Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. janúar 2017 07:00 Mike Pence, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, ásamt Reince Preibus, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, ganga af fundi á miðvikudag. Nordicphotos/AFP Repúblikanar eru komnir í meirihluta á Bandaríkjaþingi og strax byrjaðir að leita leiða til þess að vinda ofan af lögum um heilbrigðisþjónustu, svonefndum ObamaCare-lögum, sem Barack Obama kom á. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða neinn hægðarleikur, því bæði verður flókið að breyta því fyrirkomulagi sem nú er í gildi auk þess sem lítil samstaða er meðal Repúblikana um það hvers konar fyrirkomulag eigi að taka við. Donald Trump tekur við af Obama eftir tvær vikur, föstudaginn 20. janúar. Nýkjörið þing, með Repúblikana í meirihluta í báðum deildum, kom saman á þriðjudaginn. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í gær að Demókratar viti vel hve slæmt ObamaCare sé, en í staðinn fyrir að reyna að lagfæra þetta kerfi séu þeir uppteknir við að kenna öðrum um: „Það er kominn tími til þess að Repúblikanar og Demókratar standi saman og setji saman hugmyndir um heilbrigðisþjónustu sem virkar í alvöru – miklu ódýrari og langtum betri,“ segir hann. Með þessu virðist hann vera að segja að Repúblikanar ætli ekki að reyna að breyta þessu fyrirkomulagi án þess að hafa Demókrata að einhverju leyti með í ráðum. Mike Pence, sem verður varaforseti Trumps, mætti engu að síður til þings á miðvikudaginn og gerði þar, ásamt forystumönnum flokksins, grein fyrir því hvernig þeir ætli sér að ógilda ObamaCare-lögin sem Obama undirritaði fyrir tæpum sjö árum, tveimur árum eftir að hann tók við embætti. Frá þessu segir meðal annars á vef dagblaðsins The New York Times. Strax í næstu viku ætla þeir sér að byrja á því að hindra fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar með því að samþykkja breytingu á fjárlögum. Síðan er meiningin að setja þingnefndir í að móta lög um breytingar á heilbrigðisþjónustunni. Þegar Trump tekur við muni hann síðan grípa til frekari ráðstafana með tilskipunum, en á endanum þurfi Repúblikanar að semja ný heildarlög um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum. Obama forseti, sem nú á aðeins tvær vikur eftir í embætti, skrapp sjálfur í heimsókn í þingið á miðvikudag til að funda með Demókrötum. Þeir ætla sér að reyna allt til að verja þessa löggjöf sem þeir náðu í gegn eftir margra áratuga baráttu og eru harla stoltir af.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Repúblikanar eru komnir í meirihluta á Bandaríkjaþingi og strax byrjaðir að leita leiða til þess að vinda ofan af lögum um heilbrigðisþjónustu, svonefndum ObamaCare-lögum, sem Barack Obama kom á. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða neinn hægðarleikur, því bæði verður flókið að breyta því fyrirkomulagi sem nú er í gildi auk þess sem lítil samstaða er meðal Repúblikana um það hvers konar fyrirkomulag eigi að taka við. Donald Trump tekur við af Obama eftir tvær vikur, föstudaginn 20. janúar. Nýkjörið þing, með Repúblikana í meirihluta í báðum deildum, kom saman á þriðjudaginn. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í gær að Demókratar viti vel hve slæmt ObamaCare sé, en í staðinn fyrir að reyna að lagfæra þetta kerfi séu þeir uppteknir við að kenna öðrum um: „Það er kominn tími til þess að Repúblikanar og Demókratar standi saman og setji saman hugmyndir um heilbrigðisþjónustu sem virkar í alvöru – miklu ódýrari og langtum betri,“ segir hann. Með þessu virðist hann vera að segja að Repúblikanar ætli ekki að reyna að breyta þessu fyrirkomulagi án þess að hafa Demókrata að einhverju leyti með í ráðum. Mike Pence, sem verður varaforseti Trumps, mætti engu að síður til þings á miðvikudaginn og gerði þar, ásamt forystumönnum flokksins, grein fyrir því hvernig þeir ætli sér að ógilda ObamaCare-lögin sem Obama undirritaði fyrir tæpum sjö árum, tveimur árum eftir að hann tók við embætti. Frá þessu segir meðal annars á vef dagblaðsins The New York Times. Strax í næstu viku ætla þeir sér að byrja á því að hindra fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar með því að samþykkja breytingu á fjárlögum. Síðan er meiningin að setja þingnefndir í að móta lög um breytingar á heilbrigðisþjónustunni. Þegar Trump tekur við muni hann síðan grípa til frekari ráðstafana með tilskipunum, en á endanum þurfi Repúblikanar að semja ný heildarlög um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum. Obama forseti, sem nú á aðeins tvær vikur eftir í embætti, skrapp sjálfur í heimsókn í þingið á miðvikudag til að funda með Demókrötum. Þeir ætla sér að reyna allt til að verja þessa löggjöf sem þeir náðu í gegn eftir margra áratuga baráttu og eru harla stoltir af.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira