Dómari greip inn í tilskipun Trump Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2017 08:37 Tilskipun Trump hefur verið mótmælt á flugvöllum víða um Bandaríkin. Vísir/AFP Alríkisdómari úrskurðaði í nótt, til að koma í veg fyrir að Bandaríkin gætu vísað fólki á brott vegna forsetatilskipunar Trump um ferðabann frá tilteknum löndum. Umræddur dómari segir að nokkrir sem séu í haldi yfirvalda vegna tilskipunarinnar hafi fært sterk rök fyrir því að verið sé að brjóta á rétti þeirra. Ringulreið skapaðist á flugvöllum í gær vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samtökin American Civil Liberties Union eða ACLU telja að minnst hundrað til tvö hundruð manns hafi verið í haldi yfirvalda á flugvöllum í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, eða Department of Homeland Security, segir hins vegar að úrskurður dómarans hefði einungis áhrif á hluta þeirra sem forsetatilskipunin hafi komið niður á. „Forsetatilskipun Donald Trump er enn til staðar. Ferðalög verða enn bönnuð og stjórnvöld Bandaríkjanna áskilja sér réttar til að afturkalla vegabréfsáritanir að hverju sinni, sé þörf á því vegna þjóðaröryggis,“ segir í yfirlýsingu frá DHS. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Stephen Miller, starfsmanni Hvíta hússins, að skipun dómarans breyti litlu sem engu. Samkvæmt úrskurði dómarans er stjórnvöldum óheimilt að flytja aðila á brott sem hafi komið til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun frá áðurnefndum sjö löndum. Einnig á yfirvöldum að vera óheimilt að reka fólk með samþykkta flóttamannaumsókn á brott. Útlit er fyrir að fjöldi bandarískra ríkisborgara sem fæddust í öðrum löndum og séu á ferðalagi utan Bandaríkjanna, fái ekki að snúa heim í 90 daga. Jafnvel þótt þau séu með gildar vegabréfsáritanir, græna kortið svokallaða eða hafi notast við aðrar löglegar leiðir til að halda til í Bandaríkjunum. DHS segir að enginn ríkisborgari frá ríkjunum sjö hafi verið stöðvaður. Donald Trump hefur sagt að tilskipuninni sé ætlað að koma í veg fyrir hryðjuverk og hefur hann nefnt árásirnar á Tvíburaturnana máli sínu til stuðnings. Um er að ræða eitt af kosningaloforðum hans. Árásarmennirnir, sem flugu flugvélum á Tvíburaturnana og Pentagon, voru alls nítján. Af þeim voru fimmtán frá Sádi-Arabíu, tveir frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einn frá Egyptalandi og einn frá Líbanon. Ekkert þessara ríkja er á lista Trump. Þá segir Bloomberg frá því að lönd sem að Trump hafi átt í viðskiptum í og tengist séu undanskilin. Tveir af þeim fyrstu sem voru stöðvaðir á flugvöllum voru menn frá Írak sem höfðu unnið fyrir bandaríska herinn þar í landi. Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Abdulkhaleq Alshawi voru stöðvaðir á Kennedy flugvellinum í New York. Donald Trump Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Alríkisdómari úrskurðaði í nótt, til að koma í veg fyrir að Bandaríkin gætu vísað fólki á brott vegna forsetatilskipunar Trump um ferðabann frá tilteknum löndum. Umræddur dómari segir að nokkrir sem séu í haldi yfirvalda vegna tilskipunarinnar hafi fært sterk rök fyrir því að verið sé að brjóta á rétti þeirra. Ringulreið skapaðist á flugvöllum í gær vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samtökin American Civil Liberties Union eða ACLU telja að minnst hundrað til tvö hundruð manns hafi verið í haldi yfirvalda á flugvöllum í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, eða Department of Homeland Security, segir hins vegar að úrskurður dómarans hefði einungis áhrif á hluta þeirra sem forsetatilskipunin hafi komið niður á. „Forsetatilskipun Donald Trump er enn til staðar. Ferðalög verða enn bönnuð og stjórnvöld Bandaríkjanna áskilja sér réttar til að afturkalla vegabréfsáritanir að hverju sinni, sé þörf á því vegna þjóðaröryggis,“ segir í yfirlýsingu frá DHS. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Stephen Miller, starfsmanni Hvíta hússins, að skipun dómarans breyti litlu sem engu. Samkvæmt úrskurði dómarans er stjórnvöldum óheimilt að flytja aðila á brott sem hafi komið til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun frá áðurnefndum sjö löndum. Einnig á yfirvöldum að vera óheimilt að reka fólk með samþykkta flóttamannaumsókn á brott. Útlit er fyrir að fjöldi bandarískra ríkisborgara sem fæddust í öðrum löndum og séu á ferðalagi utan Bandaríkjanna, fái ekki að snúa heim í 90 daga. Jafnvel þótt þau séu með gildar vegabréfsáritanir, græna kortið svokallaða eða hafi notast við aðrar löglegar leiðir til að halda til í Bandaríkjunum. DHS segir að enginn ríkisborgari frá ríkjunum sjö hafi verið stöðvaður. Donald Trump hefur sagt að tilskipuninni sé ætlað að koma í veg fyrir hryðjuverk og hefur hann nefnt árásirnar á Tvíburaturnana máli sínu til stuðnings. Um er að ræða eitt af kosningaloforðum hans. Árásarmennirnir, sem flugu flugvélum á Tvíburaturnana og Pentagon, voru alls nítján. Af þeim voru fimmtán frá Sádi-Arabíu, tveir frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einn frá Egyptalandi og einn frá Líbanon. Ekkert þessara ríkja er á lista Trump. Þá segir Bloomberg frá því að lönd sem að Trump hafi átt í viðskiptum í og tengist séu undanskilin. Tveir af þeim fyrstu sem voru stöðvaðir á flugvöllum voru menn frá Írak sem höfðu unnið fyrir bandaríska herinn þar í landi. Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Abdulkhaleq Alshawi voru stöðvaðir á Kennedy flugvellinum í New York.
Donald Trump Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira