Svona verður dagskráin á innsetningardegi Donald Trump atli ísleifsson skrifar 19. janúar 2017 11:37 Donald Trump verður á morgun 45. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Búist er við að nokkur hundruð þúsund manns komi saman þegar Donald Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington á morgun. Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að forseti hæstaréttar taki eiðstafinn af Donald Trump. Hann mun þá taka við af Barack Obama og verða 45. forseti landsins.BBC hefur tekið saman upplýsingar um dagskrána sem framundan er í tengslum við embættistöku Trump.Fimmtudagurinn 19. janúar (miðað er við íslenskan tíma)15:35: Tónleikar verða haldnir við Abraham Lincoln minnisvarðann. Tónleikarnir munu standa allan daginn. Þar munu meðal annars hljómsveit slökkviliðs Washington-borgar koma fram ásamt lúðrasveitum gagnfræðiskóla í borginni.20:30: Trump og varaforsetinn verðandi, Mike Pence, munu leggja niður krans við athöfn í Arlington-kirkjugarðinum til að minnast fallinna hermanna.21:00: Trump flytur ræðu á tónleikunum við Lincoln-minnisvarðann. Kántrístjörnunar Toby Keith og Lee Greenwood munu koma þar fram. Föstudagurinn 20. janúarTrump sækir guðsþjónustu í St Johns biskupakirkjunni nærri Hvíta húsinu. Þá munu Trump og eiginkona hans, Melania Trump, fá sér kaffi með Obama-hjónunum, áður en þau halda öll að þinghúsinu.14:30: Innsetningarathöfnin á tröppum þinghússins hefst. Tónlistaratriði.16:30: John Roberts, forseti hæstiréttar Bandaríkjanna, tekur eiðstaf af Mike Pence varaforseta.17:00: Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Að því loknu flytur hann innsetningarræðu sína.20:00-22:00: Trump og Pence verður ekið um 2,4 kílómetra leið niður Pennsylvania Avenue. Reiknað er með að fjöldi fólks muni þar fylgjast með.00:00-04:00: Trump og Pence munu ásamt eiginkonum sínum sækja þrjár opinberar veislur. Laugardagurinn 21. janúar15:00: Trump og Pence sækja þvertrúarlega samkomu við Washington National Cathedral. Búist er við að fyrrverandi forsetinn Bill Clinton og Hillary Clinton, sem beið lægri hlut fyrir Trump í forsetakosningunum í nóvember, muni sækja innsetningarathöfn Trump. Sömuleiðis verða þar fyrrverandi forsetinn George W. Bush og eiginkona hans, Laura, ásamt fyrrverandi forsetanum Jimmy Carter. Fyrrverandi forsetinn George HW Bush og kona hans, Barbara, liggja nú bæði á sjúkrahúsi og munu ekki sækja innsetningarathöfnina. BBC greinir frá því að búist sé við milli 800 og 900 þúsund manns á innsetningarathöfninni. 1,8 milljónir manna sóttu athöfnina þegar Barack Obama sór sinn eið fyrir átta árum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Búist er við að nokkur hundruð þúsund manns komi saman þegar Donald Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington á morgun. Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að forseti hæstaréttar taki eiðstafinn af Donald Trump. Hann mun þá taka við af Barack Obama og verða 45. forseti landsins.BBC hefur tekið saman upplýsingar um dagskrána sem framundan er í tengslum við embættistöku Trump.Fimmtudagurinn 19. janúar (miðað er við íslenskan tíma)15:35: Tónleikar verða haldnir við Abraham Lincoln minnisvarðann. Tónleikarnir munu standa allan daginn. Þar munu meðal annars hljómsveit slökkviliðs Washington-borgar koma fram ásamt lúðrasveitum gagnfræðiskóla í borginni.20:30: Trump og varaforsetinn verðandi, Mike Pence, munu leggja niður krans við athöfn í Arlington-kirkjugarðinum til að minnast fallinna hermanna.21:00: Trump flytur ræðu á tónleikunum við Lincoln-minnisvarðann. Kántrístjörnunar Toby Keith og Lee Greenwood munu koma þar fram. Föstudagurinn 20. janúarTrump sækir guðsþjónustu í St Johns biskupakirkjunni nærri Hvíta húsinu. Þá munu Trump og eiginkona hans, Melania Trump, fá sér kaffi með Obama-hjónunum, áður en þau halda öll að þinghúsinu.14:30: Innsetningarathöfnin á tröppum þinghússins hefst. Tónlistaratriði.16:30: John Roberts, forseti hæstiréttar Bandaríkjanna, tekur eiðstaf af Mike Pence varaforseta.17:00: Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Að því loknu flytur hann innsetningarræðu sína.20:00-22:00: Trump og Pence verður ekið um 2,4 kílómetra leið niður Pennsylvania Avenue. Reiknað er með að fjöldi fólks muni þar fylgjast með.00:00-04:00: Trump og Pence munu ásamt eiginkonum sínum sækja þrjár opinberar veislur. Laugardagurinn 21. janúar15:00: Trump og Pence sækja þvertrúarlega samkomu við Washington National Cathedral. Búist er við að fyrrverandi forsetinn Bill Clinton og Hillary Clinton, sem beið lægri hlut fyrir Trump í forsetakosningunum í nóvember, muni sækja innsetningarathöfn Trump. Sömuleiðis verða þar fyrrverandi forsetinn George W. Bush og eiginkona hans, Laura, ásamt fyrrverandi forsetanum Jimmy Carter. Fyrrverandi forsetinn George HW Bush og kona hans, Barbara, liggja nú bæði á sjúkrahúsi og munu ekki sækja innsetningarathöfnina. BBC greinir frá því að búist sé við milli 800 og 900 þúsund manns á innsetningarathöfninni. 1,8 milljónir manna sóttu athöfnina þegar Barack Obama sór sinn eið fyrir átta árum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira