„Hvort sem ykkur líkar það eða ekki, er alþjóðahagkerfið stórt haf sem þið getið ekki sloppið frá,“ sagði Jinping á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World economic forum) í Davos í Sviss í dag.
Jinping er fyrsti forseti Kína, annars stærsta efnahags heims, sem flytur erindi á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos. Hann sagði hnattvæðingu ekki hafa valdið vanda flóttafólks né efnahagshruninu árið 2008.
Þá sagði forsetinn ljóst að enginn myndi „vinna viðskiptastríð“. Samkvæmt AFP fréttaveitunni var Jinping að beina orðum sínum að Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur ítrekað saka Kína um að halda úti efnahagsstefnu sem hafi laðað þúsundir starfa frá Bandaríkjunum og hótað að hækka tolla á kínverskum vörum upp í allt að 45 prósent.
CNN segir ræðuna til marks um að stjórnvöld í Peking vilji staðsetja sig sem hnattræna leiðtoga í ljósi þess að vestræn ríki, og þá sérstaklega Bandaríkin, stefni að því að bakka frá heimssviðinu.