Trump hótar Toyota háum gjöldum vegna framleiðslu í Mexíkó nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 5. janúar 2017 23:37 Donald Trump var harðorður í tísti sínu fyrr í kvöld. Vísir/EPA Donald Trump hótaði bílaframleiðandanum Toyota háum gjöldum ef fyirirtækið héldi áfram að framleiða bíla sína í verksmiðjum í Mexíkó. Reuters greinir frá. Trump viðraði þessa hótun sína í tísti fyrr í kvöld sem er svohljóðandi: „Toyota sögðu að þeir ætluðu sér að reisa nýja verksmiðju í Baja, Mexíkó, til þess að framleiða Corolla-bíla fyrir Bandaríkjamarkað. EKKI SÉNS! Byggið verksmiðju í Bandaríkjunum eða greiðið annars háan landamæratoll.“ Þess ber þó að geta að Toyota hefur engin áform um byggingu nýrrar verksmiðju í Baja, þar er nú þegar Toyota verskmiðja. Hins vegar hyggst framleiðandinn reisa verksmiðju í mexíkósku borgini Guanajuato.Hlutabréf Toyota féllu Trump hefur margsinnis lýst yfir gremju sinni í garð bandarískra stórfyrirtækja sem framleiða vörur sínar erlendis á ódýran máta en þetta er í fyrsta skipti sem hann beinir spjótum sínum að erlendu fyrirtæki. Toyota er japanskur framleiðandi. Scott Vazin, forsvarsmaður Toyota brást við tísti Trumps og fullyrti að „Toyota hlakki til að starfa með ríkisstjórn Trumps í þágu neytenda og bílaiðnarins.“ Forstjóri Toyota sagði þó að framleiðandinn ætlaði ekki að breyta áformum sínum um bílaframleiðslu í Mexíkó að svo stöddu en til stæði að taka málið til íhugunar eftir að Trump tekur við embætti forseta þann 20. janúar. Hlutabréf Toyota á Bandaríkjamarkaði féllu um 0,7 prósent í kjölfar tístsins.Bifreið af gerðinni Toyota Corolla sett saman í verksmiðju.vísir/gettySetti Ford og General Motors afarkostiDonald Trump setti bifreiðaframleiðandanum General Motors svipaða afarkosti í fyrr í vikunni. Sagði hann að ef fyrirtækið hætti ekki framleiðslu sinni á bílategundinni Chevy Cruze utan landsteinanna gæti það búist við háum tollum. Að sama skapi hefur Trump þrýst á Ford með þeim afleiðingum að bifreiðaframleiðandinn lét af áformum sínum um að byggja verksmiðju í Mexíkó. Talsmenn Ford opinberuðu þessa ákvörðun fyrirtækisins fyrir tveimur dögum en þeir vilja meina að þrýstingur af hálfu Trumps hafi ekki átt neinn þátt í henni.Toyota Motor said will build a new plant in Baja, Mexico, to build Corolla cars for U.S. NO WAY! Build plant in U.S. or pay big border tax.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Donald Trump hótaði bílaframleiðandanum Toyota háum gjöldum ef fyirirtækið héldi áfram að framleiða bíla sína í verksmiðjum í Mexíkó. Reuters greinir frá. Trump viðraði þessa hótun sína í tísti fyrr í kvöld sem er svohljóðandi: „Toyota sögðu að þeir ætluðu sér að reisa nýja verksmiðju í Baja, Mexíkó, til þess að framleiða Corolla-bíla fyrir Bandaríkjamarkað. EKKI SÉNS! Byggið verksmiðju í Bandaríkjunum eða greiðið annars háan landamæratoll.“ Þess ber þó að geta að Toyota hefur engin áform um byggingu nýrrar verksmiðju í Baja, þar er nú þegar Toyota verskmiðja. Hins vegar hyggst framleiðandinn reisa verksmiðju í mexíkósku borgini Guanajuato.Hlutabréf Toyota féllu Trump hefur margsinnis lýst yfir gremju sinni í garð bandarískra stórfyrirtækja sem framleiða vörur sínar erlendis á ódýran máta en þetta er í fyrsta skipti sem hann beinir spjótum sínum að erlendu fyrirtæki. Toyota er japanskur framleiðandi. Scott Vazin, forsvarsmaður Toyota brást við tísti Trumps og fullyrti að „Toyota hlakki til að starfa með ríkisstjórn Trumps í þágu neytenda og bílaiðnarins.“ Forstjóri Toyota sagði þó að framleiðandinn ætlaði ekki að breyta áformum sínum um bílaframleiðslu í Mexíkó að svo stöddu en til stæði að taka málið til íhugunar eftir að Trump tekur við embætti forseta þann 20. janúar. Hlutabréf Toyota á Bandaríkjamarkaði féllu um 0,7 prósent í kjölfar tístsins.Bifreið af gerðinni Toyota Corolla sett saman í verksmiðju.vísir/gettySetti Ford og General Motors afarkostiDonald Trump setti bifreiðaframleiðandanum General Motors svipaða afarkosti í fyrr í vikunni. Sagði hann að ef fyrirtækið hætti ekki framleiðslu sinni á bílategundinni Chevy Cruze utan landsteinanna gæti það búist við háum tollum. Að sama skapi hefur Trump þrýst á Ford með þeim afleiðingum að bifreiðaframleiðandinn lét af áformum sínum um að byggja verksmiðju í Mexíkó. Talsmenn Ford opinberuðu þessa ákvörðun fyrirtækisins fyrir tveimur dögum en þeir vilja meina að þrýstingur af hálfu Trumps hafi ekki átt neinn þátt í henni.Toyota Motor said will build a new plant in Baja, Mexico, to build Corolla cars for U.S. NO WAY! Build plant in U.S. or pay big border tax.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira