Bandaríkjaþing tekur fyrstu skrefin í átt að afnámi Obamacare Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2017 23:34 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, Paul Ryan, í þinghúsinu í dag. vísir/epa Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema Obamacare, lög sem sett voru í tíð Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, og miðuðu að því að gera ýmsar endurbætur á heilbrigðiskerfi landsins. Er þetta í samræmi við það Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild, sagði í byrjun desember en þá boðaði hann að þingið myndi strax í janúar byrja að afnema löggjöfina. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings og þá er verðandi forseti, Donald Trump, einnig Repúblikani. Hann talaði mikið gegn Obamacare í kosningabaráttu sinni og sagði að hann myndi afnema löggjöfina næði hann kjöri.Þessi fyrstu skref sem Bandaríkjaþing hefur tekið fela í sér lagasetningu sem gerir Repúblikönum auðveldara en ella að afnema lykilþætti í Obamacare. Lögin voru samþykkt bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni í vikunni og nánast algjörlega eftir línum flokkanna; Repúblikanar með og Demókratar á móti. Ýmsir innan Repúblikanaflokksins hafa þó lýst yfir áhyggjum af því hvað eigi að koma í staðinn og eins og gefur að skilja eru Demókratar afar ósáttir en Obamacare veitti 20 milljónum manna aðgang að bandaríska heilbrigðiskerfinu sem hafði hann ekki áður. Hvernig þetta fólk mun sækja sér heilbrigðisþjónustu þegar löggjöfin hefur verið afnumin er óljóst en Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji setja nýrri og betri lög í staðinn. „Repúblikanar tala um að þeir ætli að „afnema“ og „setja í staðinn“ – það er áhugavert en ekki raunhæft. Þeir hafa haft tækifæri í sex ár til að koma með tillögur að einhverju betra en við höfum ekki séð neitt,“ sagði Nancy Pelosi leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Repúblikanar ætla að hefjast handa við að ógilda heilbrigðisþjónustulöggjöfina í Bandaríkjunum. 6. janúar 2017 07:00 Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. 3. desember 2016 22:36 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema Obamacare, lög sem sett voru í tíð Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, og miðuðu að því að gera ýmsar endurbætur á heilbrigðiskerfi landsins. Er þetta í samræmi við það Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild, sagði í byrjun desember en þá boðaði hann að þingið myndi strax í janúar byrja að afnema löggjöfina. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings og þá er verðandi forseti, Donald Trump, einnig Repúblikani. Hann talaði mikið gegn Obamacare í kosningabaráttu sinni og sagði að hann myndi afnema löggjöfina næði hann kjöri.Þessi fyrstu skref sem Bandaríkjaþing hefur tekið fela í sér lagasetningu sem gerir Repúblikönum auðveldara en ella að afnema lykilþætti í Obamacare. Lögin voru samþykkt bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni í vikunni og nánast algjörlega eftir línum flokkanna; Repúblikanar með og Demókratar á móti. Ýmsir innan Repúblikanaflokksins hafa þó lýst yfir áhyggjum af því hvað eigi að koma í staðinn og eins og gefur að skilja eru Demókratar afar ósáttir en Obamacare veitti 20 milljónum manna aðgang að bandaríska heilbrigðiskerfinu sem hafði hann ekki áður. Hvernig þetta fólk mun sækja sér heilbrigðisþjónustu þegar löggjöfin hefur verið afnumin er óljóst en Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji setja nýrri og betri lög í staðinn. „Repúblikanar tala um að þeir ætli að „afnema“ og „setja í staðinn“ – það er áhugavert en ekki raunhæft. Þeir hafa haft tækifæri í sex ár til að koma með tillögur að einhverju betra en við höfum ekki séð neitt,“ sagði Nancy Pelosi leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Repúblikanar ætla að hefjast handa við að ógilda heilbrigðisþjónustulöggjöfina í Bandaríkjunum. 6. janúar 2017 07:00 Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. 3. desember 2016 22:36 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Repúblikanar ætla að hefjast handa við að ógilda heilbrigðisþjónustulöggjöfina í Bandaríkjunum. 6. janúar 2017 07:00
Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. 3. desember 2016 22:36
Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22