Trump forseti stendur í ströngu Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. janúar 2017 07:00 Donald Trump undirritaði fjórar tilskipanir til stjórnvalda á miðvikudaginn, meðal annars um herta landamæragæslu og löggæslu innan Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP Donald Trump stóð í ströngu á miðvikudaginn, sendi frá sér tilskipanir til stjórnvalda og boðar meðal annars stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Trump segir að innan fárra mánaða verði hafist handa við að reisa múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Þetta var eitt aðaláherslumál hans í kosningabaráttunni og hann ítrekar að hann ætli sér að láta Mexíkó endurgreiða Bandaríkjunum kostnaðinn. Gagnrýnendur benda reyndar á að nú þegar séu landamæri ríkjanna rammgirt og landamæravarsla með strangasta móti. Ekki er heldur reiknað með að mikill stuðningur sé meðal þingmanna á Bandaríkjaþingi við þessi áform. Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, segir enn sem fyrr að ekki komi til greina að borga fyrir þennan múr, verði eitthvað af honum. Nieto tilkynnti í gær að hann væri hættur við heimsókn sína til Bandaríkjanna. Til stóð að heimsækja Bandaríkin og hitta Trump í næstu viku. Sjálfur sagði Trump á Twitter í gær að ef Mexíkó vildi ekki greiða þennan kostnað, þá væri kannski betra að hætta bara við fyrirhugaðan fund með Mexíkóforseta: „Viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Mexíkó er 60 milljarðar dala,“ skrifar Trump og gefur til kynna að Mexíkó muni ekki fara vel út úr því ef Bandaríkin segja upp fríverslunarsamningi Norður-Ameríkuríkja, NAFTA: „Þetta hefur verið einhliða samningur frá upphafi NAFTA og með honum hafa tapast fjölmörg störf og fyrirtæki.“ Með forsetatilskipunum sínum á miðvikudaginn boðar Trump meðal annars að ráðnar verði þúsundir nýrra landamæravarða, auk þess sem þær borgir í Bandaríkjunum sem hafa veitt skilríkjalausum innflytjendum grið verði sviptar fjárframlögum frá alríkinu. Þá verði settar miklu strangari reglur um móttöku flóttafólks, einkum frá nokkrum stríðshrjáðum löndum múslima og meðal annars verði engum sýrlenskum flóttamönnum hleypt inn í landið á næstunni. Hann sagðist samt ekkert hræddur um að hann muni með þessu gera illt ástand verra. „Hefurðu alls engar áhyggjur af því að þetta muni auka á reiðina meðal múslima i heiminum?“ var hann spurður í löngu viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC, sem sýnt var á miðvikudag. „Reiði? Reiðin er mikil nú þegar. Hvernig væri hægt að hafa meira af henni?“ spurði Trump. „Ég meina. Heimurinn er í tómu rugli. Heimurinn getur ekki orðið reiðari.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Donald Trump stóð í ströngu á miðvikudaginn, sendi frá sér tilskipanir til stjórnvalda og boðar meðal annars stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Trump segir að innan fárra mánaða verði hafist handa við að reisa múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Þetta var eitt aðaláherslumál hans í kosningabaráttunni og hann ítrekar að hann ætli sér að láta Mexíkó endurgreiða Bandaríkjunum kostnaðinn. Gagnrýnendur benda reyndar á að nú þegar séu landamæri ríkjanna rammgirt og landamæravarsla með strangasta móti. Ekki er heldur reiknað með að mikill stuðningur sé meðal þingmanna á Bandaríkjaþingi við þessi áform. Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, segir enn sem fyrr að ekki komi til greina að borga fyrir þennan múr, verði eitthvað af honum. Nieto tilkynnti í gær að hann væri hættur við heimsókn sína til Bandaríkjanna. Til stóð að heimsækja Bandaríkin og hitta Trump í næstu viku. Sjálfur sagði Trump á Twitter í gær að ef Mexíkó vildi ekki greiða þennan kostnað, þá væri kannski betra að hætta bara við fyrirhugaðan fund með Mexíkóforseta: „Viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Mexíkó er 60 milljarðar dala,“ skrifar Trump og gefur til kynna að Mexíkó muni ekki fara vel út úr því ef Bandaríkin segja upp fríverslunarsamningi Norður-Ameríkuríkja, NAFTA: „Þetta hefur verið einhliða samningur frá upphafi NAFTA og með honum hafa tapast fjölmörg störf og fyrirtæki.“ Með forsetatilskipunum sínum á miðvikudaginn boðar Trump meðal annars að ráðnar verði þúsundir nýrra landamæravarða, auk þess sem þær borgir í Bandaríkjunum sem hafa veitt skilríkjalausum innflytjendum grið verði sviptar fjárframlögum frá alríkinu. Þá verði settar miklu strangari reglur um móttöku flóttafólks, einkum frá nokkrum stríðshrjáðum löndum múslima og meðal annars verði engum sýrlenskum flóttamönnum hleypt inn í landið á næstunni. Hann sagðist samt ekkert hræddur um að hann muni með þessu gera illt ástand verra. „Hefurðu alls engar áhyggjur af því að þetta muni auka á reiðina meðal múslima i heiminum?“ var hann spurður í löngu viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC, sem sýnt var á miðvikudag. „Reiði? Reiðin er mikil nú þegar. Hvernig væri hægt að hafa meira af henni?“ spurði Trump. „Ég meina. Heimurinn er í tómu rugli. Heimurinn getur ekki orðið reiðari.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira