Harden heldur áfram að endurskrifa sögubækurnar | Úrslit gærkvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 11:00 James Harden. Vísir/Getty James Harden heldur áfram að berjast um titilinn verðmætasta leikmann NBA-deildarinnar en hann var með sannkallaða trölla þrennu í sigri Houston Rockets gegn Philadelphia 76ers í nótt. Var Harden með 51 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar í 123-118 sigri en þetta er í annað skiptið í janúar sem Harden er með þrefalda tvennu og með yfir fimmtíu stig. Er það í fyrsta skiptið í sögu deildarinnar sem leikmaður nær tveimur þreföldum tvennum með 50 stigum eða meira á sama tímabili. Joel Embiid sem sneri aftur í liði 76ers gerði sitt besta til að koma sínum mönnum inn í leikinn með átta stigum í röð í upphafi fjórða leikhluta en Rockets-menn áttu alltaf til svör. Dwyane Wade og liðsfélagar hans í Chicago Bulls þurftu að sætta sig við tólf stiga tap á heimavelli gegn gömlu félögum Wade í Miami Heat. Var þetta sjötti sigur Miami í röð en Chicago heldur áfram að falla niður töfluna. Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks sem hefur verið orðaður frá félaginu undanfarna daga, var hetja Knicks á heimavelli gegn Charlotte Hornets í gær. Setti hann niður sigurkörfu þegar lokaflautið gall en stuðningsmenn Knicks bauluðu á Anthony á meðan leik stóð. Þá komst Cleveland Cavaliers aftur á sigurbraut með sannfærandi sigri á Brooklyn Nets en fram að því höfðu ríkjandi meistararnir tapað þremur leikjum í röð og sex leikjum af síðustu átta. LeBron James, stjarna Cleveland-liðsins, gagnrýndi liðsfélaga sína, eftir tapleik á dögunum og kallaði eftir meiri ákafa en stjörnurnar þrjár í liði Cleveland, LeBron, Kevin Love og Kyrie Irving, áttu allir fínustu leiki.Úrslit gærkvöldsins: Indiana Pacers 115-111 Sacramento Kings Cleveland Cavaliers 124-116 Brooklyn Nets Boston Celtics 128-98 Orlando Magic Toronto Raptors 102-86 Milwaukee Bucks New York Knicks 110-107 Charlotte Hornets Philadelphia 76ers 118-123 Houston Rockets Chicago Bulls 88-100 Miami Heat New Orleans Pelicans 119-103 San Antonio Spurs Atlanta Hawks 86-112 Washington Wizards Portland Trailblazers 112-109 Memphis GrizzliesBestu tilþrif kvöldsins: Tilþrif Harden í nótt: Embiid átti flottan leik: NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
James Harden heldur áfram að berjast um titilinn verðmætasta leikmann NBA-deildarinnar en hann var með sannkallaða trölla þrennu í sigri Houston Rockets gegn Philadelphia 76ers í nótt. Var Harden með 51 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar í 123-118 sigri en þetta er í annað skiptið í janúar sem Harden er með þrefalda tvennu og með yfir fimmtíu stig. Er það í fyrsta skiptið í sögu deildarinnar sem leikmaður nær tveimur þreföldum tvennum með 50 stigum eða meira á sama tímabili. Joel Embiid sem sneri aftur í liði 76ers gerði sitt besta til að koma sínum mönnum inn í leikinn með átta stigum í röð í upphafi fjórða leikhluta en Rockets-menn áttu alltaf til svör. Dwyane Wade og liðsfélagar hans í Chicago Bulls þurftu að sætta sig við tólf stiga tap á heimavelli gegn gömlu félögum Wade í Miami Heat. Var þetta sjötti sigur Miami í röð en Chicago heldur áfram að falla niður töfluna. Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks sem hefur verið orðaður frá félaginu undanfarna daga, var hetja Knicks á heimavelli gegn Charlotte Hornets í gær. Setti hann niður sigurkörfu þegar lokaflautið gall en stuðningsmenn Knicks bauluðu á Anthony á meðan leik stóð. Þá komst Cleveland Cavaliers aftur á sigurbraut með sannfærandi sigri á Brooklyn Nets en fram að því höfðu ríkjandi meistararnir tapað þremur leikjum í röð og sex leikjum af síðustu átta. LeBron James, stjarna Cleveland-liðsins, gagnrýndi liðsfélaga sína, eftir tapleik á dögunum og kallaði eftir meiri ákafa en stjörnurnar þrjár í liði Cleveland, LeBron, Kevin Love og Kyrie Irving, áttu allir fínustu leiki.Úrslit gærkvöldsins: Indiana Pacers 115-111 Sacramento Kings Cleveland Cavaliers 124-116 Brooklyn Nets Boston Celtics 128-98 Orlando Magic Toronto Raptors 102-86 Milwaukee Bucks New York Knicks 110-107 Charlotte Hornets Philadelphia 76ers 118-123 Houston Rockets Chicago Bulls 88-100 Miami Heat New Orleans Pelicans 119-103 San Antonio Spurs Atlanta Hawks 86-112 Washington Wizards Portland Trailblazers 112-109 Memphis GrizzliesBestu tilþrif kvöldsins: Tilþrif Harden í nótt: Embiid átti flottan leik:
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira