Kærir Trump fyrir ærumeiðingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. janúar 2017 07:51 Summer Zervos, fyrrum keppandi í raunveruleikaþættinum The Apprentice, hefur kært Donald Trump verðandi bandaríkjaforseta fyrir ærumeiðingar. Zervos hefur kært Trump fyrir kynferðislega áreitni á meðan á tökum á þáttunum stóð árið 2007 og segir hún að Trump hafi logið að bandarísku þjóðinni um athæfi sitt. Zervos segir Trump vera „lygara og kvenhatara“ sem „vanvirti hana og sverti mannorð hennar.“ Hún segir að Trump hafi áreitt sig á fundi þeirra á hóteli í Beverly Hills og að hann hafi þrýst kynfærum sínum að henni þegar hún hafi reynt að bægja honum frá sér.Afneitar ásökununum Í aðdraganda kosninganna í nóvember steig fjöldi kvenna fram og sakaði Trump um kynferðislega áreitni. Hann sagði ásakanirnar „rangar og fáránlegar“ og sagðist ætla að kæra konurnar fyrir ærumeiðingar. Hann hefur þó ekki enn farið í mál við neina þeirra. Málsókn Zervos byggir á því að Trump hafi svert mannorð hennar með því að neita frásögninni og með því að saka hana og aðrar konur um að ljúga til um kynferðisofbeldi. Hún bað Trump um að taka ummæli sín til baka en hann hefur ekki orðið við því. „Þar sem Trump hefur ekki tekið orð sín til baka, líkt og ég óskaði eftir, hef ég engan annan kost en að kæra hann til að verja mannorð mitt,“ sagði Zervos á blaðamannafundi í Los Angeles. Zervos segir einnig að hún sé tilbúin til að draga kæruna til baka ef Trump verði við ósk hennar og dragi orð sín til baka og viðurkenni að framkoma hans hafi verið óviðeigandi. Trump tekur við embætti forseta á föstudaginn næstkomandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Summer Zervos, fyrrum keppandi í raunveruleikaþættinum The Apprentice, hefur kært Donald Trump verðandi bandaríkjaforseta fyrir ærumeiðingar. Zervos hefur kært Trump fyrir kynferðislega áreitni á meðan á tökum á þáttunum stóð árið 2007 og segir hún að Trump hafi logið að bandarísku þjóðinni um athæfi sitt. Zervos segir Trump vera „lygara og kvenhatara“ sem „vanvirti hana og sverti mannorð hennar.“ Hún segir að Trump hafi áreitt sig á fundi þeirra á hóteli í Beverly Hills og að hann hafi þrýst kynfærum sínum að henni þegar hún hafi reynt að bægja honum frá sér.Afneitar ásökununum Í aðdraganda kosninganna í nóvember steig fjöldi kvenna fram og sakaði Trump um kynferðislega áreitni. Hann sagði ásakanirnar „rangar og fáránlegar“ og sagðist ætla að kæra konurnar fyrir ærumeiðingar. Hann hefur þó ekki enn farið í mál við neina þeirra. Málsókn Zervos byggir á því að Trump hafi svert mannorð hennar með því að neita frásögninni og með því að saka hana og aðrar konur um að ljúga til um kynferðisofbeldi. Hún bað Trump um að taka ummæli sín til baka en hann hefur ekki orðið við því. „Þar sem Trump hefur ekki tekið orð sín til baka, líkt og ég óskaði eftir, hef ég engan annan kost en að kæra hann til að verja mannorð mitt,“ sagði Zervos á blaðamannafundi í Los Angeles. Zervos segir einnig að hún sé tilbúin til að draga kæruna til baka ef Trump verði við ósk hennar og dragi orð sín til baka og viðurkenni að framkoma hans hafi verið óviðeigandi. Trump tekur við embætti forseta á föstudaginn næstkomandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira