Vopnahlé í Sýrlandi hangir á bláþræði Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. janúar 2017 07:00 Rússneski herinn hefur undanfarið unnið að því að fjarlægja jarðsprengjur úr austurhluta Aleppo-borgar, en uppreisnarmenn voru hraktir þaðan stuttu fyrir jól. vísir/epa Vopnahléið í Sýrlandi hefur ekki staðið í heila viku og gæti verið að renna út í sandinn vegna vopnahlésbrota sýrlenska stjórnarhersins. Uppreisnarmenn segja grundvöll vopnahlésins brostinn vegna þess að hvorki Sýrlandsstjórn né Rússar hafi staðið við sinn hluta. Árásir hafi haldið áfram á Wadi Barada og fleiri svæði sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi. Wadi Barada er dalur í næsta nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus, en uppreisnarmennirnir segja í yfirlýsingu, sem birt er á vef fréttastöðvarinnar Al Jazeera, að árásir hafi einnig verið gerðar á austurhluta borgarinnar Ghouta, úthverfi Hama og á Daraa. Barada-dalurinn er sérlega mikilvægur vegna þess að áin Barada er mikilvægasta vatnsból höfuðborgarinnar, að því er fram kemur á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Átökin í dalnum hafa eyðilagt vatnsdælur þar. Bandaríkin eiga engan hlut að þessu vopnahléi, ólíkt fyrri tilraunum til vopnahlés í Sýrlandi. Það voru Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu um það, en Rússar hafa stutt stjórn Bashars al Assad forseta og Tyrkir hafa stutt uppreisnina gegn Assad. Einungis hófsamir uppreisnarhópar eiga þó aðild að vopnahléinu. Öfgahópar á borð við Íslamska ríkið fá engin grið, hvorki frá sýrlenska stjórnarhernum, Rússum né Tyrkjum. Hersveitir Kúrda, sem barist hafa gegn Íslamska ríkinu og haft til þess einhvern stuðning frá Vesturlöndum, fá hins vegar ekki heldur aðild að vopnahléinu enda líta Tyrkir á Kúrda sem ógn við tyrkneska hagsmuni. Tyrknesk stjórnvöld krefjast þess nú að Donald Trump sjái til þess að Bandaríkin hætti að styðja Kúrdaherinn þegar hann tekur við embættinu síðar í þessum mánuði. Undirbúningsviðræður fyrir friðarsamninga áttu að hefjast í Astana, höfuðborg Kasakstans, síðar í þessum mánuði. Þangað áttu bæði fulltrúar uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar að koma, ásamt fulltrúum frá Rússlandi, Tyrklandi og Íran. Íranar hafa stutt stjórn Assads, rétt eins og Rússar. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur staðið í nærri sex ár og kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið milljónir manna á flótta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samið um vopnahlé í Sýrlandi Rússar, Tyrkir og Íranar ætla að hafa eftirlit með vopnahléi í Sýrlandi og tryggja frið til framtíðar. Pútín Rússlandsforseti skýrði frá þessu í gær. Vopnahléið nær þó ekki til öfgahreyfinga á borð við Daish. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Vopnahléið í Sýrlandi hefur ekki staðið í heila viku og gæti verið að renna út í sandinn vegna vopnahlésbrota sýrlenska stjórnarhersins. Uppreisnarmenn segja grundvöll vopnahlésins brostinn vegna þess að hvorki Sýrlandsstjórn né Rússar hafi staðið við sinn hluta. Árásir hafi haldið áfram á Wadi Barada og fleiri svæði sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi. Wadi Barada er dalur í næsta nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus, en uppreisnarmennirnir segja í yfirlýsingu, sem birt er á vef fréttastöðvarinnar Al Jazeera, að árásir hafi einnig verið gerðar á austurhluta borgarinnar Ghouta, úthverfi Hama og á Daraa. Barada-dalurinn er sérlega mikilvægur vegna þess að áin Barada er mikilvægasta vatnsból höfuðborgarinnar, að því er fram kemur á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Átökin í dalnum hafa eyðilagt vatnsdælur þar. Bandaríkin eiga engan hlut að þessu vopnahléi, ólíkt fyrri tilraunum til vopnahlés í Sýrlandi. Það voru Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu um það, en Rússar hafa stutt stjórn Bashars al Assad forseta og Tyrkir hafa stutt uppreisnina gegn Assad. Einungis hófsamir uppreisnarhópar eiga þó aðild að vopnahléinu. Öfgahópar á borð við Íslamska ríkið fá engin grið, hvorki frá sýrlenska stjórnarhernum, Rússum né Tyrkjum. Hersveitir Kúrda, sem barist hafa gegn Íslamska ríkinu og haft til þess einhvern stuðning frá Vesturlöndum, fá hins vegar ekki heldur aðild að vopnahléinu enda líta Tyrkir á Kúrda sem ógn við tyrkneska hagsmuni. Tyrknesk stjórnvöld krefjast þess nú að Donald Trump sjái til þess að Bandaríkin hætti að styðja Kúrdaherinn þegar hann tekur við embættinu síðar í þessum mánuði. Undirbúningsviðræður fyrir friðarsamninga áttu að hefjast í Astana, höfuðborg Kasakstans, síðar í þessum mánuði. Þangað áttu bæði fulltrúar uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar að koma, ásamt fulltrúum frá Rússlandi, Tyrklandi og Íran. Íranar hafa stutt stjórn Assads, rétt eins og Rússar. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur staðið í nærri sex ár og kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið milljónir manna á flótta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samið um vopnahlé í Sýrlandi Rússar, Tyrkir og Íranar ætla að hafa eftirlit með vopnahléi í Sýrlandi og tryggja frið til framtíðar. Pútín Rússlandsforseti skýrði frá þessu í gær. Vopnahléið nær þó ekki til öfgahreyfinga á borð við Daish. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Samið um vopnahlé í Sýrlandi Rússar, Tyrkir og Íranar ætla að hafa eftirlit með vopnahléi í Sýrlandi og tryggja frið til framtíðar. Pútín Rússlandsforseti skýrði frá þessu í gær. Vopnahléið nær þó ekki til öfgahreyfinga á borð við Daish. 30. desember 2016 07:00