Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur meðtekið niðurstöður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum að sögn starfsmannastjóra Trump. Reuters greinir frá.
„Hann hefur samþykkt að staðreyndirnar í þessu tiltekna máli bendi til þess að Rússar hafi verið að verki,“ sagði Reince Priebus sem mun verða hæst setti embætismaður Trump þegar hann tekur við forsetaembætti síðar í mánuðinum.
Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telja sig hafa sannanir fyrir því að Rússar hafi staðið fyrir leka á fjölda tölvupósta Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust.
Trump hefur hingað til gert lítið úr þessum niðurstöðum og í tilkynningu eftir fund Trump með helstu stjórnendum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna sagði hann að ekkert benti til þess að Rússar hefði haft áhrif á gang kosninganna.
Priebus sagði einnig að Trump stefni á að skipa stjórnendum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna að leggja til hvað eigi að gera varðandi þátt Rússa. Metið verði svo hvernig grípa eigi til aðgerða.
Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar

Tengdar fréttir

Tilvonandi yfirmaður njósnamála Bandaríkjanna var settur á svartan lista Rússa
Dan Coats hefur verið harður andstæðingur Rússa.

Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana
Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana uppfræða Donald Trump um tölvuinnbrot Rússa. Sjálfur segist Trump vera mikill aðdáandi leyniþjónustunnar. Joe Biden varaforseti segir að Trump verði að drífa sig í að fullorðnast.

Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi.

Fullyrða að Pútín hafi fyrirskipað afskipti af forsetakosningunum
Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafa opinberað skýrslu um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum.

Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“
Donald Trump heldur áfram að gera lítið úr rússneskum tölvuárásum eftir fund með stjórnendum leyniþjónustustofnana.