Theresa May styður ekki „múslímabann“ Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 10:17 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, styður ekki ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina fólki frá sjö löndum inngöngu í Bandaríkin. May hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt ákvörðun Trump um leið, en þess í stað sagði hún að það væri yfirvalda í Bandaríkjunum að ákveða sína eigin stefnumörkun. Breska ríkisstjórnin mun standa við bakið á breskum ríkisborgurum sem kunna að verða fyrir áhrifum vegna bannsins. Fyrirskipun Trump, sem hann undirritaði í gær, meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, jafnvel þó þeir hafi svokallað græna kort, sem er ótímabundið dvalar- og landvistarleyfi. Um er að ræða eitt af helstu kosningaloforðum Trump, en hann lofaði að hann myndi banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Ringulreið skapaðist á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna ákvörðunarinnar þar sem fjölda fólks var meinuð innganga í landið. Alríkisdómari úrskurðaði í nótt að stjórnvöldum þar í landi væri óheimilt að flytja á brott aðila sem þegar eru komnir til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun.Sjá einnig: Dómari greip inn í tilskipun TrumpMay heimsótti Trump í Washington á föstudag, en þaðan fór hún í heimsókn til Tyrklands þaðan sem tilkynning barst frá henni að það væri Bandaríkjamanna að marka eigin stefnu í innflytjendamálum. Það vakti ekki mikla lukku í Bretlandi og var hún einungis nýlent í Bretlandi þegar tilkynning kom frá breska forsætisráðuneytinu, sem skerpti á gagnrýni á stefnu Trump. Þar sagði meðal annars að yfirvöld í Bandaríkjunum færu með stefnumörkun í innflytjendamálum í Bandaríkjunum, rétt eins og innflytjendastefna Bretlands er í höndum bresku ríkisstjórnarinnar. „En við erum ekki sammála þessari aðferð og þetta er ekki aðferð sem við munum beita sjálf.“ Breskir þingmenn, hvort sem þeir eru í Verkamannaflokknum eða Íhaldsflokknum, hafa gagnrýnt May harðlega fyrir að fordæma ekki ákvörðun Trump strax. Staða breskra íþróttamanna hefur til að mynda þótt áhyggjuefni, en margir þeirra eru fæddir í þeim ríkjum sem nú eru komin á bannlista Trump. Þá er til að mynda einn þingmaður Íhaldsflokksins, Nadhim Zahawi, upprunalega frá Írak og getur því ekki ferðast til Bandaríkjanna á meðan fyrirskipun Trump er í gildi. Þá hefur ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon sagt að forsætisráðherrann hefði átt að gagnrýna ákvörðunina um leið, en ekki klukkustundum síðar, undir pressu. May er talin vilja halda Trump góðum, í von um að ná fram góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin, fyrir hönd Bretlands. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51 Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, styður ekki ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina fólki frá sjö löndum inngöngu í Bandaríkin. May hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt ákvörðun Trump um leið, en þess í stað sagði hún að það væri yfirvalda í Bandaríkjunum að ákveða sína eigin stefnumörkun. Breska ríkisstjórnin mun standa við bakið á breskum ríkisborgurum sem kunna að verða fyrir áhrifum vegna bannsins. Fyrirskipun Trump, sem hann undirritaði í gær, meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, jafnvel þó þeir hafi svokallað græna kort, sem er ótímabundið dvalar- og landvistarleyfi. Um er að ræða eitt af helstu kosningaloforðum Trump, en hann lofaði að hann myndi banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Ringulreið skapaðist á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna ákvörðunarinnar þar sem fjölda fólks var meinuð innganga í landið. Alríkisdómari úrskurðaði í nótt að stjórnvöldum þar í landi væri óheimilt að flytja á brott aðila sem þegar eru komnir til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun.Sjá einnig: Dómari greip inn í tilskipun TrumpMay heimsótti Trump í Washington á föstudag, en þaðan fór hún í heimsókn til Tyrklands þaðan sem tilkynning barst frá henni að það væri Bandaríkjamanna að marka eigin stefnu í innflytjendamálum. Það vakti ekki mikla lukku í Bretlandi og var hún einungis nýlent í Bretlandi þegar tilkynning kom frá breska forsætisráðuneytinu, sem skerpti á gagnrýni á stefnu Trump. Þar sagði meðal annars að yfirvöld í Bandaríkjunum færu með stefnumörkun í innflytjendamálum í Bandaríkjunum, rétt eins og innflytjendastefna Bretlands er í höndum bresku ríkisstjórnarinnar. „En við erum ekki sammála þessari aðferð og þetta er ekki aðferð sem við munum beita sjálf.“ Breskir þingmenn, hvort sem þeir eru í Verkamannaflokknum eða Íhaldsflokknum, hafa gagnrýnt May harðlega fyrir að fordæma ekki ákvörðun Trump strax. Staða breskra íþróttamanna hefur til að mynda þótt áhyggjuefni, en margir þeirra eru fæddir í þeim ríkjum sem nú eru komin á bannlista Trump. Þá er til að mynda einn þingmaður Íhaldsflokksins, Nadhim Zahawi, upprunalega frá Írak og getur því ekki ferðast til Bandaríkjanna á meðan fyrirskipun Trump er í gildi. Þá hefur ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon sagt að forsætisráðherrann hefði átt að gagnrýna ákvörðunina um leið, en ekki klukkustundum síðar, undir pressu. May er talin vilja halda Trump góðum, í von um að ná fram góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin, fyrir hönd Bretlands.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51 Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37
Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51
Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26