Mótmælt víða um Bandaríkin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2017 22:15 Mótmæli við John F. Kennedy flugvöllinn í New York. vísir/epa Mörg þúsund manns hafa komið saman víða um Bandaríkin í dag og mótmælt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum sjö þjóða inngöngu í landið. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnt og Trump verið sakaður um að brjóta á mannréttindum fólks. Mótmælt hefur verið við Hvíta húsið og flesta stærstu flugvelli Bandaríkjanna í gær og í dag og má þar meðal annars nefna JFK flugvöllinn í New York þar sem þúsundir hafa safnast saman, bæði inni á flugvellinum og fyrir utan. Þá var því jafnframt mótmælt í gær að írakski karlmaðurinn Hameed Khalid Darweesh hafi verið handtekinn við komu sína til landsins í gær, þrátt fyrir að vera með gilda vegabréfsáritun, en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann gekk út af flugvellinum, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Tugþúsundir komu saman í miðborg Boston en þar hélt fólk á skiltum og hrópaði slagorð á borð við „Hleypið fólkinu okkar inn“ og „Innflytjendur gera Ameríku frábæra“ en með því er vísað til slagorðs Trump: „Make America great again“. Footage shows crowd amassing in Boston protest of Pres. Trump's immigration order, with sign reading "No Muslim Ban" https://t.co/VOd87sqMQs pic.twitter.com/V71l0iEwXk— ABC News (@ABC) January 29, 2017 Einnig er mótmælt í San Fransisco en þar hefur mikill fjöldi fólks safnast saman fyrir utan flugvöllinn. Í Dallas mótmælti fólk meðal annars með því að krjúpa á bænateppi inni á flugvellinum. Mannréttindasamtök, þjóðarleiðtogar, ríkisstjórar og stórfyrirtæki á borð við Google hafa gagnrýnt þessa stefnu Trump hafðlega. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að það sé ekki réttlætanlegt að gera íbúa tiltekinna ríkja og ákveðinnar trúar tortryggilega í baráttunni við hryðjuverk. Þá hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagt að hún muni ekki styðja ákvörðun forsetans og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagt að þeir sem flýi ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú. Donald Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að tilskipunin virki vel. „Þið sjáið það á flugvöllum og alls staðar. Þetta gengur mjög vel. Bannið verður mjög strangt og við munum viðhafa mjög strangt eftirlit,“ sagði Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Mörg þúsund manns hafa komið saman víða um Bandaríkin í dag og mótmælt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum sjö þjóða inngöngu í landið. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnt og Trump verið sakaður um að brjóta á mannréttindum fólks. Mótmælt hefur verið við Hvíta húsið og flesta stærstu flugvelli Bandaríkjanna í gær og í dag og má þar meðal annars nefna JFK flugvöllinn í New York þar sem þúsundir hafa safnast saman, bæði inni á flugvellinum og fyrir utan. Þá var því jafnframt mótmælt í gær að írakski karlmaðurinn Hameed Khalid Darweesh hafi verið handtekinn við komu sína til landsins í gær, þrátt fyrir að vera með gilda vegabréfsáritun, en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann gekk út af flugvellinum, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Tugþúsundir komu saman í miðborg Boston en þar hélt fólk á skiltum og hrópaði slagorð á borð við „Hleypið fólkinu okkar inn“ og „Innflytjendur gera Ameríku frábæra“ en með því er vísað til slagorðs Trump: „Make America great again“. Footage shows crowd amassing in Boston protest of Pres. Trump's immigration order, with sign reading "No Muslim Ban" https://t.co/VOd87sqMQs pic.twitter.com/V71l0iEwXk— ABC News (@ABC) January 29, 2017 Einnig er mótmælt í San Fransisco en þar hefur mikill fjöldi fólks safnast saman fyrir utan flugvöllinn. Í Dallas mótmælti fólk meðal annars með því að krjúpa á bænateppi inni á flugvellinum. Mannréttindasamtök, þjóðarleiðtogar, ríkisstjórar og stórfyrirtæki á borð við Google hafa gagnrýnt þessa stefnu Trump hafðlega. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að það sé ekki réttlætanlegt að gera íbúa tiltekinna ríkja og ákveðinnar trúar tortryggilega í baráttunni við hryðjuverk. Þá hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagt að hún muni ekki styðja ákvörðun forsetans og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagt að þeir sem flýi ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú. Donald Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að tilskipunin virki vel. „Þið sjáið það á flugvöllum og alls staðar. Þetta gengur mjög vel. Bannið verður mjög strangt og við munum viðhafa mjög strangt eftirlit,“ sagði Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00
Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59
Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16