Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í gær undir tilskipun sem krefst þess af öryggismálaráðuneytinu að byggja vegg á landamærunum við Mexíkó. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem gengur út á að skera á fjármagn til svokallaðra griðastaða, borga sem hýsa ólöglega innflytjendur án þess að sækja þá til saka. Í viðtali við ABC sagði Trump að Mexíkó myndi endurgreiða Bandaríkjamönnum þann kostnað sem fylgir því að reisa vegg á landamærum ríkjanna tveggja. „Mexíkó mun greiða fyrir vegginn. Algjörlega. Hundrað prósent.“ Aðspurður um hvers vegna Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, neiti því að ríki sitt muni borga sagði Trump: „Ég held að hann þurfi að segja þetta. En ég er að segja þér það, það verður endurgreiðsla af einhverjum toga. Kannski verður hún flókin. Þú verður að skilja að það sem ég er að gera verður gott fyrir Bandaríkin. Það verður einnig gott fyrir Mexíkó.“Trump sagði enn fremur að undirbúningur væri kominn af stað og að framkvæmdin sjálf hæfist á næstu mánuðum. Viðræður við Mexíkó um hvernig ríkið eigi að borga vegginn hefjist brátt. BBC greinir frá því að Trump hyggist undirrita fleiri tilskipanir sem tengjast innflytjendamálum á næstu dögum. Meðal annars tilskipun sem tengist stórauknu eftirliti með innflytjendum frá sjö ríkjum Afríku og Mið-Austurlöndum. Trump hugsar þó ekki eingöngu um landamæraeftirlit þessa dagana. Í gær sagði hann að kosningar nóvembermánaðar yrðu rannsakaðar og athugað yrði hvort milljónir hefðu kosið ólöglega, líkt og Trump hefur haldið fram. Í færslum sínum á Twitter hélt Trump því fram að fólk hefði kosið í tveimur ríkjum, ólöglegir innflytjendur hafi kosið og jafnvel þeir sem skráðir eru látnir. Dow Jones-vísitalan fór í fyrsta sinn yfir tuttugu þúsund stig í gær í 131 árs sögu sinni. Hefur vísitalan því hækkað um nærri tvö þúsund stig frá kosningunum í nóvember síðastliðnum. Samstarfsfólk Trumps var fljótt að bendla nýja metið við forsetann og deildi Kellyanne Conway, ráðgjafi Trumps, frétt um metið á Twitter. „Trump-áhrifin,“ skrifaði Conway í færslunni. BBC greinir frá því að fjárfestar hafi flestir trú á því að sum stefnumála Trumps gætu hækkað verðbólgu og þar með vexti. Einnig hafi áform um að lækka skatta á fyrirtæki áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í gær undir tilskipun sem krefst þess af öryggismálaráðuneytinu að byggja vegg á landamærunum við Mexíkó. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem gengur út á að skera á fjármagn til svokallaðra griðastaða, borga sem hýsa ólöglega innflytjendur án þess að sækja þá til saka. Í viðtali við ABC sagði Trump að Mexíkó myndi endurgreiða Bandaríkjamönnum þann kostnað sem fylgir því að reisa vegg á landamærum ríkjanna tveggja. „Mexíkó mun greiða fyrir vegginn. Algjörlega. Hundrað prósent.“ Aðspurður um hvers vegna Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, neiti því að ríki sitt muni borga sagði Trump: „Ég held að hann þurfi að segja þetta. En ég er að segja þér það, það verður endurgreiðsla af einhverjum toga. Kannski verður hún flókin. Þú verður að skilja að það sem ég er að gera verður gott fyrir Bandaríkin. Það verður einnig gott fyrir Mexíkó.“Trump sagði enn fremur að undirbúningur væri kominn af stað og að framkvæmdin sjálf hæfist á næstu mánuðum. Viðræður við Mexíkó um hvernig ríkið eigi að borga vegginn hefjist brátt. BBC greinir frá því að Trump hyggist undirrita fleiri tilskipanir sem tengjast innflytjendamálum á næstu dögum. Meðal annars tilskipun sem tengist stórauknu eftirliti með innflytjendum frá sjö ríkjum Afríku og Mið-Austurlöndum. Trump hugsar þó ekki eingöngu um landamæraeftirlit þessa dagana. Í gær sagði hann að kosningar nóvembermánaðar yrðu rannsakaðar og athugað yrði hvort milljónir hefðu kosið ólöglega, líkt og Trump hefur haldið fram. Í færslum sínum á Twitter hélt Trump því fram að fólk hefði kosið í tveimur ríkjum, ólöglegir innflytjendur hafi kosið og jafnvel þeir sem skráðir eru látnir. Dow Jones-vísitalan fór í fyrsta sinn yfir tuttugu þúsund stig í gær í 131 árs sögu sinni. Hefur vísitalan því hækkað um nærri tvö þúsund stig frá kosningunum í nóvember síðastliðnum. Samstarfsfólk Trumps var fljótt að bendla nýja metið við forsetann og deildi Kellyanne Conway, ráðgjafi Trumps, frétt um metið á Twitter. „Trump-áhrifin,“ skrifaði Conway í færslunni. BBC greinir frá því að fjárfestar hafi flestir trú á því að sum stefnumála Trumps gætu hækkað verðbólgu og þar með vexti. Einnig hafi áform um að lækka skatta á fyrirtæki áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira