Trump hótar Toyota háum gjöldum vegna framleiðslu í Mexíkó nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 5. janúar 2017 23:37 Donald Trump var harðorður í tísti sínu fyrr í kvöld. Vísir/EPA Donald Trump hótaði bílaframleiðandanum Toyota háum gjöldum ef fyirirtækið héldi áfram að framleiða bíla sína í verksmiðjum í Mexíkó. Reuters greinir frá. Trump viðraði þessa hótun sína í tísti fyrr í kvöld sem er svohljóðandi: „Toyota sögðu að þeir ætluðu sér að reisa nýja verksmiðju í Baja, Mexíkó, til þess að framleiða Corolla-bíla fyrir Bandaríkjamarkað. EKKI SÉNS! Byggið verksmiðju í Bandaríkjunum eða greiðið annars háan landamæratoll.“ Þess ber þó að geta að Toyota hefur engin áform um byggingu nýrrar verksmiðju í Baja, þar er nú þegar Toyota verskmiðja. Hins vegar hyggst framleiðandinn reisa verksmiðju í mexíkósku borgini Guanajuato.Hlutabréf Toyota féllu Trump hefur margsinnis lýst yfir gremju sinni í garð bandarískra stórfyrirtækja sem framleiða vörur sínar erlendis á ódýran máta en þetta er í fyrsta skipti sem hann beinir spjótum sínum að erlendu fyrirtæki. Toyota er japanskur framleiðandi. Scott Vazin, forsvarsmaður Toyota brást við tísti Trumps og fullyrti að „Toyota hlakki til að starfa með ríkisstjórn Trumps í þágu neytenda og bílaiðnarins.“ Forstjóri Toyota sagði þó að framleiðandinn ætlaði ekki að breyta áformum sínum um bílaframleiðslu í Mexíkó að svo stöddu en til stæði að taka málið til íhugunar eftir að Trump tekur við embætti forseta þann 20. janúar. Hlutabréf Toyota á Bandaríkjamarkaði féllu um 0,7 prósent í kjölfar tístsins.Bifreið af gerðinni Toyota Corolla sett saman í verksmiðju.vísir/gettySetti Ford og General Motors afarkostiDonald Trump setti bifreiðaframleiðandanum General Motors svipaða afarkosti í fyrr í vikunni. Sagði hann að ef fyrirtækið hætti ekki framleiðslu sinni á bílategundinni Chevy Cruze utan landsteinanna gæti það búist við háum tollum. Að sama skapi hefur Trump þrýst á Ford með þeim afleiðingum að bifreiðaframleiðandinn lét af áformum sínum um að byggja verksmiðju í Mexíkó. Talsmenn Ford opinberuðu þessa ákvörðun fyrirtækisins fyrir tveimur dögum en þeir vilja meina að þrýstingur af hálfu Trumps hafi ekki átt neinn þátt í henni.Toyota Motor said will build a new plant in Baja, Mexico, to build Corolla cars for U.S. NO WAY! Build plant in U.S. or pay big border tax.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Donald Trump hótaði bílaframleiðandanum Toyota háum gjöldum ef fyirirtækið héldi áfram að framleiða bíla sína í verksmiðjum í Mexíkó. Reuters greinir frá. Trump viðraði þessa hótun sína í tísti fyrr í kvöld sem er svohljóðandi: „Toyota sögðu að þeir ætluðu sér að reisa nýja verksmiðju í Baja, Mexíkó, til þess að framleiða Corolla-bíla fyrir Bandaríkjamarkað. EKKI SÉNS! Byggið verksmiðju í Bandaríkjunum eða greiðið annars háan landamæratoll.“ Þess ber þó að geta að Toyota hefur engin áform um byggingu nýrrar verksmiðju í Baja, þar er nú þegar Toyota verskmiðja. Hins vegar hyggst framleiðandinn reisa verksmiðju í mexíkósku borgini Guanajuato.Hlutabréf Toyota féllu Trump hefur margsinnis lýst yfir gremju sinni í garð bandarískra stórfyrirtækja sem framleiða vörur sínar erlendis á ódýran máta en þetta er í fyrsta skipti sem hann beinir spjótum sínum að erlendu fyrirtæki. Toyota er japanskur framleiðandi. Scott Vazin, forsvarsmaður Toyota brást við tísti Trumps og fullyrti að „Toyota hlakki til að starfa með ríkisstjórn Trumps í þágu neytenda og bílaiðnarins.“ Forstjóri Toyota sagði þó að framleiðandinn ætlaði ekki að breyta áformum sínum um bílaframleiðslu í Mexíkó að svo stöddu en til stæði að taka málið til íhugunar eftir að Trump tekur við embætti forseta þann 20. janúar. Hlutabréf Toyota á Bandaríkjamarkaði féllu um 0,7 prósent í kjölfar tístsins.Bifreið af gerðinni Toyota Corolla sett saman í verksmiðju.vísir/gettySetti Ford og General Motors afarkostiDonald Trump setti bifreiðaframleiðandanum General Motors svipaða afarkosti í fyrr í vikunni. Sagði hann að ef fyrirtækið hætti ekki framleiðslu sinni á bílategundinni Chevy Cruze utan landsteinanna gæti það búist við háum tollum. Að sama skapi hefur Trump þrýst á Ford með þeim afleiðingum að bifreiðaframleiðandinn lét af áformum sínum um að byggja verksmiðju í Mexíkó. Talsmenn Ford opinberuðu þessa ákvörðun fyrirtækisins fyrir tveimur dögum en þeir vilja meina að þrýstingur af hálfu Trumps hafi ekki átt neinn þátt í henni.Toyota Motor said will build a new plant in Baja, Mexico, to build Corolla cars for U.S. NO WAY! Build plant in U.S. or pay big border tax.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira