Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. janúar 2017 07:00 Mike Pence, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, ásamt Reince Preibus, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, ganga af fundi á miðvikudag. Nordicphotos/AFP Repúblikanar eru komnir í meirihluta á Bandaríkjaþingi og strax byrjaðir að leita leiða til þess að vinda ofan af lögum um heilbrigðisþjónustu, svonefndum ObamaCare-lögum, sem Barack Obama kom á. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða neinn hægðarleikur, því bæði verður flókið að breyta því fyrirkomulagi sem nú er í gildi auk þess sem lítil samstaða er meðal Repúblikana um það hvers konar fyrirkomulag eigi að taka við. Donald Trump tekur við af Obama eftir tvær vikur, föstudaginn 20. janúar. Nýkjörið þing, með Repúblikana í meirihluta í báðum deildum, kom saman á þriðjudaginn. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í gær að Demókratar viti vel hve slæmt ObamaCare sé, en í staðinn fyrir að reyna að lagfæra þetta kerfi séu þeir uppteknir við að kenna öðrum um: „Það er kominn tími til þess að Repúblikanar og Demókratar standi saman og setji saman hugmyndir um heilbrigðisþjónustu sem virkar í alvöru – miklu ódýrari og langtum betri,“ segir hann. Með þessu virðist hann vera að segja að Repúblikanar ætli ekki að reyna að breyta þessu fyrirkomulagi án þess að hafa Demókrata að einhverju leyti með í ráðum. Mike Pence, sem verður varaforseti Trumps, mætti engu að síður til þings á miðvikudaginn og gerði þar, ásamt forystumönnum flokksins, grein fyrir því hvernig þeir ætli sér að ógilda ObamaCare-lögin sem Obama undirritaði fyrir tæpum sjö árum, tveimur árum eftir að hann tók við embætti. Frá þessu segir meðal annars á vef dagblaðsins The New York Times. Strax í næstu viku ætla þeir sér að byrja á því að hindra fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar með því að samþykkja breytingu á fjárlögum. Síðan er meiningin að setja þingnefndir í að móta lög um breytingar á heilbrigðisþjónustunni. Þegar Trump tekur við muni hann síðan grípa til frekari ráðstafana með tilskipunum, en á endanum þurfi Repúblikanar að semja ný heildarlög um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum. Obama forseti, sem nú á aðeins tvær vikur eftir í embætti, skrapp sjálfur í heimsókn í þingið á miðvikudag til að funda með Demókrötum. Þeir ætla sér að reyna allt til að verja þessa löggjöf sem þeir náðu í gegn eftir margra áratuga baráttu og eru harla stoltir af.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Repúblikanar eru komnir í meirihluta á Bandaríkjaþingi og strax byrjaðir að leita leiða til þess að vinda ofan af lögum um heilbrigðisþjónustu, svonefndum ObamaCare-lögum, sem Barack Obama kom á. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða neinn hægðarleikur, því bæði verður flókið að breyta því fyrirkomulagi sem nú er í gildi auk þess sem lítil samstaða er meðal Repúblikana um það hvers konar fyrirkomulag eigi að taka við. Donald Trump tekur við af Obama eftir tvær vikur, föstudaginn 20. janúar. Nýkjörið þing, með Repúblikana í meirihluta í báðum deildum, kom saman á þriðjudaginn. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í gær að Demókratar viti vel hve slæmt ObamaCare sé, en í staðinn fyrir að reyna að lagfæra þetta kerfi séu þeir uppteknir við að kenna öðrum um: „Það er kominn tími til þess að Repúblikanar og Demókratar standi saman og setji saman hugmyndir um heilbrigðisþjónustu sem virkar í alvöru – miklu ódýrari og langtum betri,“ segir hann. Með þessu virðist hann vera að segja að Repúblikanar ætli ekki að reyna að breyta þessu fyrirkomulagi án þess að hafa Demókrata að einhverju leyti með í ráðum. Mike Pence, sem verður varaforseti Trumps, mætti engu að síður til þings á miðvikudaginn og gerði þar, ásamt forystumönnum flokksins, grein fyrir því hvernig þeir ætli sér að ógilda ObamaCare-lögin sem Obama undirritaði fyrir tæpum sjö árum, tveimur árum eftir að hann tók við embætti. Frá þessu segir meðal annars á vef dagblaðsins The New York Times. Strax í næstu viku ætla þeir sér að byrja á því að hindra fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar með því að samþykkja breytingu á fjárlögum. Síðan er meiningin að setja þingnefndir í að móta lög um breytingar á heilbrigðisþjónustunni. Þegar Trump tekur við muni hann síðan grípa til frekari ráðstafana með tilskipunum, en á endanum þurfi Repúblikanar að semja ný heildarlög um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum. Obama forseti, sem nú á aðeins tvær vikur eftir í embætti, skrapp sjálfur í heimsókn í þingið á miðvikudag til að funda með Demókrötum. Þeir ætla sér að reyna allt til að verja þessa löggjöf sem þeir náðu í gegn eftir margra áratuga baráttu og eru harla stoltir af.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira