 11:55 Meryl Streep og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist mjög svo ósáttur við Meryl Streep eftir ræðu hennar á Golden Globe verðlaunahátíðinni í nótt. Í ræðunni sendi hún Trump tóninn fyrir að niðurlægja og gera lítið úr fólki. „Þegar svona valdamikill maður sýnir öðru fólki svona mikla vanvirðingu mun það bara hafa það í för með sér að fólk mun almennt sýna öðrum meiri vanvirðingu. Ofbeldi skapar einnig bara meira ofbeldi. Þegar þeir valdamiklu nota aðstöðu sína til að gera lítið úr öðrum töpum við öll,“ sagði Streep Hún nefndi sérstaklega atvik þegar Trump virtist hæðast að fötlun blaðamanns. Sjá einnig: Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe (Hægt er að sjá ræðu Streep hér) Trump tísti um ræðuna nú skömmu fyrir hádegi þar sem hann segir Meryl Streep hafa ráðist á sig, þrátt fyrir að þekkja sig ekki. Hann segir einnig að hún sé „ein ofmetnasta leikkona Hollywood“ og handbendi Hillary Clinton, sem hafi tapað „stórt“. Þá segir Trump ekki að hann hafi hæðst að fötlun blaðamannsins. Þess í stað hafi hann einfaldlega verið að leika blaðamanninn, sem hafi breytt sextán ára gamalli frétt til að varpa neikvæðu ljósi á Trump. Það segir Trump að sé enn eitt dæmið um óheiðarleika fjölmiðla. Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásunum í New York í september 2001.Kovaleski sagði að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin. Trump hafði þá nýverið haldið því fram að þúsundir múslima í New Jersey hefðu fagnað árásunum. Fjölmiðlar hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir því að staðhæfing Trump sé rétt.Meryl Streep, one of the most over-rated actresses in Hollywood, doesn't know me but attacked last night at the Golden Globes. She is a.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 Hillary flunky who lost big. For the 100th time, I never "mocked" a disabled reporter (would never do that) but simply showed him.......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 "groveling" when he totally changed a 16 year old story that he had written in order to make me look bad. Just more very dishonest media!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist mjög svo ósáttur við Meryl Streep eftir ræðu hennar á Golden Globe verðlaunahátíðinni í nótt. Í ræðunni sendi hún Trump tóninn fyrir að niðurlægja og gera lítið úr fólki. „Þegar svona valdamikill maður sýnir öðru fólki svona mikla vanvirðingu mun það bara hafa það í för með sér að fólk mun almennt sýna öðrum meiri vanvirðingu. Ofbeldi skapar einnig bara meira ofbeldi. Þegar þeir valdamiklu nota aðstöðu sína til að gera lítið úr öðrum töpum við öll,“ sagði Streep Hún nefndi sérstaklega atvik þegar Trump virtist hæðast að fötlun blaðamanns. Sjá einnig: Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe (Hægt er að sjá ræðu Streep hér) Trump tísti um ræðuna nú skömmu fyrir hádegi þar sem hann segir Meryl Streep hafa ráðist á sig, þrátt fyrir að þekkja sig ekki. Hann segir einnig að hún sé „ein ofmetnasta leikkona Hollywood“ og handbendi Hillary Clinton, sem hafi tapað „stórt“. Þá segir Trump ekki að hann hafi hæðst að fötlun blaðamannsins. Þess í stað hafi hann einfaldlega verið að leika blaðamanninn, sem hafi breytt sextán ára gamalli frétt til að varpa neikvæðu ljósi á Trump. Það segir Trump að sé enn eitt dæmið um óheiðarleika fjölmiðla. Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásunum í New York í september 2001.Kovaleski sagði að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin. Trump hafði þá nýverið haldið því fram að þúsundir múslima í New Jersey hefðu fagnað árásunum. Fjölmiðlar hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir því að staðhæfing Trump sé rétt.Meryl Streep, one of the most over-rated actresses in Hollywood, doesn't know me but attacked last night at the Golden Globes. She is a.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 Hillary flunky who lost big. For the 100th time, I never "mocked" a disabled reporter (would never do that) but simply showed him.......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 "groveling" when he totally changed a 16 year old story that he had written in order to make me look bad. Just more very dishonest media!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira