Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. janúar 2017 07:00 Donald Trump tekur í höndina á Jeff Sessions, sem á að verða dómsmálaráðherra í næstu ríkisstjórn Bandaríkjanna. vísir/afp Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar að hefjast handa í dag við að yfirheyra væntanlega ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Repúblikanar hafa lagt mikla áherslu á að hraða yfirheyrslunum, enda þótt siðaskrifstofa þingsins og margir Demókratar leggi áherslu á að fyrst verði þeir að leggja fram hagsmunaskrá sína, eins og reglur kveða á um. Til stendur að byrja á John F. Kelly sem á að verða heimavarnaráðherra og Jeff Sessions sem Trump ætlar að gera að varnarmálaráðherra. Sessions verður vafalítið spurður út í ummæli sín frá fyrri tíð, sem þóttu bera svo sterkan kem af kynþáttafordómum að árið 1986 þótti hann óhæfur til að gegna embætti dómara. Einna alræmdust urðu þar ummæli frá árinu 1983 þegar hann vann að rannsókn á morði Ku Klux Klan manna á þeldökkum unglingspilti. Sessions sagðist þá hafa borið virðingu fyrir liðsmönnum Ku Klux Klan, en sú virðing hafi dvínað mjög þegar hann frétti að morðingjarnir hefðu verið að reykja hass. Á morgun verður svo haldið áfram að yfirheyra ráðherraefnin, meðal annars Rex W. Tillerson sem Trump vill að verði utanríkisráðherra ríkisstjórnar sinnar. Fastlega er búist við að Tillerson, sem hefur stjórnað olíufyrirtækinu Exxon Mobil, verði spurður ítarlega út í býsna náin tengsl sín við rússneska ráðamenn, þar á meðal Vladimír Pútín forseta. Pútín hefur ekki farið dult með ánægju sína með að Trump verði forseti Bandaríkjanna. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagðist hins vegar í gær vera búinn að fá meira en nóg af ásökunum um að Pútín hafi fengið leyniþjónustumenn sína til þess að brjótast inn í tölvur bandaríska Demókrataflokksins til að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í nóvember. Peskov sagði ásakanirnar vera ófagmannlegar og minna sig helst á nornaveiðar. Trump hefur sjálfur sagt umræðuna um tengsl sín við Rússa vera nornaveiðar, en á sunnudaginn fullyrti Reince Priebus, væntanlegur starfsmannastjóri Hvíta hússins, að Trump hafi alls ekki neitað því að Rússar standi á bak við innbrotin í tölvukerfi Demókrata. Rússar hafi hins vegar stundað slík afskipti árum saman. Það hafi auk þess ekki haft nein bein áhrif á kosningaúrslitin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Obama varar Trump við því að stjórna Hvíta húsinu eins og fjölskyldufyrirtæki Hann segir að Donald Trump verði að virða bandarískar stofnanir. 8. janúar 2017 23:15 Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar Þetta segir starfsmannastjóri Trump sem segir að gripið verði til aðgerða. 8. janúar 2017 17:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar að hefjast handa í dag við að yfirheyra væntanlega ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Repúblikanar hafa lagt mikla áherslu á að hraða yfirheyrslunum, enda þótt siðaskrifstofa þingsins og margir Demókratar leggi áherslu á að fyrst verði þeir að leggja fram hagsmunaskrá sína, eins og reglur kveða á um. Til stendur að byrja á John F. Kelly sem á að verða heimavarnaráðherra og Jeff Sessions sem Trump ætlar að gera að varnarmálaráðherra. Sessions verður vafalítið spurður út í ummæli sín frá fyrri tíð, sem þóttu bera svo sterkan kem af kynþáttafordómum að árið 1986 þótti hann óhæfur til að gegna embætti dómara. Einna alræmdust urðu þar ummæli frá árinu 1983 þegar hann vann að rannsókn á morði Ku Klux Klan manna á þeldökkum unglingspilti. Sessions sagðist þá hafa borið virðingu fyrir liðsmönnum Ku Klux Klan, en sú virðing hafi dvínað mjög þegar hann frétti að morðingjarnir hefðu verið að reykja hass. Á morgun verður svo haldið áfram að yfirheyra ráðherraefnin, meðal annars Rex W. Tillerson sem Trump vill að verði utanríkisráðherra ríkisstjórnar sinnar. Fastlega er búist við að Tillerson, sem hefur stjórnað olíufyrirtækinu Exxon Mobil, verði spurður ítarlega út í býsna náin tengsl sín við rússneska ráðamenn, þar á meðal Vladimír Pútín forseta. Pútín hefur ekki farið dult með ánægju sína með að Trump verði forseti Bandaríkjanna. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagðist hins vegar í gær vera búinn að fá meira en nóg af ásökunum um að Pútín hafi fengið leyniþjónustumenn sína til þess að brjótast inn í tölvur bandaríska Demókrataflokksins til að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í nóvember. Peskov sagði ásakanirnar vera ófagmannlegar og minna sig helst á nornaveiðar. Trump hefur sjálfur sagt umræðuna um tengsl sín við Rússa vera nornaveiðar, en á sunnudaginn fullyrti Reince Priebus, væntanlegur starfsmannastjóri Hvíta hússins, að Trump hafi alls ekki neitað því að Rússar standi á bak við innbrotin í tölvukerfi Demókrata. Rússar hafi hins vegar stundað slík afskipti árum saman. Það hafi auk þess ekki haft nein bein áhrif á kosningaúrslitin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Obama varar Trump við því að stjórna Hvíta húsinu eins og fjölskyldufyrirtæki Hann segir að Donald Trump verði að virða bandarískar stofnanir. 8. janúar 2017 23:15 Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar Þetta segir starfsmannastjóri Trump sem segir að gripið verði til aðgerða. 8. janúar 2017 17:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Obama varar Trump við því að stjórna Hvíta húsinu eins og fjölskyldufyrirtæki Hann segir að Donald Trump verði að virða bandarískar stofnanir. 8. janúar 2017 23:15
Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55
Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar Þetta segir starfsmannastjóri Trump sem segir að gripið verði til aðgerða. 8. janúar 2017 17:30