Starfsfólk Hvíta hússins hyggst verja Trump með kjafti og klóm Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2017 21:40 Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins á blaðamannafundi með myndum af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni. Vísir/EPA Starfsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu hafa svarið þess eið að verja forseta sinn með kjafti og klóm gegn „ósanngjörnum árásum“ fjölmiðla þar vestanhafs. Reuters greinir frá.Þetta kemur fram í máli nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, Reince Priebus sem gagnrýnir fjölmiðla fyrir fullyrðingar um að mun færri almennir borgara hafi mætt á innsetningarathöfn Donalds Trumps heldur en innsetningarathöfn Baracks Obama árið 2009. „Punkturinn snýst ekki um stærð mannfjöldans heldur snýst punkturinn um árásirnar og tilraunirnar til að draga úr lögmæti forsetans á einum degi. Við munum ekki sitja undir því þegandi og hljóðalaust“ segir Priebus. Hann heldur því fram að loftmyndir af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni séu falsaðar. Áður hafði nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, haldið því fram að aldrei áður hefðu jafn margir mætt til að fylgjast með innsetningarathöfn forseta. Sérfræðingar sem sérhæfa sig í mannfjöldatölum á slíkum viðburðum hafa dregið í efa fullyrðingar Spicer og í raun sagt þær vera rangar.Vilja koma frá sér öðrum „mögulegum staðreyndum“Þá hefur Kellyanne Conway, sem er ráðgjafi Donalds Trumps, einnig skotið á fjölmiðla, en það gerði hún þegar hún var spurð um það hvers vegna fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins segði fjölmiðlum ósatt. „Ef við ætlum að tala um fjölmiðlafulltrúann með þessum hætti verðum við að endurhugsa samband okkar.“ Þá var Conway gagnrýnd fyrir þá staðreynd að starfsfólk Hvíta hússins eyðir tíma sínum í að tala um hversu margir hafi mætt á innsetningarathöfn forsetans í stað þess að tala um mikilvæg mál í innanríkis- og utanríkismálum Bandaríkjanna en hún svaraði þeirri gagnrýni. „Okkur finnst mikilvægt að hreinsa loftið og koma frá okkur öðrum „mögulegum staðreyndum“.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Starfsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu hafa svarið þess eið að verja forseta sinn með kjafti og klóm gegn „ósanngjörnum árásum“ fjölmiðla þar vestanhafs. Reuters greinir frá.Þetta kemur fram í máli nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, Reince Priebus sem gagnrýnir fjölmiðla fyrir fullyrðingar um að mun færri almennir borgara hafi mætt á innsetningarathöfn Donalds Trumps heldur en innsetningarathöfn Baracks Obama árið 2009. „Punkturinn snýst ekki um stærð mannfjöldans heldur snýst punkturinn um árásirnar og tilraunirnar til að draga úr lögmæti forsetans á einum degi. Við munum ekki sitja undir því þegandi og hljóðalaust“ segir Priebus. Hann heldur því fram að loftmyndir af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni séu falsaðar. Áður hafði nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, haldið því fram að aldrei áður hefðu jafn margir mætt til að fylgjast með innsetningarathöfn forseta. Sérfræðingar sem sérhæfa sig í mannfjöldatölum á slíkum viðburðum hafa dregið í efa fullyrðingar Spicer og í raun sagt þær vera rangar.Vilja koma frá sér öðrum „mögulegum staðreyndum“Þá hefur Kellyanne Conway, sem er ráðgjafi Donalds Trumps, einnig skotið á fjölmiðla, en það gerði hún þegar hún var spurð um það hvers vegna fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins segði fjölmiðlum ósatt. „Ef við ætlum að tala um fjölmiðlafulltrúann með þessum hætti verðum við að endurhugsa samband okkar.“ Þá var Conway gagnrýnd fyrir þá staðreynd að starfsfólk Hvíta hússins eyðir tíma sínum í að tala um hversu margir hafi mætt á innsetningarathöfn forsetans í stað þess að tala um mikilvæg mál í innanríkis- og utanríkismálum Bandaríkjanna en hún svaraði þeirri gagnrýni. „Okkur finnst mikilvægt að hreinsa loftið og koma frá okkur öðrum „mögulegum staðreyndum“.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira