Theresa May styður ekki „múslímabann“ Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 10:17 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, styður ekki ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina fólki frá sjö löndum inngöngu í Bandaríkin. May hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt ákvörðun Trump um leið, en þess í stað sagði hún að það væri yfirvalda í Bandaríkjunum að ákveða sína eigin stefnumörkun. Breska ríkisstjórnin mun standa við bakið á breskum ríkisborgurum sem kunna að verða fyrir áhrifum vegna bannsins. Fyrirskipun Trump, sem hann undirritaði í gær, meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, jafnvel þó þeir hafi svokallað græna kort, sem er ótímabundið dvalar- og landvistarleyfi. Um er að ræða eitt af helstu kosningaloforðum Trump, en hann lofaði að hann myndi banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Ringulreið skapaðist á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna ákvörðunarinnar þar sem fjölda fólks var meinuð innganga í landið. Alríkisdómari úrskurðaði í nótt að stjórnvöldum þar í landi væri óheimilt að flytja á brott aðila sem þegar eru komnir til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun.Sjá einnig: Dómari greip inn í tilskipun TrumpMay heimsótti Trump í Washington á föstudag, en þaðan fór hún í heimsókn til Tyrklands þaðan sem tilkynning barst frá henni að það væri Bandaríkjamanna að marka eigin stefnu í innflytjendamálum. Það vakti ekki mikla lukku í Bretlandi og var hún einungis nýlent í Bretlandi þegar tilkynning kom frá breska forsætisráðuneytinu, sem skerpti á gagnrýni á stefnu Trump. Þar sagði meðal annars að yfirvöld í Bandaríkjunum færu með stefnumörkun í innflytjendamálum í Bandaríkjunum, rétt eins og innflytjendastefna Bretlands er í höndum bresku ríkisstjórnarinnar. „En við erum ekki sammála þessari aðferð og þetta er ekki aðferð sem við munum beita sjálf.“ Breskir þingmenn, hvort sem þeir eru í Verkamannaflokknum eða Íhaldsflokknum, hafa gagnrýnt May harðlega fyrir að fordæma ekki ákvörðun Trump strax. Staða breskra íþróttamanna hefur til að mynda þótt áhyggjuefni, en margir þeirra eru fæddir í þeim ríkjum sem nú eru komin á bannlista Trump. Þá er til að mynda einn þingmaður Íhaldsflokksins, Nadhim Zahawi, upprunalega frá Írak og getur því ekki ferðast til Bandaríkjanna á meðan fyrirskipun Trump er í gildi. Þá hefur ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon sagt að forsætisráðherrann hefði átt að gagnrýna ákvörðunina um leið, en ekki klukkustundum síðar, undir pressu. May er talin vilja halda Trump góðum, í von um að ná fram góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin, fyrir hönd Bretlands. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51 Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, styður ekki ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina fólki frá sjö löndum inngöngu í Bandaríkin. May hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt ákvörðun Trump um leið, en þess í stað sagði hún að það væri yfirvalda í Bandaríkjunum að ákveða sína eigin stefnumörkun. Breska ríkisstjórnin mun standa við bakið á breskum ríkisborgurum sem kunna að verða fyrir áhrifum vegna bannsins. Fyrirskipun Trump, sem hann undirritaði í gær, meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, jafnvel þó þeir hafi svokallað græna kort, sem er ótímabundið dvalar- og landvistarleyfi. Um er að ræða eitt af helstu kosningaloforðum Trump, en hann lofaði að hann myndi banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Ringulreið skapaðist á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna ákvörðunarinnar þar sem fjölda fólks var meinuð innganga í landið. Alríkisdómari úrskurðaði í nótt að stjórnvöldum þar í landi væri óheimilt að flytja á brott aðila sem þegar eru komnir til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun.Sjá einnig: Dómari greip inn í tilskipun TrumpMay heimsótti Trump í Washington á föstudag, en þaðan fór hún í heimsókn til Tyrklands þaðan sem tilkynning barst frá henni að það væri Bandaríkjamanna að marka eigin stefnu í innflytjendamálum. Það vakti ekki mikla lukku í Bretlandi og var hún einungis nýlent í Bretlandi þegar tilkynning kom frá breska forsætisráðuneytinu, sem skerpti á gagnrýni á stefnu Trump. Þar sagði meðal annars að yfirvöld í Bandaríkjunum færu með stefnumörkun í innflytjendamálum í Bandaríkjunum, rétt eins og innflytjendastefna Bretlands er í höndum bresku ríkisstjórnarinnar. „En við erum ekki sammála þessari aðferð og þetta er ekki aðferð sem við munum beita sjálf.“ Breskir þingmenn, hvort sem þeir eru í Verkamannaflokknum eða Íhaldsflokknum, hafa gagnrýnt May harðlega fyrir að fordæma ekki ákvörðun Trump strax. Staða breskra íþróttamanna hefur til að mynda þótt áhyggjuefni, en margir þeirra eru fæddir í þeim ríkjum sem nú eru komin á bannlista Trump. Þá er til að mynda einn þingmaður Íhaldsflokksins, Nadhim Zahawi, upprunalega frá Írak og getur því ekki ferðast til Bandaríkjanna á meðan fyrirskipun Trump er í gildi. Þá hefur ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon sagt að forsætisráðherrann hefði átt að gagnrýna ákvörðunina um leið, en ekki klukkustundum síðar, undir pressu. May er talin vilja halda Trump góðum, í von um að ná fram góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin, fyrir hönd Bretlands.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51 Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37
Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51
Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26