Síðasti blaðamannafundur Obama: „Ég held að þetta verði allt í lagi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2017 11:02 Barack Obama hélt sinn síðasta blaðamannafund sem forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Barack Obama hélt í gær sinn síðasta blaðamannafund sem forseti Bandaríkjanna. Donald Trump tekur við embætti á morgun en núverandi forseti varaði eftirmann sinn við að hann myndi ekki sitja þegjandi hjá ef grunngildum Bandaríkjanna yrði ógnað undir stjórn Trump. „Ég held að þetta verði allt í lagi,“ svaraði Obama spurður um væntanlega forsetatíð Trump. „Við þurfum samt að halda áfram að berjast og taka engu sem gefnu.“ Hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar tjái sig sem minnst um störf eftirmanna sinna og sagði Obama að hann myndi halda sig við það að mestu leyti, nema hann yrði vitni að því að „grunngildum“ Bandaríkjanna yrði ógnað. „Ef ég sé kerfisbundna mismunun verða lögleidda á einhvern hátt, til að mynda ef komið verður í veg fyrir að fólk geti kosið,“ sagði Obama aðspurður um hvað gæti orðið til þess að hann myndi tjá sig um störf Donald Trump sem forseti. Ljóst er að Trump og Obama eru ekki sammála í fjölmörgum málaflokkum og má þar nefna heilbrigðismál og umhverfismál. Reikna má með að stefna Bandaríkjanna í veigamiklum málaflokkum muni taka stakkaskiptum ef marka má orð Trump. Obama vonast þó til þess að starf forseta muni milda afstöð Trump. „Þegar hann tekur við embætti mun hann sjá hversu flókið það er í raun og veru að veita öllum heilbrigðisþjónustu eða skapa störf og það gæti fengið hann til þess að komast að sömu niðurstöðum og ég,“ sagði Obama. Trump mun taka við embætti á morgun við formlega athöfn í Washington. Obama var spurður hvað væri besta ráðið sem hann gæti veitt Trump. Svarið var einfalt, að hlusta á fólkið í kringum sig.“If we work hard and we're true to those things in us that…feel right, the world gets a little better each time.” https://t.co/A0xwumsNNI— The White House (@WhiteHouse) January 18, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundur Obama beit gest í Hvíta húsinu Hundurinn Sunny beit stúlku í kinnina með þeim afleiðingum að hún hlaut skurð. 15. janúar 2017 16:47 Donald Trump: „Brexit er frábært fyrir Bretland“ Trump lét ýmislegt falla í fyrsta viðtali sínu við breskan fjölmiðil. 15. janúar 2017 22:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Barack Obama hélt í gær sinn síðasta blaðamannafund sem forseti Bandaríkjanna. Donald Trump tekur við embætti á morgun en núverandi forseti varaði eftirmann sinn við að hann myndi ekki sitja þegjandi hjá ef grunngildum Bandaríkjanna yrði ógnað undir stjórn Trump. „Ég held að þetta verði allt í lagi,“ svaraði Obama spurður um væntanlega forsetatíð Trump. „Við þurfum samt að halda áfram að berjast og taka engu sem gefnu.“ Hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar tjái sig sem minnst um störf eftirmanna sinna og sagði Obama að hann myndi halda sig við það að mestu leyti, nema hann yrði vitni að því að „grunngildum“ Bandaríkjanna yrði ógnað. „Ef ég sé kerfisbundna mismunun verða lögleidda á einhvern hátt, til að mynda ef komið verður í veg fyrir að fólk geti kosið,“ sagði Obama aðspurður um hvað gæti orðið til þess að hann myndi tjá sig um störf Donald Trump sem forseti. Ljóst er að Trump og Obama eru ekki sammála í fjölmörgum málaflokkum og má þar nefna heilbrigðismál og umhverfismál. Reikna má með að stefna Bandaríkjanna í veigamiklum málaflokkum muni taka stakkaskiptum ef marka má orð Trump. Obama vonast þó til þess að starf forseta muni milda afstöð Trump. „Þegar hann tekur við embætti mun hann sjá hversu flókið það er í raun og veru að veita öllum heilbrigðisþjónustu eða skapa störf og það gæti fengið hann til þess að komast að sömu niðurstöðum og ég,“ sagði Obama. Trump mun taka við embætti á morgun við formlega athöfn í Washington. Obama var spurður hvað væri besta ráðið sem hann gæti veitt Trump. Svarið var einfalt, að hlusta á fólkið í kringum sig.“If we work hard and we're true to those things in us that…feel right, the world gets a little better each time.” https://t.co/A0xwumsNNI— The White House (@WhiteHouse) January 18, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundur Obama beit gest í Hvíta húsinu Hundurinn Sunny beit stúlku í kinnina með þeim afleiðingum að hún hlaut skurð. 15. janúar 2017 16:47 Donald Trump: „Brexit er frábært fyrir Bretland“ Trump lét ýmislegt falla í fyrsta viðtali sínu við breskan fjölmiðil. 15. janúar 2017 22:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Hundur Obama beit gest í Hvíta húsinu Hundurinn Sunny beit stúlku í kinnina með þeim afleiðingum að hún hlaut skurð. 15. janúar 2017 16:47
Donald Trump: „Brexit er frábært fyrir Bretland“ Trump lét ýmislegt falla í fyrsta viðtali sínu við breskan fjölmiðil. 15. janúar 2017 22:47